Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 36

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 36
/ ALÞINGISKOSNINGAR stjórnunarstörfum. Mér er það því hulin ráðgáta hvernig hægt er á 21. öldinni, með allri þeirri jafnréttislöggjöf sem lögfest hefur verið, að viðhalda þessu óréttlæti. Stundum er því borið við að það sé erfitt að fá konur til að taka að sér stjórnunarstörf. Þetta er rangt. Sjálf hef ég reynslu af því sem borgarstjóri í Reykjavík í tæp níu ár að það er auðveldara að ná árangri í því að jafna stöðu karla og kvenna en menn vilja vera láta. Til þess þarf hins vegar einbeittan pólitískan vilja, metnað og þrautseigju. Og til að árangurinn láti ekki á sér standa þurfa konur að standa jafnfætis körlum í stjórnmálum og stjórn- sýslu. Hjá Reykjavíkurborg hefur náðst umtalsverður árangur í því að fjölga konum í stjórnunarstörfum en þær voru 10% stjórn- enda árið 1994 en eru nú 50%. Borgin hefur á þessum tíma orðið eftirsóttur vinnustaður hæfileikaríkra og vel menntaðra kvenna sem hafa haft umtalsverð áhrif á þróun borgarinnar og sívaxandi þjónustu hennar. Það var m.a. fyrir atbeina þessara kvenna sem tókst að koma ákvæði í lögreglusamþykkt í Reykjavík sem bann- ar einkadans á nektarstöðum og fá það staðfest fyrir Hæstarétti. Til að ná árangri í jafnréttismálum á sviði stjórnmála þarf öflugar konur í stjórnsýslu sem geta fundið réttu leiðirnar til að málin nái fram að ganga. Klám eða klámvæðing, í þeirri grófu mynd sem hún tekur á sig í formi mansals, vændis og afskræmingar mannslíkamans, er atlaga gegn kynfrelsi kvenna og karla, gegn mannhelgi okkar allra. Það á því að vera viðvarandi verkefni að finna leiðir til að stemma stigu við þessu ofbeldi eins og öðru. Skilaboðin þurfa að vera skýr og rata inn í löggjöf og réttarkerfi. Ef ég fæ til þess umboð í vor er ég staðráðin í að nota öll tæki- færi sem gefast til að ná fram auknu jafnrétti kynjanna í störfum og launum á vegum ríkisins. Þau markmið sem við í Samfylking- unni setjum okkur eru: 1) Að hlutur kvenna í stjórnunarstöðum hjá ríkinu verði stór- aukinn. 2) Að kanna tafarlaust kynbundinn launamun hjá ríkinu og minnka hann um helming. 3) Að vinna gegn fátækt kvenna m.a. með hækkun skattleys- ismarka, auknum barnabótum og afkomutryggingu. Kynbundinn launamunur, fátækt kvenna og ofbeldi gegn kon- um er ekki náttúrulögmál frekar en verðbólgan. Allt eru þetta mannanna verk sem sveiflast í réttu hlutfalli við aðgerðir eða að- gerðaleysi stjórnvalda. Öllu þessu má halda í skefjum með sam- stilltu átaki og markvissum aðgerðum ef við þorum, viljum og getum. E I L U Upplifir þú streitu og álag? Þarftu að hlaða batteríin? Heilun virkar jafnt á líkama, sál og tilfinningalíf. Heilun gerir okkur kleift að vera í meira jafnvægi daglega og bætir þannig líðan okkar og gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við lífið. Lóa Kristjánsdóttir, ráðgjafi í heildrænni heilsu Klapparstíg 25-27, s. 824 6737 Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðisf lokki Spurningin sem VERA lagði fyrir mig er afar víðtæk og gæti gefið tilefni fyrir langa ritsmíð, en i þessu stutta svari vil ég leggja sér- staka áherslu á tvö mikilvæg atriði, bætta stöðu kvenna á vinnu- markaði og aukna vernd gegn ofbeldi og kynferðislegri misbeit- ingu. Jafnréttismál hafa verið ofarlega á baugi hjá núverandi rík- isstjórn, jafnréttisáætlun