Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 83
RITMENNT
PRENTNEMARNIR
Ljósm. Sigfús Eymundsson. - l’jóðminjasafn íslands.
Horft upp Bankastræti árið 1886 um það leyti er ísafoldarprentsmiðja var flutt úr Bankastræti 3 og Landsbankinn
var stofnaður þar. Til vinstri er hús landshöfðingja, síðar stjórnarráðshús, og ofan Bankastrætis 3 er hús amtmanns.
Myndin er tekin við jarðarför Danícls Bernhöfts bakara.
tölublöð eru nr. 49 og 50, dagsett 28.7. 1881
og 12.8. 1881. Blöðin næst á undan og eftir,
nr. 48 og 51, voru prentuð á Alcureyri og
dagsett 30.7. 1881 og 27.8. 1881. Þrátt fyrir
að 48. tbl. hafi þannig kornið út á eftir því
49. er dálkatalið rétt, vel má reyndar vera að
önnur dagsetningin sé röng enda dagsetn-
ingarnar á blöðunum elcki alltaf réttar.
Magnús skilar og góðri kveðju frá Jóni
frænda sem „hefir verið í prentsmiðjunni í
surnar hjá okkur, og nú ætlar hann að fara
úr henni á Laugardaginn, og fara snöggvast
uppeptir [í Reykholtsdal), og vera þar þang-
23
að til að hann fer í skólann aptur".
í bréfi dagsettu í Reykjavík þann 22.
október 1881 færir Magnús fram játningu til
móður sinnar:24
En ekki er eg enn þá búinn að leggja peninga þína
í sparisjóðinn, og skal eg nú segja þjer hversvegna
það er: Svoleiðis var, að þegar eg í sumar ætlaði
að leggja þá inn, stóð svo á fyrir Sigmundi að
hann hafði elcki nóga peninga til að borga með
verkamönnunum, sem voru að byggja húsið
hans, og hann vissi af að eg hafði þessa peninga
undir höndurn, svo hann spurði mig hvort að eg
vildi ekki lána sjer þessa peninga frarn eptir
23 Lbs 5224 4to (MI til SvG, 2.9. 1881).
24 Lbs 5224 4to (MI til SvG, 22.10. 1881).
79