Vera


Vera - 01.06.2000, Qupperneq 33

Vera - 01.06.2000, Qupperneq 33
B B I E X. f é I ag u n g r a F F M I N I S I 4 Gamlar Rauðsokkur Tvær félagskonur í Bríeti eru með í bígerð að gera heim- ildamynd um Rauðsokkahreyfmguna og vilja hér með aug- lýsa eftir efni sem gæti hjálpað við gerð myndarinnar. For- vitin rauð, blaðaúrklippur, myndir, kvikmyndatökur, viðtöl, útvarpsþættir, frásagnir, styrkir, fundabækur, minningar, með öðrum orðum: Allt er vel þegið. Vinsamlegast haftð samband við Hildi Fjólu í síma 698 0895 eða Ólafiu í síma 699 7918.Takk fyrir! Píkutorfan Verið er að þýða sænsku bókina Fittstim á íslensku. Bókin hefur vakið gífurlega athygli á hinum Norðurlöndunum og tími til kominn að skoða innihald hennar í íslensku samhengi. Bókin er samansafn greina eftir unga, sænska feminista sem vilja láta í sér heyra. Þar er allt að finna sem ungir feministar telja sér viðkomandi. Já, allt. Kynfræðsla í skólum, kröfur kvennleikans, kynferðisleg áreitni, kyn- þroskaskeiðið, kvenaíþróttir, mömmur, lesbíur, húmor, vinkonur, druslur og mikið meira. Bríeturnar Hugrún R. Hjaltadóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir munu hamast sveittar yfir þessu í sumar svo bókin geti konið út fyrir jólin. Þess má geta að Forlagið mun gefa bókina út. Bríet mun skrifa inngang að bókinni og þar munu koma fram hug- myndir okkar um ýmis málefni sem okkur finnst skipta máli í íslensku samhengi við bókina. Ennfremur verður bætt við greinum úr íslenskum veruleika og gaman verður að sjá útkomuna. Frá okkar bæjardyrum séð hefur stjórn Hlaðvarpans á undan- förnum árum séð til þess að sú hugsjón sem í upphafi var lagt af stað með fái ekkert pláss lengur og erum við í Bríeti til vitnis um það. í tæpt ár höfum við reynt að halda vikulega fundi í Hlaðvarp- anum og hefur það tekist í u.þ.b. helmingi tilfella, svo lengi sem við tökum ekki plássið frá leikæfmgum, fermingarveislum, blómasalafundum og öðrum mikilvægari málefnum. Við höfum boðist til að rýma jólakúlugeymsluna í risinu og einangra loftið til fundaaðstöðu fyrir félög sem okkar, það er að segja ungar konur sem langar til að hittast svo hægt sé að framkvæma hlutina, jafn- framt erum við búnar að bjóða borgun fyrir fundaaðstöðu. Já, við erum sárar og bitrar.Við teljum okkur hafa fullan rétt til þess, sem eina feminíska félagið á Islandi, að fá svo lítið sem fundaaðstöðu í Hlaðvarpanum. Við höfum einnig reynt að sækja um að kaupa hlutabréf í Hlaðvarpanum en það hefur ekki gengið, þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir. Illa hefur gengið að fá skýr svör frá Hlaðvarpan- um varðandi þessi málefni. I versta falli má líkja því við skrifræði stórfyrirtækis, þar sem einn kallar á annan til svara, en í besta falli til rekstrarörðugleika og peningaskorts. Við köllum á skýra forgangsröðun sem sameinar lntgsjón og peningapraksís, í stað þess að markaðslögmálin fái að tröllríða upphaflegri feminískri hugmyndastefnu Hlaðvarpans. Eru eigend- ur hlutabréfa Hlaðvarpans sammála þessari þróun? Voru þessi hlutabréf keypt á sínum tíma, og Hlaðvarpanum bjargað frá nið- urrifi, til þess eins að seinna meir rnyndi þar þróast hefðbundinn arðbær atvinnurekstur? Bríet skorar á nýja stjórn Hlaðvarpans að gera eittlivað í málunum! Nútíminn er engin afsökun! KitchenAid mest selda heimílisvélin í 60 ár! • 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu, rauðu, gulu eða grænu. Fjöldi aukaliluta íslensk handbók með uppskriftum fylgir Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðum nöfnum sínum og brúðkaupsdegi. Þú gefur ekki gagnlegri gjöf! KitchenAid einkaumboð á íslandi Einar Farestveit &Co.hf. BORGARTÚN 28 - S: 562 2900 & 562 2901 á óskalista brúðhjónanna! VER A • 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.