Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 11

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 11
4 Hvort líturðu á þig sem femínista eða pro-femínista? Ja, hver er munurinn á því? Ég er femínisti í þeim skilningi að ég tel að konur eigi að njóta sömu tækifæra og sömu virðingar og karlar. I þau 30 ár sem ég hef verið kennari hef ég kappkostað að umgangast nemendur, hvort sem þau eru karlar eða konur, af virðingu. Ég tel það sérstakt virðingarleysi gagnvart konum í stjórnmálafræði að láta sem þeirra kyn sé ekki til. Maður þarf að temja sér fordómaleysi en það gerist ekki af sjálfu sér. Ég hef alltaf verið ákaflega forvitinn um kenningar, ætli það hafi ekki skipt mestu um það að ég hef kynnt mér femínisma og reynt að beita honum í mínum fræðum. Ég er þó ekki fæddur kvenfrelsis- sinni. Ef þú ferð um 10 ár aftur í tímann í mínum skrifum þá er lík- lega ekki fjallað mikið um konur þar. Hverjir eru jákvæðustu straumarnir í femínisma í dag? femínismi er ótrúlega frjó kenning en hann hefur ríka tilhneig- 'tgu til þess að vera sjálfhverfur. Jákvæðustu straumarnir ífemín- 'sma í stjórnmálafræði eru kenningar sem tengja saman umjöll- un um stöðu kvenna og almenna umfjöllun um stjórnmál, spurn- lnguna um vald. Hvernig valdið er og hvernig það eigi að vera og sjónarhorn femínisma notað til að skapa heildarmynd. Ég tel það frjótt að skoða kvennahreyfingar, skoða stöðu kvenna og valdið í h’mans rás. Þá sér maður hvaða þættir hafa áhrif á stöðu kvenna °g getur reynt að hamla gegn því sem heldur konum niðri og virkjað jákvæðu þættina. Eru karlar að komast inn á heimilið á meðan glerþakið bíð- ur kvenna á vinnustaðnum? Já. Áður fyrr vildu konur kannski varðveita ákveðin störf innan heimilisins en ég held að það sé lítil fyrirstaða í dag ef karlmaður viH elda mat, þvo eða sjá um börnin sín, konur meina þeim það sjaldnast. Hins vegar njóta konur sjaldan sannmælis á vinnu- markaði. Hvar þarf helst að taka til hendinni? Meginbaráttumálið finnst mér vera launamisréttið á vinnumark- aðinum. Leiðrétting á því er ekki sérstakt hagsmunamál kvenna heldur er það hagsmunamál þeirra sem vilja að við lifum í siðuðu samfélagi. Vinnumarkaðurinn er valdakerfi. Á (slandi ríkir karl veldi og það er ansi nakið því það stýrist mikið af geðþótta- Finnst þár halla á karlmenn á einhvern hátt í þjóðfélaginu? Nei, ekki á þann hátt að í gangi sé kerfi sem hallar á karlmenn. En þó má segja að karlmönnun sé þröngur stakkur skorinn. Ég hygg að konur lifi miklu fjölbreyttara og meira gefandi lífi en karlar. Með því á ég við að karlmenn, sérstaklega á íslandi, skilgreina sig allt of mikið útfrá verkum sínum. Mér þykja konur almennt séð hafa meiri skilning á inntaki til- verunnar. Við erum ekki bara hér til að lifa í einhverjum ytri veru- leika, heldur líka til þess að reyna að þroska okkur sem manneskj- ur, tengjast þeim sem eru í kringum okkur og sýna af okkur góð- vild. Ég held að karlar missi ákaflega oft sjónar á þessu og því reynist þeim margir hlutir erfiðir. Þegar áföll dynja yfir þá bjarga ekki launaseðillinn, jeppinn eða starfsframinn. Þá bjargar ekkert annað en fjölskyldan, vinirnir og það net sem við erum hluti af. Konur