Vera - 01.06.2000, Side 60

Vera - 01.06.2000, Side 60
U N G II Q L -Q-8- Þjónusta um getnaðarvarnir fyrir ungt fólk. Tegund þjónustu. Upplýsingar um kynlíf, kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og barneignir 86- -92% Rannsóknir á kynsjúkdómum 85% Þungunarpróf 79% Lyfseðil á pilluna 62% Neyðargetnaðarvörn 50% Þau sem vildu hafa þjónustuna í sérhús- næði voru flest frá Reykjavík. Þau vildu hafa slíka móttöku opna síðdegis eða að kvöldi til og þar ætti einkum að starfa ungt fólk, sálfræðingar og félagsráðgjafar. Þau sem vildu fremur hafa móttökuna á heilsu- gæslustöðvum völdu frekar hefðbundinn opnunartíma, frá 9-16, og þar ættu aðal- lega að starfa hjúkrunarfræðingar, læknar og félagsráðgjafar. Þarna koma fram við- horf um að heilsugæslan haldi sig við svip- að form og áður, en þjónusta í sérhúsnæði er greinilega meira miðuð við sérþarfir ungs fólks. Hvers konar þjónustu vill ungt fólk? Það hefur oft verið litið svo á að hraði í þjónustu skili miklum afköstum, en spurn- ing er hins vegar um gæði þeirrar þjón- ustu. Það kemur fram í þessari rannsókn að 97% ungs fólks lögðu áherslu á að fá næg- an tíma til að ræða málin. Auk þess lögðu 92% áherslu á þægilegan opnunartíma og 57% vildu geta gengið inn af götunni án þess að þurfa að panta tíma fyrirfram. Oft er það svo hjá ungu fólki að það getur reynst erfitt að fá frí í skólanum til að ná sér í getnaðarvörn hjá lækni eða til að fá greiningu á kynsjúkdómi, þar sem yfirleitt gilda strangar reglur um fjarvistir í fram- haldsskólum. Eins er það iðulega svo að ungt fólk gerir ekki ráðstafanir fram í tím- ann og á erfitt með að panta tíma hjá lækni með löngum fyrirvara. Þjónusta um getnaðarvarnir. Sérþarfir ungs fólks Virðing 99% Virk hlustun 99% Skilningur 99% Trúnaður 88% Oóður tími til að ræða málin 97% Þægilegur opnunartími 92% Móttakan nálægt þeim 81% Enginn kostnaður 63% Þurfa ekki að panta tíma 57% Ólíklegt að hitta foreldra 49% Það vekur athygli þegar rætt er við hópa af ungu fólki að heyra um það virðingarleysi sem þau upplifa í samfélaginu. Það birtist í ýmsum myndum, eins og að ekkert mark sé tekið á hugmyndum þeirra og að þetta tilverustig þeirra, unglingsárin, sé ekki við- urkennt í samfélaginu. Rannsóknin sýndi að það er ungu fólki mjög mikils virði að þeim sé sýnd virðing, skilningur og að hlustað sé á þau þannig að þeim geti liðið vel á meðan á viðtali um getnaðarvörn stendur og þau þori að spyrja spurninga. Hluti af góðri upplifun felst í umhverfinu og hvernig starfsfólkið kemur fram. Það voru 99% sem lögðu áherslu á vingjarn- lega og alúðlega framkomu og 88% að umhverfið væri notalegt. A móttöku um getnaðarvarnir vildi meirihluti (86-92%) ungs fólks geta rætt um kynlíf, kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og barneignir. Um 85% vildi eiga kost á því að fá greiningu á kynsjúkdómum, um 80% vill geta fengið þungunarpróf fram- kvæmt á staðnum og 62% geta fengið pill- una. Aðeins um helmingur vildi geta feng- ið neyðargetnaðarvörn, sem endurspeglast í því að 65% vissi ekki hvað neyðargetnað- arvörn væri. Það vekur athygli að aðeins um 45% vildi geta fengið smokka án end- urgjalds á slíkri móttöku en það er and- stætt reynslu ráðgjafa Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir í Hinu húsinu. Hver hvetur ungt fólk til að nota þjón- ustu um getnaðarvarnir? I ljós hefur komið í erlendum rann- sóknum að ungt fólk leitar seint til fagfólks til að fá fræðslu og ráðgjöf um öruggar getnaðarvarnir. Þetta tímabil sem líður er iðulega í kringum eitt ár, jafnvel lengur. Spurning er hvað hvetur ungt fólk til að leita eftir slíkri þjónustu. I Hinu húsinu hefur komið í ljós að þangað leita aðallega ungar stúlkur þegar neyðin er stærst, þ.e. þegar engin getnaðarvörn er notuð eða hún bregst og ótti er um þungun. Sam- kvæmt rannsókninni voru það einkum vinkonur (14%), móðir (13%) eða kærasti (11 %) sem hvöttu ungt fólk til að leita eft- ir þjónustu. Hins vegar voru aðeins tæp 2% sem sögðust hafa fengið hvatningu frá föð- ur. Einnig kom í Ijós að af þeim sem höfðu nýtt sér þjónustu um getnaðarvarnir liöfðu 61% farið einn/ein til læknis, 20% með foreldri, 11% með vini eða vinkonu, um 7% með kærasta eða kærustu og tæplega 2% farið með öðrum. I rannsókninni kom í ljós að 7 1 % vildu geta komið á móttök- una með öðrum. Þetta hlutfall er hærra meðal stúlkna (73,5%) en stráka (60%). Það er reynsla ráðgjafa FKB í Hinu húsinu að þangað koma ungar stúlkur mun oftar í fylgd með vinkonum sínum. Hvað er til ráða? Það er brýnt framtíðarverkefni í íslensku heilbrigðiskerfi að byggja upp þjónustu fyrir ungt fólk um fræðslu og ráðgjöf varð- andi getnaðarvarnir og um kynlíf og barn- eignir. Þróa þarf móttöku bæði innan og utan veggja heilsugæslunnar sem tekur mið af sérþörfum ungs fólks. Ungt fólk þarf að hafa val um þjónustu. Það hentar ekki öllum að leita á þá heilsugæslustöð sem foreldrarnir nota. Eins er það mikil- vægur þáttur að þjónustan sé innan veggja þeirrar stofnunar þar sem unga fólkið dvel- ur yfir daginn, þ.e. í framhaldsskólum. Það er mikilsverð leið til þess að auðvelda því aðgang að þjónustunni. 60 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.