Vera - 01.06.2000, Side 37

Vera - 01.06.2000, Side 37
 r ; ’-t l'- m * Ó/öf í náttúruskobunarferb ásamt dætrum sínum Veru og. Láru Þórbardœtrum. fann fyrir miklum stuðningi á Náttúru- verndarþingi þar sem ríkti samhugur og ánægja með störf ráðsins. Eftir að ég ákvað að hætta formennsku var óskað eftir því að ég gæfi kost á mér í stjórn Umhverfis- verndarsamtaka íslands undir forystu Steingríms Hermannssonar og Vigdísar Finnbogadóttur. Mér finnst rnjög ánægju- legt að geta haldið áfram að vinna að um- hverfismálum á þeim vettvangi." * kosningunum 1999 var Olöf í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, næst eftir Kristni H. Gunnarssyni. Hún segist hafa látið Framsóknarmenn á Vest- fjörðum vita að hún gæfi kost á ser ei'þeir hefðu áhuga á að nýta krafta hennar og þvi var tekið fagnandi af þeim sem þekktu hana. En Vestfirðir eru dreift svæði og frá einu svæði bárust þau skilaboð að komið væri nóg af sendingum að sunnan. „Þetta var merkileg upplifun fyrir við mig.Vestfirðinginn, sem finnst ég oft fram- andi í Reykjavík. Eg hef rnjög sterkar taug- ar til Vestfjarða og sveitarinnar minnar og hefur oft fundist dapurlegt þegar ungt fólk fer að heiman til mennta og skilar sér aldrei aftur í byggðina sína. Við eigum enn hálfa Núpsjörðina og mig langaði að leggja mitt af mörkum ef fólkið fyrir vestan gæti hugsað sér mig sem fulltrúa sinn í Reykja- vík. Ég skrifaði því öllu framsóknarfólki á Vestfjörðum bréf þar sem ég sagði frá sjálfri mér og mínum vestfirska bakgrunni. Síðan hef ég ekki heyrt talað um sendingu að sunnan. Eftir að búið var að ganga frá lista þar sem ég var í öðru sæti tók kosn- ingabaráttan við. Hún tók mánuð og á þeim tíma fórum við um alla Vestfirði og héldum fjölmarga sameiginlega fundi með öðrum frambjóðendum. Mér fannst þetta skemmtileg lífsreynsla og kynntist mörgu frábæru fólki. Nú er ég varaþingmaður en hef ekki enn verið kölluð á þing,“ segir Olöf og glottir svolítið eins og óþæg stelpa sem hefur grun um að hún sé ekki velkom- in á yfirráðasvæði strákanna með sín nátt- úruverndarsjónarmið. snúum okkur nú að dómsmálinu sem olli svo miklum deilum í sam- félaginu sl. haust, sérstaklega eftir að Olöf hafði tjáð sig um það á opinskáan hátt í Morgunblaðinu. Olöf þekkti málið vel, hafði fylgst með því frá upphafi þar sem stúlkan sem kærði föður sinn er systur- dóttir hennar. Hún segir að engan hafi órað fyrir því hver niðurstaða málsins varð í Hæstarétti, það hafi komið flestum í opna skjöldu. „Þegar ég las dómsniðurstöðuna gekk svo fram af mér og ég hugsaði: ef ég vil hafa áhrif í þjóðfélaginu þá er það einmitt á svona stundum sem maður á að láta heyra til sín. Það er ekki hægt að sitja þegj- andi hjá og taka ekki afstöðu. Ég ákvað því að skrifa grein í Morgunblaðið og vekja at- hygli á málinu um leið og ég vildi styðja frænku mína sem var auðvitað niðurbrot- in. Nóg var búið að gera til að niðurlægja hana og ekki var á bætandi. Ég hef oft undrað mig á því hvað þeir sem minna mega sín hér á landi eiga erfitt uppdráttar. Staða þeirra virðist svo veik og ótrúlega litlir möguleikar til að koma fram og rétta sitt mál.Við búum í litlu þjóðfélagi þar sem alls kyns hagsmunatengsl ráða og það er eins og þeir sem minna mega sín verði mikið meira undir í baráttunni held- ur en ég kynntist t.d. í dönsku þjóðfélagi. Ef maður er á annað borð undir í íslensku þjóðfélagi þá verður maður aldeilis undir. Þeim sem hafa auð og völd er hins vegar óspart hossað á kostnað hinna sem virðast eiga færri og færri málsvara." Olöf segist ekki hafa séð fyrir þau við- brögð sem grein hennar vakti og það sem fylgdi í kjölfarið. Viðbrögðin voru miklu sterkari en hana hafði órað fyrir, síminn heirna hjá henni stoppaði nánast ekki í tvo mánuði. Alls konar fólk hringdi til að styðja hana, bæði lögfrótt fólk og leik- menn, fólk sem hún þekkti fæst. Eftir að blaðaskrif og önnur viðbrögð komu fram skrifaði hún aftur og urðu greinar hennar um málið alls fjórar. „Það var yfirgengilegt hvernig unnið var að þessu máli og hvernig lögfræðingur ákærða hegðaði sér eftir að dómur var fall- Það var yfirgcngilcgt hvernig unnið var að þcssu máli og hvernig lögfræðingur ákærða hegðaði sér eftir að dómur var fallinn, t.d. hvernig hann leyfði sér að svívirða dómara sem voru honum ekki sammála. Öll framganga hans í málinu var honum og stétt hans til skammar. VERA • 37

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.