hefurverið sett og hennifylgt eftiráöll- um sviðum stjórnsýslunnar. Á mínum vettvangi má nefna að konur hafa verið skipaðar í lykilstöður, svo sem sýslumenn, hér- aðs- og Hæstaréttardómarar og forstöðumenn stofnana. Auk þess hefur verið lögð áhersla á fjölgun kvenna í lögreglunni. Brýnt er að halda áfram á sömu braut. Með nýjum fæðingarorlofslögum má segja að lagalegu jafn- rétti kynjanna sé endanlega náð. Þau gera ráð fyrir jöfnum rétti foreldra til þess að taka fæðingarorlof og styrkja án vafa stöðu kvenna á vinnumarkaði. Lögin stuðla að því að feður axli til jafns við konurábyrgð á uppeldi barna sinna og þær hafi því ekki síðra svigrúm til þess að sinna starfi sínu. Þó að lögin séu nú komin að fullu til framkvæmda eru þessi áhrif ekki komin að fullu fram. Munu þau án vafa stuðla að því að draga mun úr kynbundnum launamun á næstu árum. Mikilvægt er að þáttur kvenna í atvinnusköpun haldi áfram að aukast. Ljóst er að eftir því sem fleiri konur ná árangri í at- vinnurekstri og verða sýnilegri í stjórnunarstöðum, verður það öðrum konum hvatning. Árangur verkefna sem kostuð eru af at- vinnulífinu, eins og t.d. Auður í krafti kvenna, er einstaklega ánægjulegur og sýnir að fjöldi kvenna hefur fullan hug á að finna kröftum sínum viðnám í áhættusömum og krefjandi atvinnu- rekstri. Tölur sýna að konur eiga um 18% af íslenskum fyrirtækj- um. Þetta hlutfall bendir til þess að margar hugmyndir um at- vinnurekstur eru vannýttar. Þessi staðreynd hefur því takmark- andi áhrif á hagvöxt og atvinnusköpun á íslandi. Sjálfstæðisflokk- urinn leggur áherslu á að þessi hlutföll séu höfð í huga við ákvarðanatöku og stefnumótun um stöðu frumkvöðla og ný- sköpun og þannig unnið að því að efla þátt kvenna í atvinnu- rekstri. (tíð minni sem dóms- og kirkjumálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á að fjalla um málefni sem tengjast kynferðislegri mis- notkun, ekki síst gagnvart konum. Má þar nefna viðamiklar rann- sóknir á vændi á fslandi og vinnu þverfaglegs starfshóps sem gerði tillögurtil úrbóta vegna kláms og vændis.Á síðasta vetri fór fram sameiginlegt átak á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum gegn mansali, sem fylgt var eftir með ráðstefnu hér á landi og út- gáfu rits til kynningar á vandamálinu og á þinginu var samþykkt sérstakt refsiákvæði gegn mansali. Það er að mínum dómi eitt mikilvægasta málið til þess að bæta stöðu kvenna að sporna við kynferðislegu ofbeldi. Sjálfstæðisflokkurinn mun vinna áfram að því markmiði að bæta enn frekar réttarstöðu kvenna i þessum efnum. Þættir sem ég vil sérstaklega nefna er endurskoðun ým- issa ákvæða hegningarlaganna sem snúa að kynferðislegu of- beldi, en á liðnu þingi gekk í gegn frumvarp sem fól í sér þyngri refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Jafnframt er ástæða til þess að vinna að því áfram að bæta rannsóknir slíkra mála og meðferð þeirra í dómskerfinu. Þótt margt sé hér til fyrirmyndar hvað þessa þætti varðar, svo sem með tilkomu Neyðarmóttöku vegna nauðgana, er margt sem má betur fara. Jafnframt hef ég sem ráðherra stutt undirbúning að sérstakri móttöku á Landspít- alanum fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis með fjármögnun lög- fræðiaðstoðar og er mikilvægt að það verkefni verði að veruleika sem fyrst. X 36 / alþingiskosningar / 2. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.