Vera


Vera - 01.06.2000, Qupperneq 40

Vera - 01.06.2000, Qupperneq 40
A N D B E A. J Q N S D Q I I I& S K B. E A Þrjár Nínur Bjarkir í fyrra fékk ég senda kilju í umslagi sem var með póststimpli Keflavikur. Sendanda láðist að geta nafns sins, þanmg að mér er enn hulin ráðgáta hver sendi mér Under det rosa tácket eftir sænsku blaðakonuna og femínistaspekúlantinn Ninu Björk, sem ég vissi hvorki haus né sporð á... svona erum við í poppinu illa að okkur... ég hélt auðvitað að hér væri komin sænsk þýðing á verki eftir okkar nú nýlátna skáld og rithöfund. Við nánari athugun kom í Ijós að svo gat ekki verið, þannig að beinast lá við að spyrja Dagnýju Krístjáns um þessa konu með þetta islenska nafn, og í stuttu máli fékk ég þær upplýsingar að þessi sænska Nina Björk væri ,,kúlasti“ nútímafeminístinn i Skandinavíu... eða a.m.k. í Sviþjóð. En það er ekki hún sem ég ætla að skrifa um hér, heldur ein enn Nína Björkin. Elíasson er hin síðast nefnda Nína Björk, fædd og uppalin á íslandi, fór 1968 til Dan- merkur í framhaldsnám í tónlist við Det rytmiske musikkonservatorium, en hér heima hafði hún verið í píanónámi. Nína Björk Elías- son hefur verið tónlistar- kennari í mörg ár í Dan- mörku, aðallega í raddbeit- ingu og líka talkennslu, en hefur meðfram verið að semja lög og flytja þau með fáeinum félögum á ýmsum kúltúrstöðum. Tónlist hennar er einskonar blanda af þjóðlaga-, vísna- og kabarethefð, djassi og poppi; norræn heimstónlist er hún nefnd á upplýsinga- blaði sem fylgdi geisladiski hljómsveitar Nínu Bjarkar sem kom út í fyrra. Klakki heitir hljómsveitin og er búin að vera starfandi í sjö ár; fyrsti (fyrri...) geisladiskurinn, Sortner du sky kom út 1995 og fékk flna dóma í Skandinavíu og Mogganum; inniheldur lög við ljóð danskra og íslenskra skálda; sá nýi nefnist I kjól úr vatni sem er hending úr Fæðingu máfsins eftir Sjón en öll ljóðin á þessum diski eru eftir íslenska höfunda: Sjón á eitt í tvennu lagi, Steinunn Sig- urðardóttir á tvö, Sigurður Pálsson þrjú, Linda Vilhjálmsdóttir fjögur og Nína Björk Árnadótt- ir fimm. Nína Björk Elíasson samdi tíu laganna við ljóðin, Hasse Poulsen gítarleikari fimm og ásláttarleikarinn Martin Berghöj eitt. Þeir hafa verið í Klakka frá upphafi... a.m.k. Hasse, en nýrri liðsmaður er Olav Gudnason kontrabassa- leikari, fæddur og uppalinn í Danmörku en er íslenskur í móðurætt. Tveir gestaleikarar eru á disknum, víbrafónleikarinn Thomas Sandberg og Norðmaðurinn Iver Kleive, frábær við kirkjuorgelið, en diskurinn er að mestu hljóðritaður í Havnelev-kirkju á þrem dögum fyrir tveim árum. Þetta er svakalega vel spilandi fólk og örugglega gam- an að vera á hljómleikum hjá því þar sem mann grunar að spuninn vefjist ekki fyrir því: beint á Jómfrúna með Klakka eða/og á Næsta bar, þar sem ég hitti Nínu Björk Elíasson (NBE) í vor, eftir ábend- ingu frá Jensi Kr. Guð... ég hafði nefnilega ekki hugmynd um til- vist hennar frekar en hinnar sænsku nöfnu hennar. NBE hefur sinnt meiru en tónlistinni á sinni ævi; á þrjár dætur og sú elsta, Sigrún Guðbrandsdóttir, hannaði bráðflottar umbúðirnar um I kjól úr vatni; allar eru þær í tónlist og þær eldri, Sigrún og Hanna, hafa báðar verið í hljómsveitum. Nína Björk segist ekki alltaf syngja texta heldur nota röddina sem hljóðfæri og hún treður stundum upp með einum hljóðfæra- leikara. Á döfinni hjá henni er að músisera með klassískt mennt- uðum konum og semja fyrir píanó, flautu og selló... Ekki segist hún hlusta mikið á heimstónlist, hins vegar t.d. konur eins og Björk og færeysku söng- og leikkonuna Anniku Höjdal sem býr í Danmörku. Annars er NBE lítillætið uppmálað í sambandi við eig- inn feril, vill greinilega láta tónlistina tala; I kjól úr vatni á að vera hægt að ná í hjá Japis eða á netinu hjá færeyska útgáfufyrirtækinu Tutl sem tónlistarmaðurinn Kristian Blak rekur (minnir mig): tutl@post.olivant.fo Öll ljóðin á I kjól úr vatni fylgja með í diskbæklingi og ekki bara á frummálinu heldur í dönskum og enskum þýðingum Mette Famö og Sverris Hólmarssonar. Þessi útgáfa öll er virkilega listræn hvar sem á hana er litið og ef einhver er svo smekkleg- ur að vilja fá Nínu Björk og félaga til lands- ins er bókunarsíminn: 00 45 39 643 626. 40 • VERA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.