eru ræktunarsamari um mannleg gildi og mannleg sam- bönd. Nú er ég ekki að mæla á móti því að fólk standi sig í starfi, ég tel að fólk eigi að hafa metnað fyrir því sem það gerir, en þetta verður að haldast í hendur. Af hverju heldurðu að konur séu ræktunarsamari? Ætli þeirra hlutverk bjóði ekki upp á meira. Þær hafa náttúrulega líka verið settar í ákveðin hlutverk; að eignast börn og sinna heimilinu. Þetta stendur á mjög ríkum arfi. Það er t.d. mjög at- hyglisvert hvernig konur fóru að því að halda saman í kvenfélög- um og kvenréttindafélögum í gegnum kalda stríðið. Á meðan logaði karlaheimurinn í átökum um utanríkismál og deilum um Nató, deilum sem klufu þjóðina í fylkingar. í Kvenréttindafélag- inu voru konurnar t.d. allan tímann með kvótakerfi til að varð- veita jafnvægið þannig að allir stjórnmálaflokkar ættu hlut I stjórninni. Þeirra pólitíska og félagslega samstaða kom í gegn mörgum góðum málum. Heldurðu að ræktarsemin taki við af græðginni þegar karlar koma meira inn á heimilin? Já, ég held það. Ég held að það sé að gerast að talsverðu leyti og muni þróast í þá átt, einfaldlega vegna þess að þetta er skemmti- legt. Það er ekki fórn að sinna börnum og heimili og veita fjöl- skyldu sinni forgang I lífinu, því lífið er miklu áhugaverðara í tví- vídd heldur en í einvidd. Mér sýnist almennt í þjóðfélaginu, sér- staklega meðal ungs fólks, meiri áhersla á siðferðilegar spurning- þegar áföll dynja yfir þá bjarga ekki launaseðillinn, jeppinn eða starfsframinn. þá BJARGáR ekkert annað en fjölskyldan, vinirnir og það net sem við erum hluti af. konur ERU RÆKTUNARSAMARI UM MANNLEG GILDI OG MANNLEG SAMBÖND akvörðunum. Kerfið stjórnast ekki af reglum sem eru körlunum í hag heldur byggir karlveldið hér á kunningsskap og geðþótta- ákvörðunum. Jafnréttislögin bjóða upp á ýmsa möguleika en hið opinbera Verður að fylgja þeim eftir. Líta má til þess hvernig tekið er á sam- keppnismálum. Ef samkeppnislög eru brotin þá grípur Sam- keppnisstofnun inn í, eins og gerst hefur hjá olíufélögunum og fleiri aðilum. Við þurfum að meðhöndla þetta á sama hátt í jafn- rettislögunum, það er ekki nóg að hafa lög heldur þarf að vera virk eftirlitsskylda af hálfu hins opinbera til að fylgjast með hvernig að framkvæmd þeirra er staðið. Við eigum bara að með- höndla þetta eins og annað sem varðar leikreglur í þjóðfélaginu. hlúna er þörfin og tækifærin til að vinna í því. ar en áður var um það hvað gefi lífinu gildi. Það tengist því kannski að ungt fólk í dag lifir flóknara lífi en áður tíðkaðist því það á meira val. Meira val um vinnu sína, nám og hvar það viil búa. Þetta er eins og galdurinn við ástina. Eins og Bítlarnir sögðu: „The love you take is equal to the love you make." Gagnkvæm virðing og ræktunarsemi skiptir öllu máli og forgangsröðun verður að vera í lagi. Þetta er gagnkvæmni þar sem andstæður milli einstaklinga eru ekki til staðar. ( siðuðu þjóðfélagi takast hagsmunir heildarinnar og hagsmunir einstaklingsins ekki á, heldur er það gagnkvæmnin sem ræður ríkjum. Þar er í senn gert það sem rétt er og það sem er gott fyrir einstaklingana. vera / karlveran / 2. tbl. / 2003 / 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.