Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 119
RITMENNT
HVERSU MIKIÐ ER NONNULLA?
þessara talna og þess sem Páll segir í bréfinu
til Magnúsar kapteins að ofan, að æviþætt-
irnir hafi verið „ungefer 200", en Pál gæti
hafa misminnt, enda liðin meira en tuttugu
ár frá ritun verksins.8
Um Pál Vídalín í Sciagraphiu
En snúum okkur nú að Sciagraphiu Hálf-
danar Einarssonar og athugum hver skil
höfundur gerir Páli Vídalín á síðum þessar-
ar lítt þelcktu en merku heimildar. Vísað er
til lögmannsins hvorki meira né minna en
18 sinnum á síðum bókmenntasögunnar ef
frá er talið nafnaregistrið í lok bókarinnar.
Skáldatalið er, eins og áður sagði, tilgreint í
formála sem heimild. I fyrsta hluta verks-
ins, sem fjallar um íslenska fílológíu og rit
um það efni, er meðal annars grein um þá
sem slcrifað hafa um fornyrði, einkum lög-
hóka (10-12).9 Páll Vídalín er þar sagður
hafa sinnt þessu efni „af meiri lærdómi" en
fyrirrennarar hans Bárður Gíslason, Gísli
Jónsson í Melrakkadal og Björn á Skarðsá,
en Hálfdan segist hafa við höndina um eitt
hundrað „smágreinar" (dissertatiunculæ)
eftir lögmanninn um þetta efni. Til nokk-
urra þessara ritgerða er síðan vísað í þeirn
hluta Sciagraphiu sem fjallar um íslenska
stærðfræði (177), en þar er sagt að Páll hafi
fjallað um reikningslist fornmanna í
nokkrum fornyrðaskýringa sinna. Hálfdan
ber lof á fornfræðinginn Pál Vídalín fyrir
víðlesni og góða dómgreind, en bendir á að
fornyrðaskýringar hans séu óklárað rit og
telcur undir ábendingu Sveins Sölvasonar
lögmanns í inngangi að kennslukveri í lög-
fræði, TYRO JURIS edur Barn i Logum, frá
1754, að lögskýringar Páls beri að líta á sem
fílológískt verlc, en eklci sem umfjöllun um
lögfræði og málaferli. Einnig segir Hálfdan
að fáein brot úr ritinu hafi verið prentuð ár-
ið 1762 í Historisk Indledning til den gamle
og nye Islandslce Rættergang eftir Jón Árna-
son og að ein ritgerð á latínu um „danska
tungu" hafi birst aftan við nýlega útgáfu á
Gunnlaugs sögu ormstungu sem prentuð
var 1775. Eins og Hálfdan lofar í formála til
lesarans þá gefur hann iðulega upp útgáfuár
prentaðra rita. Á tveimur stöðum er síðan
vísað aftur til þessarar umfjöllunar, fyrst í
sama hluta ritsins, í kafla um skýringarit
við norrænar fornbólcmenntir (29), og síðan
í fimmta hluta, um lögfræði, í lista yfir höf-
unda lögfræðirita (197). Enn er minnst á Pál
Vídalín í fyrsta hluta verlcsins í grein sem
fjallar um nafnfræðiverlc, onomastica, og
höfunda nafnfræðirita (12-13). Þar segir
Hálfdan Einarsson að hann hafi fyrir tutt-
ugu árum síðan, þ.e. um það leyti sem hann
kom frá Kaupmannahöfn árið 1755, átt
nafnatal eftir Pál lögmann Vídalín sem rak-
ið hafi nöfn „til ómengaðra uppsprettulinda
móðurtungunnar" (ex genuinis lingvæ ma-
ternæ fontibus) eins og hann kemst að orði,
en ekki til hebreskunnar eins og þeir gerðu
séra Oddur Oddsson á Reynivöllum og son-
arsonur hans Eyjólfur Jónsson í nafnatali
sínu. Ekki veit ég hvort þetta nafnatal Páls
er ennþá til eða hvers eðlis það er, en Þórð-
ur Sveinbjarnarson lcallar það „Orðabók ís-
lenzka" í ævisögu Páls frá árinu 1846, sem
prentuð var frarnan við útgáfu Bókmennta-
8 Jón Samsonarson getur þess í neðanmálsgrein við
uppslrrift bréfsins að talan „2 virðist leiðrétt".
9 Tölurnar í svigum vísa til blaðsíðutals útgáfunnar
frá 1777.
115