Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 159
RITMENNT
NORRÆN BÓKSÖGURÁÐSTEFNA í HELSINKI
rænnar miðlunar og lcynnti tillögu að módeli sem ná slcyldi yfir
einstaka þætti í útgáfuferlinu, hvort heldur um væri að ræða
hefðbundnar útgáfur á pappír eða í stafrænu formi á Netinu.
Svend Bruhns, fyrrum kennari við danska bókavarðaskólann,
fjallaði um þróun bókfræði í Danmörku á 20. öld og velti því fyr-
ir sér hvort bókfræði væru vísindi.
Föstudeginum laulc með nolckrum finnskum erindum þar
sem Tuija Laine, sérfræðingur við háskólabókasafnið í Helsinki,
sagði frá vinnunni við finnsku þjóðbókaskrána 1488-1800, sem
unnin er í samvinnu háskólabólcasafnsins í Helsinki, sem gegn-
ir þjóðbókasafnshlutverki í Finnlandi, og guðfræðideildar há-
skólans í Helsinki. Árið 1996 kom út á prenti hlutinn sem
spannar tímabilið 1488-1700, en ákveðið hefur verið að prenta
ekki hlutann fyrir tímabilið 1701-1800, heldur verði hann gef-
inn út í tölvutæku formi og gerður aðgengilegur í FENNICA-
grunninum. Anna Perálá, bókavörður við háskólabókasafnið í
Helsinlci, fjallaði um finnslcan, typógrafíslcan atlas sem nær yfir
tímabilið frá 1642 er fyrsta bókin var prentuð í Finnlandi og til
1827 þegar Ábo brann til grunna og mestur hluti eldri finnskra
bóka eyðilagðist. Atlasinn kemur út árið 2000 í tveimur bind-
um, og þar verða, auk upphafsstafa, bókahnúta og annarra
skreytinga, birtar ljósprentaðar einstakar síður úr hinum gömlu
ritum svo unnt verður að sjá hvaða letur var notað í brauðtexta
einstakra bóka. Anja Inkeri Lehtinen, Sagnfræðistofnun
Helsinkiháskóla, fjallaði um handrit og hókasöfn í Finnlandi á
miðöldum, og Illka Taitto fjallaði um leifar af messusöngsbók-
um miðalda sem varðveist hafa sem umbúðir utan um síðari
tíma skjöl.
Laugardagurinn hófst með því að skoðað var Monrepos-bóka-
safnið sem varðveitt er í háskólabókasafninu í Helsinlci, stærsta
aðalsbólcasafn sem varðveist hefur í Finnlandi frá 18. öld, með
fjölda fallegra bóka sem flestar eru franskar. Þá var haldið til
Borgá austan við Helsinki og fyrst heimsótt llunebergshúsið þar
sem finnlandssænska þjóðskáldið og höfundur finnska þjóð-
söngsins, Johan Ludvig Runeberg (1804-77), bjó og sem gert var
að safni eftir andlát lrans. Ollu er haldið óbreyttu frá því sem var
á hans tíð, öll húsgögn og annað innbú er ólireyft, og meira að
segja eru blóniin afkomendur blómanna sem Runeberghjónin
áttu, einn pálminn er reyndar frá þeirra dögum, orðinn liðlega
Kápa 1. árgangs Nordisk Tid-
skrift för Bok- och Biblioteks-
vásen.
155