Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 155
RITMENNT
„MORGUNVERÐUR MEÐ ERLENDI í UNUHÚSl"
samráðshópi um það málefni, uppslcátt um „Erlendskassa" og
kom með þá hugmynd að hefja menningarárið með því að lyfta
hulunni af því sem þar væri að finna. Þótti reyndar fara einkar
vel á því þar sem Erlendur hafði verið meðal þekktari Reykvílc-
inga á fyrri hluta aldarinnar, en í húsi hans, Unuhúsi, má heita
að komið hafi saman fyrsta kynslóð skálda og listamanna sem
fæddust eða settust að til langdvalar í hinni vaxandi höfuðborg
og bera því með réttu nafnið Reykjavíkurskáld eða Reykjavíkur-
listamenn, eins og margrómað hefur verið af ótalmörgum í bók-
um og blöðum eða öðrum fjölmiðlum. Var sú von bundin við
þessi gögn að þar kæmi í ljós efni sem ef til vill hirti á sinn hátt
nýja eða skýrari sýn á umrædda tíma.
Upphaf dagskrár menningarborgarársins var auglýst þannig:
Morgunverdur með Erlendi í Unuhúsi
Okkur er ánægja að bjóða yður til morguúverðar með
Erlendi í Unuhúsi í Þjóðarbókhlöðu laugardaginn
29. janúar 2000 kl. 08.15, en þá verður rofið innsigli
á kassa sem í eru gögn frá Erlendi.
Með þessum atburði hefst dagskrá
Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu áríð 2000,
og mun borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
rjúfa innsiglið. Hilmir Snær Guðnason leikarí les upp úr
gögnum sem í kassanum eru.
Blásarakvintett Reykjavíkur leikur fyrir gesti.
Bornar eru fram veitingar í boði Landsbókasafns íslands -
Háskólabókasafns, Tónskáldafélags íslands,' Ágætis hf,
Mjólkursamsölunnar, Osta- og smjörsölunnar.
Húsið verður opnað kl. 08.00.
Milcill áhugi reyndist á þessum viðburði, og að morgni 29. janú-
ar var saman kominn stór hópur gesta í samkomusal Þjóðarbók-
hlöðu. Fór þar allt fram samlcvæmt boðaðri dagslcrá, nema hvað
hinn ungi leikari treystist elcki til þess að brjótast fram úr slcrift
bréfritara svo undirbúningslaust, og kom það því í hlut þess sem
1 Aðild Tónskáldafélagsins að samkomunni skýrist af því að í lok hennar opn-
aði menntamálaráðherra nýjan gagnagrunn á vegum félagsins.
151