Vera - 01.06.2000, Síða 15

Vera - 01.06.2000, Síða 15
KARLAR Á N Ý B B I Q L Q. hittir manrrinn ekki stöðvuð. Parið nær saman í algleymi ástarinnar. Þessum söguþræði verður ekki breytt, ef ástarsagan á að teljast ástarsaga. Astarsagan getur ekki haft fleiri en þessar tvær aðalsöguhetjur. Hún verður að ein- beita sér að þróun sambands aðalsöguhetj- anna allan tímann og ekkert má draga at- hygli frá því. Sögulokin eru ávallt þau sömu og lokakossinum má alls ekki sleppa. Formúla njósnasögunnar er allt öðruvísi en um leið er hún nákvæmlega sú sama. Njósnarinn er karl á besta aldri, veraldar- vanur og myndarlegur. Við njósnastörf sín hittir hann kynferðislega reynda og verald- arvana konu (eða konur!) og sýna þau hvort öðru mikinn áhuga. Snemma í sög- unni sofa þau saman. Samband þeirra er eingöngu kynferðislegt og sjaldnast er minnst á ást. Saman berjast þau gegn vondu gæjunum þangað til þau hafa sigrað eða þangað til konan svíkur njósnarann og hann þarf sjálfur að sigra bæði konuna og vondu gæjana. Njósn- arinn getur átt í kyn- ferðislegu sambandi við margar konur í sögunni. Sagan endar síðan oft uppi í rúmi hjá einhverri fegurð- ardísinni og ná þau saman í algleymi loka- kossins (sem gengur miklu lengra en í hefðbundnu ástarsög- unni!). Karlhetjan sem birtist í þessum tveimur sögum, ástarsögum kvenna og njósnasög- um karla, er í raun sú sama. Það eina sem ber á milli þeirra er að í ástarsögunni verð- ur hetjan að einbeita sér að einni konu en í njósnasögunni að mörgum í einu. Hvað einkennir karlmennskuímyndina? Hin æskilega karlmennska sem kemur fram í báðum þessum sögum er sú sama. Það sem einkennir bæði karlhetju ástarsögunn- ar og njósnasögunnar er valdið sem þeir hafa. Karlhetjur þessara sagna eru voldug ofurmenni. Báðar sögurnar bera karlhetj- með gylltu byssuna una í sífellu saman við aðra karlmenn til að leggja áherslu á að eðli hetjunnar sé betra, voldugra og karlmannlegra en eðli annarra manna. Lesandi sögunnar er látinn vita að karlmennska hetjunnar er eina sanna karl- mennskan og að hinir karlmennirnir séu ekkert annað en gervimenn. í fyrirmyndaástarsögu eru til tvö auka- karlahlutverk sem fegra karlhetjuna. Fyrra karlahlutverkið er hlutverk keppinautarins. Sá maður berst við karlhetjuna um hönd kvenhetjunnar. Hann er ekki karlmannleg- ur. Hann er oft myndarlegur en hefur ekki til að bera sterka karlmennsku karlhetjunn- ar. Reyndar er hann oft svo fallegur að hann er allt að því kvenlegur. Hann er við- kvæmur og skilningsríkur og kann að meta góðu eiginleika kvenhetjunnar. Þetta er þveröfugt við karlhetjuna sem þverneitar að trúa því að kvenhetjan sé í raun ekki femme fatale. Keppinauturinn, þrátt fyrir alla sína góðu kosti, fær sjaldnast rnikla at- hygli frá kvenhetjunni sem laðast að hörkulegri karlmennsku karlhetjunnar. Hitt hlutverkið sem er notað til að fegra karlhetjuna er hlutverk varmennisins. Var- mennið hefur enga góða kosti. Hann er ljótur, spilltur og hefur aðeins áhuga á að ræna kvenhetjunni kynferðislegu sakleysi sínu. Hann er því stöðug ógnun við hrein- leika konunnar. Aðeins þegar konan er komin í örugga höfn í örmum karlhetj- unnar losnar hún við ógnun var- mennisins. Varmennið sýnir að „mikill" munur er á karlmanni sem aðeins vill nota sér kven- hetjuna kynferðislega og á karl- hetjunni sem mögulega ræðst á kvenhetjuna — en þá aðeins því hann er ærður af ást til hennar. A milli þessara tveggja manna, keppinautarins og varmennisins, stendur karlhetja ástarsögunnar uppi, uppljómaður sem hin sanna ímynd alvöru karl- mennsku. I njósnasögum er ekki eins mikil áhersla og í ástarsögunum á að bera njósnarann saman við aðra karlmenn. Það er í raun óþarft innan njósnasögunnar. Njósnarinn er þunga- miðja sögunnar og hann er svo stórfeng- legur að enginn getur komist nærri honum í karlmennsku og hetju- skap. Enginn karlmaður getur keppt við njósn- arann. Yfirmenn hans eru gamlir fauskar, klárir en líkamlega óaðlaðandi. Og vondu karlarnir eru alltaf heimskir, nema þá mögulega aðal vondi karlinn sem oft á tíð- um er tæpur á geði en alltaf smeðjulegur. Njósnarinn hefur ávallt öll spil í hendi sér og á alltaf síðasta leik í baráttu sinni við aðra karlmenn sögunnar. Hann hefur enga keppinauta og stendur ávallt einn og sér. Þetta er þá hlutverkið og ímyndin sem karlar í dag þurfa stöðugt að keppast við að ná. Karlar nútímans þurfa í sífellu að basl- ast við að verða prinsinn á hvíta hestinum og maðurinn með gylltu byssuna. Erfitt reynist fyrir þá að uppfylla þessa útópísku karlmennskuímynd. Karlar í dag verða að vera goðum líkastir: hávaxnir, vöðvastæltir, vel vaxnir með stinnan rass, greindarlegir, veraldarvanir og ríkir og umfram allt verða þeir að hafa vald yfir sjálfum sér, umhverfi sínu og kvenhetjunni. Þegar allt kemur til alls erum við konur og karlar bundin á sama klafa samfélagsins sem krefst þess að við séum það sem við getum aldrei orðið.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.