Vera - 01.06.2000, Qupperneq 22
anna þar sem barist er fyrir mannréttind-
um hvar sem er í heiminum, ekki bara í
eigin þrönga hring.
Eg tel líka mikilvægt að stjórnmálamenn
festist ekki í hugmyndafræðilegum deilum
um vinstri eða hægri. Slíkt skiptir kjósend-
ur engu máli og hefur ekki sýnileg áhrif á
möguleika fólks til að lifa góðu lífi. Einnig
er hætta á því að stjórnmálafólk horfi ekki
nógu langt fram á við, vinni einungis að
afmörkuðum verkefnum. Akvarðanir sem
hafa langtímaáhrif skipta hins vegar alla
máli, það ættum við að hafa hugfast og
vanda okkur þegar við tökum slíkar
ákvarðanir."
Þegar 18 ára stjórnartíð Margrétar
Thatcher og félaga berst í tal hryllir Glenda
sig og segir að það hafi verið skelfilegir
tímar sem hafi haft hræðilegar afleiðingar
fyrir fjölda fólks.
„Samfélagið var í rusli þegar okkur tókst
loks að sparka þeim úr ríkisstjórn 1997.
Gífurlegt atvinnuleysi var viðvarandi, m.a.
ur en þegar við tókum við þó það sé ekki
orðið eins gott að það ætti að vera. Hjá
Ihaldsflokknum réð markaðurinn öllu en
um leið þurfti sumt fólk að sofa á götunni.
Að þeirra mati var allur ríkisrekstur slæm-
ur en allur einkarekstur góður. Helst hefðu
þau viljað einkavæða alla heilbrigðisþjón-
ustu og þau reyndu svo sannarlega að eyði-
leggja skólakerfið. A þessum árum jókst
fjöldi þeirra sem þurfti að treysta á velferð-
arkerfið og ofurtrú á einkarekstur varð til
þess að margir reyndu að starfa sjálfstætt
en algengt var að það gengi ekki upp og
fólk missti eigur sínur.“
Glenda ákvað að bjóða sig fram til
þings árið 1992 og um líkt leyti hætti hún
að leika. Fyrir kosningarnar tók hún þátt í
að skipuleggja átak til að fjölga konum á
þingi, Women into Parliament Week. Hún
vann þingsæti í norð-vesturhluta London,
Hampstead and Highgate, en þar hafði
Verkamannaflokkinn ekki átt þingmann frá
blandaði sér í þann slag. Eins og kunnugt er
var Frank Dobson valinn fulltrúi flokksins
en hann tapaði í kosningunum fyrir öðr-
um félaga úr Verkamannaflokknum, Ken
Livingston, sem bauð sig fram sjálfstætt.
Glenda segir að það hafi verið stórkost-
leg stund að upplifa kosningasigurinn
1997 en hún hafi ekki áttað sig á því fyrr
en ári seinna þegar hún horfði á þátt á BBC
um kosningarnar. „Eg var orðin svo þreytt
eftir kosningabaráttuna og svo tók gífurleg
vinna við þegar við tókum við landsstjórn-
inni,“ segir hún. Og hvernig finnst henni
að til hafi tekist?
„Mjög vel. Kjósendur höfðu það alveg á
hreinu hverju við lofuðum.Við tókum það
margoft fram að við gætum ekki breytt
ástandinu á einni nóttu. Við þurfum annað
kjörtímabil og helst það þriðja. Kjörtíma-
bilið er fimm ár og rennur því út árið
2002 en ég tel mjög líklegt að kosningar
verði á næsta ári. Við stöndum ágætlega í
skoðanakönnunum og ég tel að við eigum
Mikilvægasti árangur okkar, að mínu mati, cr að okkur hcfur tekist að snúa frá því viðhorfi
að manncskjan sé cinskis metin, cn það viðhorf fcstist í scssi á tímum Thatchcrs. Okkur hefur líka
tckist að beina fé aftur inn í heilbrigðis- og mcnntakcrfið og minnka atvinnuleysið vcrulcga.
vegna hruns atvinnugreina en sú þróun var
reyndar ekki bara bresku ríkisstjórninni að
kenna. Það sama var að gerast um allan
heim. Breytingar eru eitt af lögmálum lífs-
ins og við erum nú stödd á miklum breyt-
ingatímum sem oft er nefnt hnattvæðing.
Heimurinn er að skreppa saman vegna gíf-
urlegrar samþjöppunar fjármagns og ótrú-
lega hraðrar tækniþróunar. Við getum ekki
snúið tímanum við né neitað að horfast í
augu við það sem hefur gerst. En það er
hægt að koma á breytingum.
Ástandið í Bretlandi er betra núna held-
því 1966. Glenda hefur átt sæti í fjölda
mikilvægra nefnda og lagt megináherslu á
þróunarhjálp, húsnæðismál og samgöngur
en einnig á velferðarmál, umhverfismál og
jafnréttismál. Þegar Verkamannaflokkurinn
tók við völdum árið 1997 varð hún aðstoð-
ar samgöngumálaráðherra með ábyrgð á
samgöngum í London, flugi, siglingum og
járnbrautum. Hún sagði því starfi lausu í
júlí 1999 þegar hún sóttist eftir því að
verða borgarstjóraefni í London fyrir
Verkamannaflokkinn, m.a. vegna þess að
henni fannst ófært annað en að kona
að geta haldið völdum. íhaldsflokkurinn
hefur verið ótrúlega lélegur í stjórnarand-
stöðu, eins og hann kunni ekki að vera
ábyrgur minnihluti. Þess vegna hefur
myndast ákveðið tómarúm og virkasta
stjórnarandstaðan verið í eigin flokki. Það
er oft auðveldara að gagnrýna eigin ríkis-
stjórn heldur en annarra.
Mikilvægasti árangur okkar, að mínu
mati, er að okkur hefur tekist að snúa frá
því viðhorfi að manneskjan sé einskis met-
in, en það viðhorf festist í sessi á tímum
Thatchers. Okkur hefur líka tekist að beina
22 • VERA