Vera - 01.06.2000, Síða 27

Vera - 01.06.2000, Síða 27
D A G B Q& £E M I N I S I A Úlfhildur Dagsdóttir Þegar Vatnajökull gaus svo fallega hérna um árið birtist grein um ísland i breska blaðinu Guardian. Greinin er þannig uppsett að hún er einskonar prófill og tekur yfirleitt til fólks (að mér skilst), en að þessu sinni var islandi stungið inn í formattið með fremur ánægjulegum árangri: „Aldur: næstum glænýtt, fjörutíu milljónir eða svo, yngra en Atlantshafið allavega." og „Ekki segja: ,Reykið þið virkilega lunda? Hvorum endanum á að stinga upp í sig?‘“ Tvennt vakti athygli mína við þennan pistil: annarsvegar tók landið á sig persónu- gerða mynd enda um sérlega líf- legan atburð að ræða, hinsvegar fylgdi greininni mynd af Björk sem undirstrikaði þá ímynd sem dregin var upp af landinu — frekar en þjóðinni. I dag, enn frekar en þá, held- ur Björk áfram að halda nafni landsins á lofti — skapa þá væntanlega einskonar svíf- andi eyju — og ekki síður að vera ímynd Is- lands, eldfjallaeyjunnar („Um leið og Atlants- hafið breikkar, um þumlung eða svo á ári, stækk- ar Island. Aðallega með eldgosum.") Björk hefur fyrst og fremst orðið ímynd þessarar óstöðugu og villtu náttúru, náttúru sem er bæði dular- full og óhamin. Þetta samband mystíkur og náttúruafla kemur fram í því að vísað er til Bjarkar sem álfs eða eski- móa — hún hefur líklega átt einn ríkasta þáttinn í því að ýta aftur undir þá trú að Island byggi, eða hafi byggt, eskimóar og er það vel - jafnframt því sem henni er líkt við náttúruna sjálfa („sjaldgjæf heimaræktuð stjarna".) En um leið og Björk hefur orðið að ímynd landsins hefur hún jafnframt skapað því ímynd, haft áhrif á hugmynd fólks um þessa eldfjallaeyju í hánorðri („Jú, enn eitt eldfjallið byrjaði að gjósa. Islendingar eru í hættu frá logandi kviku, eitruðum eldfjallaguf- um og flóðum.") Island er komið í tísku sem ævintýraland og eins- konar fjársjóðseyja — þarsem hin óspillta og villta nátt- úra er fjársjóðurinn — land hins óvænta og óvenjulega. Hvað sem okkur Islendingum fmnst um þá hugmynd, þ.e. hvort við erum tilbúin að samþykkja hana eða ekki, er svo allt annað mál; en jafnframt því að ferðamanna- bransinn blómstrar þá hlýtur að skapast metnaður fyrir því að halda við þessari ímynd af óvæntu, framsæknu landi. Því ekki má gleyma því að Björk er ekki bara tákn- mynd náttúru heldur einnig framsækinnar tónlistar og tækni; í vídeóum sínum birtir hún iðulega mynd af sjálfri sér sem sæberpönkara, tæknivæddri nútímakonu. Þessi ímynd stangast engan veginn á við náttúrumyndina; þvert á móti fara þær oft saman, eins og 1 vídeóinu við lagið Joga, en þar er hin hreina náttúra skekin og hrist af tölvubrellum. Það er ekkert nýtt við það að náttúran sé kvengerð; sú hugmynd var ríkjandi meðal róm- antísku skáldanna sem ortu til eyjunnar ísuðu (úr öruggri fjarlægð) sem móður konu meyju, með rauðan skúf í peysu og allt það. Sú ímynd liafði lítið með eiginlegar íslenskar konur að gera en þær voru tilneyddar að bera uppi - bókstaflega að því leyti sem þjóðbúningurinn var tákn- mynd náttúru landsins - þessa ímynd af hinni óspjölluðu og upphöfnu íslensku náttúru sem hafði fóstrað hina dásamlegu menningu blóðugra Islendingasagnaskrifa og annarra hetjudáða. Sem slíkar urðu þær því að gæta hegðunar sinnar - vera óspjallaðar, ljós- hærðar og móðurlegar - falla inn í ímynd- ina, burtséð frá því hvað þeim fannst um málið. Imynd Bjarkar er allt önnur en þessi; þrátt fyrir að vera enn kvenleg þá er hún meira kyn- leg en kynlaus, auk þess sem hún er að öllu leyti hennar eigin. Ekki á þann hátt að ímyndin sé ekki sköpuð á jafn markvissan hátt og hjá rómantíkerun- um, heldur er þessi ímyndarsköpun mörkuð ein- lægni - meðvitaðari einlægni — þeirrar sem skapar hana, sjálf, fyrir sjálfa sig, af eigin hvötum; sem fylgja ekki endilega hefðbundnum leiðum. Þannig er þessi náttúrumynd urn margt mjög ólík þeirri rómantísku náttúrumynd sem Islendingar hafa gert sér: í stað fjall- konunnar, sem hamin og tamin í hinn ofurtáknræna þjóðbúning myndbirtir fyrst og frernst eignarétt karla yfir upphafmni náttúru, er komin ný kvengerving náttúru: sjálfstæð, óvænt og engum háð. Mynd tekin fyrir forsíðuVeru 1986, ljósmyndari: Rut Hallgrímsdóttir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.