Vera - 01.06.2000, Síða 33

Vera - 01.06.2000, Síða 33
B B I E X. f é I ag u n g r a F F M I N I S I 4 Gamlar Rauðsokkur Tvær félagskonur í Bríeti eru með í bígerð að gera heim- ildamynd um Rauðsokkahreyfmguna og vilja hér með aug- lýsa eftir efni sem gæti hjálpað við gerð myndarinnar. For- vitin rauð, blaðaúrklippur, myndir, kvikmyndatökur, viðtöl, útvarpsþættir, frásagnir, styrkir, fundabækur, minningar, með öðrum orðum: Allt er vel þegið. Vinsamlegast haftð samband við Hildi Fjólu í síma 698 0895 eða Ólafiu í síma 699 7918.Takk fyrir! Píkutorfan Verið er að þýða sænsku bókina Fittstim á íslensku. Bókin hefur vakið gífurlega athygli á hinum Norðurlöndunum og tími til kominn að skoða innihald hennar í íslensku samhengi. Bókin er samansafn greina eftir unga, sænska feminista sem vilja láta í sér heyra. Þar er allt að finna sem ungir feministar telja sér viðkomandi. Já, allt. Kynfræðsla í skólum, kröfur kvennleikans, kynferðisleg áreitni, kyn- þroskaskeiðið, kvenaíþróttir, mömmur, lesbíur, húmor, vinkonur, druslur og mikið meira. Bríeturnar Hugrún R. Hjaltadóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir munu hamast sveittar yfir þessu í sumar svo bókin geti konið út fyrir jólin. Þess má geta að Forlagið mun gefa bókina út. Bríet mun skrifa inngang að bókinni og þar munu koma fram hug- myndir okkar um ýmis málefni sem okkur finnst skipta máli í íslensku samhengi við bókina. Ennfremur verður bætt við greinum úr íslenskum veruleika og gaman verður að sjá útkomuna. Frá okkar bæjardyrum séð hefur stjórn Hlaðvarpans á undan- förnum árum séð til þess að sú hugsjón sem í upphafi var lagt af stað með fái ekkert pláss lengur og erum við í Bríeti til vitnis um það. í tæpt ár höfum við reynt að halda vikulega fundi í Hlaðvarp- anum og hefur það tekist í u.þ.b. helmingi tilfella, svo lengi sem við tökum ekki plássið frá leikæfmgum, fermingarveislum, blómasalafundum og öðrum mikilvægari málefnum. Við höfum boðist til að rýma jólakúlugeymsluna í risinu og einangra loftið til fundaaðstöðu fyrir félög sem okkar, það er að segja ungar konur sem langar til að hittast svo hægt sé að framkvæma hlutina, jafn- framt erum við búnar að bjóða borgun fyrir fundaaðstöðu. Já, við erum sárar og bitrar.Við teljum okkur hafa fullan rétt til þess, sem eina feminíska félagið á Islandi, að fá svo lítið sem fundaaðstöðu í Hlaðvarpanum. Við höfum einnig reynt að sækja um að kaupa hlutabréf í Hlaðvarpanum en það hefur ekki gengið, þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir. Illa hefur gengið að fá skýr svör frá Hlaðvarpan- um varðandi þessi málefni. I versta falli má líkja því við skrifræði stórfyrirtækis, þar sem einn kallar á annan til svara, en í besta falli til rekstrarörðugleika og peningaskorts. Við köllum á skýra forgangsröðun sem sameinar lntgsjón og peningapraksís, í stað þess að markaðslögmálin fái að tröllríða upphaflegri feminískri hugmyndastefnu Hlaðvarpans. Eru eigend- ur hlutabréfa Hlaðvarpans sammála þessari þróun? Voru þessi hlutabréf keypt á sínum tíma, og Hlaðvarpanum bjargað frá nið- urrifi, til þess eins að seinna meir rnyndi þar þróast hefðbundinn arðbær atvinnurekstur? Bríet skorar á nýja stjórn Hlaðvarpans að gera eittlivað í málunum! Nútíminn er engin afsökun! KitchenAid mest selda heimílisvélin í 60 ár! • 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu, rauðu, gulu eða grænu. Fjöldi aukaliluta íslensk handbók með uppskriftum fylgir Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðum nöfnum sínum og brúðkaupsdegi. Þú gefur ekki gagnlegri gjöf! KitchenAid einkaumboð á íslandi Einar Farestveit &Co.hf. BORGARTÚN 28 - S: 562 2900 & 562 2901 á óskalista brúðhjónanna! VER A • 33

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.