Vera - 01.06.2000, Side 16

Vera - 01.06.2000, Side 16
I Æ K N I E B Æ Ð L Anna Guðrún Gylfadóttir útskrifaðist scm byggingatækni- fræðingur frá Tækniskóla íslands árið 1997 og var þar mcð sjötta konan scm útskrifaðist þaðan með þcssa gráðu. Síðan þá hefur cngin kona útskrifast frá TÍ sem bygginga- tæknifræðingur. Anna Guðrún er jafnframt fyrsta konan scm situr í stjórn Tæknifræðingafélags íslands. Eina stelpan með 60 strákum Fjölbreytileg störf „Við erum t.d. að teikna hús og reikna burðarþol, setja lagnir og í raun vinna í öllu því sem fer til byggingafulltrúa áður en hann gefur samþykki fyrir byggingu," segir Anna Guðrún þegar hún er spurð út í starfið. „Það vinna líka margir í eftirliti með verk- um. Við vinnum á svo mörgum sviðum og flóran er mikil. En til þess að fara í þetta nám þarf tveggja ára starfsreynslu og ætli það sé ekki þess vegna sem fleiri fara í verkfræði." Um 760 manns eru í Tæknifræðingafélagi Islands og þar af eru 10 til 1 S konur. Það vekur því forvitni að vita hvers vegna Anna Guðrún valdi þessa námsleið. Langaði alltaf að verða arkitekt Anna Guðrún tók tæknibraut í FB og segist hafa ltaldið að lrún myndi þannig sleppa við eðlisfræðina. „Ég notaði útilokunarað- ferðina, var ekki málamanneskja og ekki spennt fyrir eðlisfræði en fannst stærðfræði skemmtileg. Ég komst svo að því að eðlis- fræðin á tæknibraut er ekki minni en á stærðfræðibraut. ÍTækni- skólanum tók ég síðan meiri eðlisfræði," segir hún brosandi. „Ég kláraði stúdentinn vorið 1988 og fór að vinna. Fyrst var ég í byggingavinnu en var of kalt á tánum um veturinn og ákvað að hætta, fór að vinna í Ostabúðinni í Kringlunni. I september 1 990 eignaðist ég barn og árið 1991 skildi ég, flutti heim til mömmu með ársgamalt barn og byrjaði íTækniskólanum. Það má því segja að ég hafi snúið lífinu við.“ En hvers vegna þessi kúvending? „Mig hefur alltaflangað í skóla og ég ætlaði alltafað verða arki- tekt. Ég vissi að byggingaiðnfræðin í Tækniskólanum tók um eitt og hálft ár og að svo væri hægt að fara út í arkitektanám með smá þekkingu í farteskinu. En tíminn leið og allt í einu var ég orðin tæknifræðingur," segir Anna Guðrún glettnislega, en viðurkennir að í raun hafi hún guggnað á því að fara í nám erlendis. „Ég var bara ekki tilbúin til þess að fara ein út með lítið barn, svo ég hélt bara áfram íTækniskólanum og kláraði byggingatækmfræðina. “ Strákarnir bökkuðu út þegar þeir sáu mig Anna Guðrún var eina konan í sinni deild öll þau ár sem hún var við nám. „Ég var eina stelpan með 60 strákum, mjög gaman,“ seg- ir hún glettnislega en segist liafa orðið áþreifanlega vör við að hún væri ekki ein af strákunum. „Ég man t.d. eftir því þegar við þurft- um að vinna hópverkefni, þá sat ég yfirleitt utan við. Ég var ein með barnið og vann frekar ein heima á kvöldin. Þeir sem voru feður í hópnum áttu konur sem sáu um börnin á meðan þeir unnu að verkefnunum í skólanum. Ég gleymi heldur ekki fyrsta deginum sem ég mætti í skólann. Ég var fyrst inn í stofuna og fann mér borð. Þegar strákarnir síðan komu inn einn af öðrum og sáu mig, bökkuðu þeir út og litu aft- ur á stofunúmerið áður en þeir settust. Þeir héldu að þeir liefðu villst.“ Hvcrs vcgna heldurðu að svo fáar konur fari í þetta nám? „Það er sjálfsagt út af kröfunni um tveggja ára starfsreynslu," seg- ir Anna Guðrún en sjálf komst hún inn með því að reikna til vinnu við tæknibraut í FB. „Svo var ég í byggingavinnu og ætli ég ljóstri ekki upp um það núna að þann eina mánuð sem vantaði upp á fékk ég pabba, sem er smiður, til að skrifa upp á fyrir mig.“ Myndi ekki einu sinni skúra fyrir þessi laun Anna Guðrún segist ekki hafa fundið jafn mikið fyrir því að hún væri kona í karlastétt eftir að hún kom út á vinnumarkaðinn. Hún hefur þó orðið vör við ákveðna launamismunun. „Að minnsta kosti hjá borginni. Það er erfiðara að segja með einkafyrirtækin en þar virðist skipta minna máli hvort þú ert karl eða kona, það er ár- angurinn sem skiptir máli. En ég lenti í því eftir lokaverkefnið mitt að maður sem átti fyrirtæki ætlaði að bjóða mér vinnu. Lokaverk- efnið mitt var um ákveðið lagnakerfi og fyrirtækið var að fá um- boð fyrir gott lagnakerfi. Hann bauð mér hins vegar svo hlægilega lág laun að ég sagði honum að ég myndi ekki einu sinni skúra fyrir þessi laun. Hann benti mér þá á þá staðreynd að ég væri kona á barneignaaldri. Þar sem ég er að vinna núna virðist það hins veg- ar ekki skipta máli.“ Listnámið heillar Anna Guðrún fór að vinna hjá Reykjavíkurborg eftir nám og sá um viðhald og hreinsun á stofnanalóðum í tvö og hálft ár. „Ég er nú að vinna hjá tölvufyrirtæki sem heitir Snertill og sel og kenni á tölvuforrit sem heitir AutoCAD og tengist þessum starfsvettvangi. Þetta er náttúrulega allt annað en ég fékkst við hjá borginni og mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Stór hluti markaðarins notar þetta forrit og það eru núna að koma ný forrit sem tengjast því.” Hvað með framtíðina? „Það blundar alltaf í mér að fara í listnám. Ég ætla til Ítalíu í sum- ar að ferðast og það væri ekki verra að kynna sér myndlistarnám í leiðinni.” 16 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.