Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 54

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 54
A L!Ð L!R i k r a f t i k v e n n a hvernig og hvort þörf sé fyrir fyrirtækið, geta tekið hlutlaust mat, tekið sjálfa sig að- eins út fyrir og horft á hugmyndina án þess að binda það tilfmningum. Við reynum að auka hæfni þeirra og þekkingu. Auðvitað kemur hitt með, það fylgir. Ef þú hefur virkilegt vit á einhverju og veist um hvað þú ert að tala þá ertu öruggari með þig. Konur gera meiri kröfur til sín um þekk- inguna en karlar, vilja t.d. skilja hvað það er að greiða launatengd gjöld á meðan körl- um finnst nóg að skilja hugmyndina að fyrirtækinu.” Þetta er ekki fyrsta svona námskeiðið sem haldið er um stofnun fyrirtœkja og fyrirtœkjarekstur, hvað skilur þetta frá? „AUÐAR verkefnið er að auka hæfni fjölda kvenna á öllum aldri og þá sérstak- lega tel ég að vinnan með stúlkunum muni skila okkur virkilegum árangri tii iangs tíma iitið. Við ætlum að fylgjast með þró- un og afdrifum þeirra sem taka þátt í FrumkvöðlaAUÐI og ekki síður Framtíð- arAUÐI. Markmiðið er að fjölga fyrirtækj- um í eigu kvenna, að auka hagvöxt og að meira fjármagni verði veitt til fyrirtækja kvenna.” Netvæðing íslands Þórhalla Sigmarsdóttir byrjaði í viðskiptum fyrir tilviljun. Hún hafði saumað sér poka til þess að þvo í viðkvæman þvott. Þegar hún þurfti að safna sér fyrir ferð til Ítalíu með Kvennakór Reykjavíkur fór hún að selja hinum konunum í kórnum þessar Þvottaskjóður, eins og hún kallar þær. Það gekk svo vel að til varð hugmyndin um að selja þessa poka í búðir. Nú er Þórhalla löngu hætt að anna eftirspurninni og hefur fengið móður sína sér til aðstoðar við framleiðsluna. Þórhalla er nýbyrjuð í 80% vinnu á auglýs- ingastofu en hún hefur fleiri járn í eldin- um. Fyrir nokkrum árum hóf hún samstarf við Hrafnhildi Njálsdóttur. Þær kynntust í gegnum rekstur hvor síns fyrirtækis. Hrafnhildur er eigandi Jurtagulls sem framleiðir krem og sápu úr náttúrulegum íslenskum efnum. Hrafnhildi var boðið að taka þátt í námskeiðinu FrumkvöðlaAUÐ- UR. Hún bauð Þórhöllu með sér og nú eru þær komnar af stað með nýja hugmynd. Þær ætla að netvæða Island. Hér er þó ekki átt við þá netvæðingu sem mest er rætt um nú til dags. Nei, þær stöllur ætla að inn- kaupanetvæða Island. En hvaðan kom hugmyndin að netvœðingunni? „Hrafnhildur hafði kynnst þessari vöru í Bandaríkjunum. I fyrrahaust pantaði ég svona net og kynnti þau svo á Handverks- og smáiðnaðarsýningunni í Eyjafirði. Þar seldi ég mjög vel af þessu neti,“ segir Þór- halla og sýnir hversu handhægur pokinn er. „Þegar ég kem heim með netið, tæmi ég það og sting því ofan í vasann á tösk- unni minni. Þetta er spurning um breyttan hugsunarhátt og fyrsta skrefið í átt að um- hverfisvænni siðum. Meðalfjöfskyldan eyðir 5.000 krónum á ári í burðarpoka. Plastpokarnir eru eins og hvert annað rusl Hrafnhildur Njálsdóttir og Þórhalla Sigmarsdóttir með innkaupanetið sem þær vilja að íslendingar noti í staðinn fyrir plastpokana. og sjálf vil ég heldur verja peningunum í annað,“ segir Þórhalla. Bæði Þórhalla og Hrafnhildur hafa reynslu af rekstri enda hafa þær rekið fyrir- tæki sín í um fimm ár. Lærðu þær eitthvað nýtt á FrumkvöðlaAUÐI? Þórhalla svarar því játandi og segir að meðal þess sem þær hafi lært á námskeið- inu hafi verið að sjá hlutina frá nýjum hlið- um. „Við lærðum að horfa út fyrir rammann," segir hún og bætir við að þær hafi verið hvattar til að hugsa stórt án þess þó að sleppa varkárninni. „Leiðbeinend- urnir brýndu okkur í að horfa á hlutina í stærra samhengi og vera aðeins frakkari þó auðvitað væri líka brýnt fyrir okkur að vera varkárar og vaða ekki út í neina vitleysu. Þetta námskeið var hvatning til að hugsa stærra. Við getum gert miklu meira en við höfum verið að gera.“ A það kannski við um konur almennt? „Eg er alveg sannfærð um það. Allt of margar konur sætta sig við of lítið. Ég var komin með samning um að selja Þvotta- skjóðuna við Nótatún, Hagkaup og Ný- kaup og fannst það bara fínt. En maður á ekki að láta staðar numið. Hver vara hefur sinn líftíma og það kemur að ákveðinni stöðnun. Aður en að því kemur verður maður bara að vera búinn að skapa eitt- hvað nýtt.“ Það hafa þær Þórhalla og Hrafnhildur gert og við óskum þeim góðs gengis við að netvæða Island. 54 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.