Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 139
RITMENNT
THE DREAM
Það er eklci ljóst hvar og hvenær Lárus, fæddur á Skógarströnd,
og Sigurður, fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, urðu nemandi og
kennari, en það hlýtur að hafa gerst einhvern tímann frá því að
Lárus settist á skólabekk á Bessastöðum og til þess er hann hélt
af stað til Kaupmannahafnar sjö árum síðar. í tileinkuninni á eft-
ir ljóðinu er Sigurður sagður vera „sá fyrsti sem stuðlaði að þeim
litlu framförum sem ég hef tekið í enslcri tungu".
Hvað Sir Thomas Maryon Wilson snertir benda þau lauslegu
æviatriði sem fyrir liggja19 til þess að hann hafi verið hóflega
merkur maður. Thomas fæddist í lágaðalsfjölskyldu í Essex árið
1800 og eins og faðir hans stundaði hann nám við St. John's Col-
lege í Cambridge þar sem hann tók M.A.-próf árið 1823. Tliom-
as erfði titil föður síns (lcjörorð ættarinnar var „pro legibus et
regibus") árið 1821 og lcom sér eftir það upp þolclcalegu safni af
viðurkenningum og lieiðursstöðum - High Sheriff of Kent 1828,
Colonel of tlie West Kent Militia 1853-69 og President of the
Genealogical and Historical Society of Great Britain voru þær
vegsemdir sem hann hafði öðlast fyrir andlát sitt 4. maí 1869.
Eina rit lians á slcrá í British Library er lítill bæklingur20 ritaður
til stuðnings áformum hans um að byggja hús á Hampstead
Heath, en þau áform runnu sem vænta mátti út í sandinn vegna
sterkrar andstöðu íbúanna á svæðinu.
Þar sem engar óyggjandi heimildir eru fyrir hendi er einungis
hægt að geta sér til um aðdraganda þess að Wilson ferðaðist til ís-
lands. Á háslcólaárum hans voru vissulega fræðimenn við
Cambridge sem hefðu getað valcið áhuga hans á norrænum lönd-
um að fornu og nýju - athyglisverðasta dæmið er John Heatlr í
King's College.21 Hann liefði vel getað relcist á útgefnar frásagnir
af fyrri leiðöngrum til íslands eftir landa sína Banlcs, Maclcenzie
og Henderson. Hver sem er þessara bólca liefði getað lcveilct liug-
myndina um að ferðast að 66 gráðum norðlægrar breiddar. Enda
þótt elclci liggi fyrir neinar útgefnar frásagnir af breslcum leiðangri
til íslands22 á þeim árum sem liðu frá ferðum Hendersons
19 J. Venn and J.A. Venn, Alumni Cantabrigienses VI, Pt 2, bls. 529; Burke’s
Peerage and Baronetage II, bls. 2849.
20 Sir T. Maryon Wilson, Bart. and Gurney Hoare, Esq., on Hampstead Heath.
21 Elias Bredsdorff: John Heath, M.A., Fellow of Kings's College, Cambridge.
22 Sjá Haraldur Sigurðsson, ísland í skrifum erlendra manna um þjóðlíf og
náttúru landsins. Ritaskrá.
135