Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 18

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 18
Vildi brjóta einhverja múra „Ég valdi námið aðallega af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi til að brjóta hefðir og í öðru lagi fannst mér mikil- vægt að vera fjárhagslega sjálfstæð og geta séð vel fyrir mér. Ég hef aldrei séð eftir þessu vali mínu," segir María Jóna Gunnarsdóttir byggingatæknifræðingur, en hún var fyrsta konan sem útskrifaðist með þá gráðu frá Tækniskóla íslands. „Tæknifræðimenntunin gefur fjölbreytta möguleika í starfi," seg- ir María Jóna. „Um síðustu áramót var ég búin að starfa sem tæknifræðingur 1 tuttugu ár og þegar á heildina er litið hefur þetta verið ánægjulegur tími og hlutirnir farið eins og að var stefnt." María Jóna hefur unnið á Orkustofnun, hjá Sambandi íslenskra hitaveitna og vinnur nú hjá samtökum orkufyrirtækja og vatns- veitna, Samorku. „Mest hef ég unnið við jarðhitanýtingu og fyrir hitaveitur og vatnsveitur. Ég hef haft mikla ánægju af starfmu og aldrei leiðst í vinnunni, sem ég tel vera forréttindi. Ég hef unnið með og umgengist mikið af skemmtilegu fólki og mér gengur vel að vinna með körlum. Að sumu leyti fmnst mér það auðveldara en að vinna með konum.“ Full af baráttuhug María Jóna fór með fyrrverandi eiginmanni til Danmerkur og komst þar í kynni við kvennahreyfinguna. „Þar fékk ég staðfest- ingu og stuðning við ýmis sjónarmið og skoðanir um misrétti kynjanna sem höfðu verið að gerjast með mér.“ Hún lauk námi í tækniteikningu í Danmörku og síðan einnig sem „teknisk assis- tent“ og byrjaði síðan í undirbúningsnámi fyrir tæknifræði. „Tæknifræðin var þá mjög óhefðbundið nám fyrir konur en það gerði ekkert til því að ég var full af baráttuhug og vildi brjóta ein- hverja múra. Ég fór síðan heim og tók byggingatæknifræði hér heima í Tækniskólanum. Það var ekki margt sem hefði stoppað mig á þeim árum. Ég var eina konan í skólanum fyrir utan meina- tækna sem voru kvennastétt. Mér var ágætlega tekið af skólafélög- um og kennurum. Ég held þó að það hafi verið litið á svona kon- ur sem eitthvert fyrirbrigði sem þyrfti að lifa við, dálítið skrítnar og öfgakenndar. Og líklega hafa eiginmenn þeirra fengið tölu- verða samúð.“ Launin mælikvarði á jafnréttið María Jóna var virk í Rauðsokkuhreyfmgunni þegar hún kom heim frá Danmörku. „Það var skemmtilegur tími. Ég studdi síðan Kvennalistann þó ég hafi ekki verið virk þar. Mér fannst miður þegar hann hvarf af sjónarsviðinu. Baráttumálum kvenna er engan veginn lokið og á sumum sviðum eigum við langt í land eins og t.d. í launamálum. Arið 1966 voru sett lög um sömu laun fyrir sömu vinnu, en ennþá 34 árum síðar sitja konur eftir og hafa mik- ið lægri laun. Það er í raun alveg ólíðandi hvernig sem á það er litið. Enda finnst mér það helsti mælikvarðinn á hvort komið sé jafnrétti þegar vinna okkar er jafnt metin." María Jóna segist sjá það í kringum sig að konur eigi erfiðara uppdráttar í atvinnulífinu, þótt erfitt sé að heimfæra það á sjálfa sig. „Eg tel að konur þurfi að leggja mun harðar að sér til að ná frama í starfi. Karlar treysta betur öðrum körlum til ábyrgðarstarfa og þeim leyfist meira.“ Hún segist hafa verið mjög meðvituð um að hún var að koma inn í karlastétt þegar hún fór út á vinnumark- aðinn eftir nám. „Enda var mikil vakning í gangi á þessum tíma. Ég hafði t.d. sagt í viðtali í skólablaðinu okkar að ég ætlaði mér alls ekki að vera í uppáhellingum þegar ég færi að vinna. Á fyrsta vinnudeginum kom svo yfirmaðurinn og bað mig um að sækja kaffi fyrir karla sem voru með honum á fundi. Þetta átti að vera fyrsta verkefnið mitt en ég neitaði." Stórkarlalegar virkjanahugmyndir María Jóna hefur ákveðnar skoðanir á þeim virkjanaframkvæmd- um sem verið hafa á dagskrá undanfarið. „Áhugamál mín nú á op- inberum vettvangi eru umhverfismál. Ég tel mjög mikilvægt að vel takist til og að okkur íslendingum takist að nýta auðlindir okkar skynsamlega.Við eigum að flýta okkur hægt og vanda okkur," seg- ir María Jóna og bætir því við að hún hafi verið fegin þegar Eyja- bakkavirkjun var blásin af. „Ég var mjög ósátt við að farið yrði út í þessa virkjun án þess að láta fara fram lögformlegt umhverfismat. Mér finnast líka virkjanahugmyndir við Kárahnjúka vera heldur stórkarlalegar. Þar á að flytja eina vatnsmestu á landsins yfir í aðra, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og sökkva dýpstu gljúfrum, Dimmugljúfrum og stórum landsvæðum undir lón. Ég skoðaði þessi svæði í fyrsta skipti síðasta sumar. Þá fór ég einnig inn að Lakagígum. Á því svæði eru einnig stórkarlalegar hugmyndir í gangi, þ.e. að flytja Skaftá yfir í Langasjó og leiða úr honum yfir í Tungná sem síðan rennur að virkjanasvæðunum við Tungná og Þjórsá. Að mínu áliti þarf maðurinn að vera varkárari í umgengni sinni við móður náttúru, hann er ekki herra yfir himni og jörð heldur hluti af heildinni. Ég er ekki á móti því að virkja og vil meina að við höfum þar ýmsa möguleika ef bitarnir eiga ekki að vera of stórir. Við höfum t.d. lítið virkjað af háhitasvæðum lands- ins. Við eigum alltaf að meta af hlutleysi hvaða áhrif nýting hefur á umhverfið og megum ekki líta svo á að það að eyðileggja land- ið kosti ekki neitt." 18 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.