Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 158
RITMENNT
NORRÆN BOKSOGURAÐSTEFNA
HELSINKI
1994 fækkaði árlegum útgáfuheftum úr fjórum - reyndar var eitt
tvöfalt hefti á ári orðið nær fastur liður svo segja má að heftin
hafi í raun verið þrjú árlega - í tvö. Engu að síður gekk illa að afla
efnis, og útgáfan dróst og varð á eftir tímanum. Það var því ekki
um nema tvo kosti að velja: hætta útgáfunni eða gera stórátalc og
safna kröftum til að koma ritinu á flot á ný. Ritið átti því láni að
fagna að allir þjóðbóltaverðir Norðurlandanna eru meiri eða
minni bóksögumenn. Þeir ákváðu því árið 1998 að taka við út-
gáfu ritsins og hafa í því slcyni sett á fót sérstaka styrlctarstofn-
un, Stiftelsen NTBB.
Til að leiða saman þann hóp norrænna bóksögumanna sem í
framtíðinni má ætla að verði bakhjarl NTBB álcváðu þjóðbóka-
verðirnir að efna til norrænnar bóksöguráðstefnu og bjóða völd-
um þátttakendum frá hverju landi. Esko Hákli, þjóðbókavörður
Finnlands, bauðst til að hýsa ráðstefnuna í Helsinlci. Upphaflega
var ráðgert að halda hana í ágúst 1998, en af ýmsum ástæðum
var tímasetningunni frestað um rétt ár, og síðan dróst það fram
í októberlok 1999 að til skarar var látið skríða.
Ráðstefnan hófst að kvöldi fimmtudagsins 28. október með
glæsilegri móttöku á Ravintola Kanavaianta, veitingahúsi sem
áður var vöruskemma við höfnina. Þátttakendur voru tæplega
30 talsins, fimm Danir, tíu Finnar, tveir Norðmenn, ellefu Svíar
og svo undirritaður fyrir Islands hönd.
Dagskrá föstudagsins hófst með inngangserindum um stöðu
bóksögurannsókna í hverju einstölcu landi. Anders Burius, for-
stöðumaóur handritadeildar Konunglega bókasafnsins í Stokk-
hólmi, greindi frá sænslcum rannsóknum síðastliðinn aldarfjórð-
ung, Henrik Horstboll, rannsóknarbókavörður við Konunglega
bókasafnið í Kaupmannahöfn, sagði frá rannsóknum í Danmörku
undanfarinn áratug, og undirritaður flutti yfirlit um íslenskar
bóksögurannsóknir frá öndverðu. Ekki tólcst að fá neinn norskan
fyrirlesara til að greina frá rannsóknum í Noregi, og finnska yfir-
litið sem Eslco Hálcli flutti var upphaflega á dagslcrá á fimmtu-
dagskvöldið en var flutt yfir á laugardaginn. Þessum fyrsta þætti
ráðstefnunnar lauk með yfirlitserindi urn bóksögurannsóknir á
alþjóðavettvangi sem Per S. Ridderstad prófessor flutti.
Því næst fylgdu ýmis erindi um einstök verkefni sem eru í
gangi. Johan Svedjedal, prófessor í bókmenntafélagsfræði við
Uppsalaháskóla, ræddi um útgáfustarfsemi í nýju umhverfi raf-
154