Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 32
BIRGIR ÞÓRÐARSON Á ÖNGULSSTÖÐUM
RITMENNT
orð og fór síðan að útdeila. Gengum við þá þaðan út og [að]
Sankti-Péturskirkju, var hún gömul og ekkert við hana,
byggð í kross, var þar úti [þ.e. messunni var lolcið]. Þaðan fór-
um við til Heilagsandakirlcju og var hún einnig byggð í kross
en þó snotur þó að hún væri gömul. Var þar verið að prédika
[á[ þýsku. Þaöan fórum við til Gamlahólmskirkju og var þar
verið að syngja, svo stóðum við þar við, þangað til það var bú-
ið. Svo fórum við innar eftir henni, gekk þá prestur innar eft-
ir einum króknum, því hún var byggð í kross, og komu þar
lconur með börn fjögur og skýrði hann þau öll. Fór ég svo það-
an og var þá guðræknin mín búin. Fór ég þá upp til Nýhafnar
og fann stýrimanninn, var þá enn ekki eigandinn lcominn. Fór
ég þá til Möllers að læra að skrifa119 og var hjá honum eina
kl(uklcustund), svo fór ég heim að borða. Fór ég svo eftir mat-
málstíma með amtm(anni) heim í bæ,120 og varð mér þá reik-
að inn til photógrafftakara [ljósmyndara] og fór að lcalsa við
hann að taka mig [þ.e. í ljósmyndaranám], og kvað hann það
kosta 50 [ríkisdali] kennslan, hitt annað 100 rd. [þ.e. tæki og
efni til ljósmyndagerðar] og leist mér ekki á kostnað þann.121
Svo sýndi hann mér hvernig átti að talca þær [þ.e. myndirnar]
og prófaði það á sjálfum mér. Fór ég svo frá honum og ætlaði
heim, en villtist þá austur á Austurbrú og var þá orðið svo
framorðið að ég vildi ekki baða mig, þó ég hefði haft það í
hyggju, svo fór ég heim og fór að sofa.
11. [ágúst] Fór ég með amtmanni heim í bæ og var ég þá
hér og þar með honum um bæinn og gekk hann þá til
Feveile122 en ég ofan á Regense123 og fann Þorvald Björns-
119 Vera má að skriftarnám Eggerts hafi verið fólgið í því að læra uppsetningu á
opinberum skjölum og bréfum, sbr. störf hans síðar fyrir amtmann og sýslu-
menn, og sem umboðsmaður klaustursjarða.
120 Eggert talar um „að fara heim í bæ" þegar hann fer frá bústað þeirra amt-
manns, sem hugsanlega hefur verið í einhverju úthverfi Kaupmannahafnar,
og inn í borgina.
121 Þess má geta að ári seinna þegar Tryggvi bróðir Eggerts dvaldi í Kaupmanna-
höfn var hann um hríð hjá ljósmyndara og lærði myndatöku og aflaði sér
efnis og tækja til þeirra hluta. Var hann einn af fyrstu íslendingum sem það
gerðu. Hugsanlega hefur það verið eftir hvatningu frá Eggert.
122 Frederik Christian Feveile f. í Vejle 12. mars 1813, herlæknir í Kaupmanna-
höfn, d. 16. ágúst 1868.
123 Regensen, þ.e. Garður, bústaður stúdenta við Kaupmannahafnarháskóla.
28