Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 97
RITMENNT
PRENTNEMARNIR
hjá Sigmundi rétt rúmlega 2 kr. á dag að
meðaltali en tæplega 3 kr. á dag hjá Birni
Jónssyni fyrir daglaunavinnu. Engin eðlileg
skýring er á þessu, en hins vegar ljóst að vel
fór alla tíð á með Jóni og Birni, hins vegar
var Jón ckki lirifinn af Sigmundi. Greinilegt
er að Jón lcunni alls ekki að meta græslcu-
laust gaman og svartan liúmor Sigmundar
eins og eftirfarandi frásögn úr minnisbók
Jóns, dagsett 22. júií [1884], her með sér:
Karaktjeristik af Sigm. prentara.
Hann fjeklc brjef frá Hallgr. í Guðrúnarkoti, er
tilkynnti honum lát Samsonar bróður hans. Þeg-
ar Sigm. les það, segir hann með miklum hlátri
og kæti: Húrra, bravo! Samson bróðir rninn
dauður; andskoti var hann svínheppinn! etc.
- Annað eins og þetta er altítt hjá Sigm.
Afdríf Prentsmiðju Sigmundar
Aðfaranótt 12. mars 1885 lcom eldur upp í
Prentsmiðju Sigmundar Guðmundssonar og
brann húsið allt að innan. Eyðilagðist prent-
smiðjan, en prentáhöldin, pappír og forlags-
bælcur voru tryggðar fyrir 16000 kr. hjá
tryggingafélaginu „City of London". Þjóð-
ólfur sem prentaður liafði verið hjá Sig-
mundi var eftir brunann prentaður í prent-
smiðju ísafoldar, þ.e. tölublöðin nr. 11-29.
í ágústbyrjun 1885 greinir Þjóðólfur frá
því að Prentsmiðja Sigmundar Guðmunds-
sonar sé komin á fót á ný með öllum áhöld-
um spánnýjum og enn vandaðri en áður.
Hún sé í húsi við Skólavörðustíg [6], sem
Sigmundur Guðmundsson liafi látið reisa.
Byrjað hafi verið að höggva til grindina í
húsið 1. eða 2. júlí, og 32 dögurn síðar var
prentsmiðjan telcin til starfa í því.52
Sigmundur seldi prentsmiðjuna árið 1887
og lceyptu Sigfús Eymundsson og Sigurður
Jónsson járnsmiður. Sigfús varð einn eig-
andi prentsmiðjunnar árið eftir en seldi
hana árið 1890 ýmsum mönnum, og nefnd-
ist hún þá Félagsprentsmiðjan og var um
langt slceið ein lielsta prentsmiðjan í
Reylcjavílc.
Endalok
Jón Steingrímsson útslcrifaðist úr Lærða
slcólanum vorið 1885 með ágætiseinlcunn
(105 st.) og settist um haustið í Prestaslcól-
ann. Hann tólc vorið eftir próf í forspjallsvís-
indum með einkunninni ágætl. og burtfar-
arprófi laulc liann sumarið 1887 með 1. ein-
kunn (50 st.).
Meðan hann var í Prestaslcólanum samdi
hann eftir beiðni Björns Jónssonar ritstjóra
Isafoldar og forseta Bólcmenntafélagsins árs-
ritið Fréttir frá íslandi árin 1885 og 1886 og
hafði aulc þess á hendi ýmis fleiri störf, svo
sem lcennslu í Barnaslcóla Reylcjavílcur vet-
urinn 1886-87 og alþingisslcriftir sumurin
1885 og 1886. Um lraustið 1887 sótti liann
um Gaulverjabæjarprestalcall í Árnespró-
fastsdæmi, er losnað hafði við fráfall Páls
Sigurðssonar, og var lcosinn þar til prests af
sóknarmönnum þann 27. október og veitt
brauðið frá fardögum 1888. Jón var vígður
þangað af biskupi landsins, Pétri Péturs-
syni, hinn 6. nóvember 1887, en áður en
hann fluttist austur var hann veturinn
1887-88 aðstoðarprestur Hallgríms Sveins-
sonar í dómlcirkjunni í Reylcjavílc, og mun
52 Þjóðólfur 37:30 (6. ágúst 1885], bls. 120.
93