Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 35

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 35
þörfum sem metnar eru til hækkunar launa, en konur virðast ekki fá sambærilega meðferð atvinnurekenda. Annað hvort vegna Þess að þær sækja ekki þennan rétt sinn eða þeim er ekki boðið UPP á slíkt í sama mæli og körlum. Allt bendir til þess að gagnsæ- 'r kjarasamningar, sem gerðir eru á félagslegum grunni, geti snú- ið ofan af þessari öfugþróun. Fjölskyldustefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gerir ráð fyrir styttingu vinnuvikunnar, hækkun barnabóta og okeypis leikskólum. Við teljum aðgerðir á borð við þessar vera til Þess fallnar að rétta hlut kvenna, bæði hvað varðar efnahagslegt sjálfstæði og féiagslegt öryggi. Við viljum hefja gildi raunveru- iegra lifsgæða til vegs og stuðla að hugarfarsbreytingu í þeim efnum. Stjórnvöld á hverjum tíma geta sannarlega hvatt til slíkra breytinga og við sjáum fyrir okkur að gerð verði sérstök fram- kvæmdaáætlun í þessum efnum í upphafi næsta kjörtímabils. ^að er allt of algengt að stjórnmálamenn lofi öllu fögru fyrir kosningar og komist upp með það, þar sem lítið erfylgst með þvi hvemig þeir efna öll loforðin. Vg vill að hver ný ríkisstjórn hafi að- hald frá almenningi og öflugum félagasamtökum. Þess vegna höfum við flutt tillögur um bætt starfsumhverfi fyrir kvenna- hreyfinguna og aðra hópa sem vinna að jafnari stöðu kynjanna á íslandi. Það verði m.a. gert með þvi að stofnaður verði sjóður með lið á fjárlögum i þeim tilgangi að styrkja hvers konar starf fé- lagasamtaka, hópa og einstaklinga sem miðað getur að jafnari stöðu kynjanna. Hluta sjóðsins verði varið til þess að tryggja þátt- töku sömu hópa i alþjóðlegu starfi. Þá viljum við að formleg tengsl verði mynduð milli einstakra ráðuneyta og þeirra sam- taka, hópa og einstaklinga sem innan starfssviðs hvers ráðuneyt- is vinna að jafnari stöðu kynjanna á hverjum tíma. Að lokum vil ég nefna hér hugmyndir okkar um að unnið verði skipulega gegn hvers konar ofbeldi sem konur í samfélag- 'nu verða að þola. Það er okkar bjargfasta trú að staða kvenna í samfélaginu myndi breytast talsvert takist að útrýma þvi and- lega og likamlega ofbeldi sem konur eru beittar. ( því sambandi höfum við lagt til að vændi verði skilgreint sem kynferðisofbeldi °g leggjum til að refsiábyrgðin verði færð af herðum þeirra sem stunda vændi yfir á herðar vændiskaupandans. Við erum einnig að undirbúa frumvarp til laga sem heimilar lögreglu að fjarlægja ofbeldismann af heimili, í stað þess að vísa fórnarlömbum of- beldisins út af eigin heimilum og færa í kvennaathvarf. Þetta telj- urn við að myndi geta breytt viðhorfum samfélagsins til heimilis- ofbeldis. Fyrir utan það sem hér hefur verið upp talið, má nefna skyldu °kkar (slendinga til að halda augunum opnum gagnvart því mis- retti sem konur um allan heim eru beittar. Vg vill efla umræðu um áhrif stríðs og fátæktar á líf kvenna og barna í heiminum, auk Þess sem við teljum að auka þurfi þróunaraðstoð íslenska ríkis- lns- í því sambandi verður að huga að því hvernig aðstoðin nýtist konum sérstaklega. Allar aðgerðir stjórnvalda verður að skoða kynjasjónarmið í huga, aðeins þannig getum við vænst ár- angurs. Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum Leiðrétta launamun kynjanna hrýnast er að vinna gegn öllu því sem viðheldur kynbundnu launamisrétti. Launamunur kynjanna liggur meðal annars í alls kyns yfirborgunum og því er mikilvægt að launasamningar séu gagnsæirog launþegarvel upplýstirum launagreiðslurfyrirsam- bærileg störf. ( einkageiranum hafa einkasamningar tíðkast í miklu ríkara mæli en hjá hinu opinbera og það þarf að sporna við því. Hugsanlega mætti gera fyrirtækjum skylt að upplýsa um laun og kyngreina þær upplýsingar. Kynbundinn launamunur fer að vísu minnkandi en það er ennþá mjög langt í land að hann verði leiðréttur og ég geri mér ekki vonir um að það takist á einu kjörtímabili nú fremur en hing- að til, en það er mjög mikilvægt að vera vel á verði. 2. Samþætta jafnrétti öllum sviðum samfélagsins Æskilegt er að samþætta jafnrétti inn í menntun, atvinnustefnu osfrv. Það er mikilvægt að horfa með „kynjagleraugum" á allar ákvarðanir stjórnvalda. Hingað til hafa stjórnvöld sjaldnast velt því fyrir sér hvaða áhrif ákvarðanir þeirra um hvernig verja skuli skattfé borgaranna hafi á jafnrétti. Nýjasta dæmið um slíka „kynblindu" hérlendis er sex milljarða fjárveitingin til vegaframkvæmda. Þeirri upphæð er varið til atvinnuskapandi verkefna sem næstum eingöngu skapa karlastörf og þau kvennastörf sem skapast eru afleidd störf í þjónustugeiranum. Samþætta þarf fjárlagagerð og jafnrétti, það hefur verið nefnt kynjuð hagstjórn og verður eflaust öflugt hjálpartæki í bar- áttunni fyrir auknu jafnrétti kynjanna. 3. Vinna gegn klámvæðingu, vændi og ofbeldi Að mínum dómi er klám mælikvarði á siðferði þjóðar. íslending- ar eiga að hafna þvi að klámefni og vændi verði aðgengilegt. Bar- áttan gegn vændi og ofbeldi þarf að beinast í meira mæli að karl- mönnum sem gerendum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfylkingu Töluvert hefur áunnist í réttindamálum kvenna á undanförnum áratugum og á flestum sviðum hefur staða þeirra til jafns við karla verið tryggð í íslenskri löggjöf. En orðum þurfa að fylgja at- hafnir og ég tel að brýnasta verkefnið á næsta kjörtímabili sé að láta verkin tala. Ofbeldi gegn konum er enn of algengt, launa- munur kynjanna er enn of mikill, fátækt kvenna er enn meiri en karla, og tækifæri kvenna til starfsframa eru enn færri en karla. Þeir sem ráða för í ríkisstjórninni og kalla sjálfa sig athafnastjórn- málamenn, hafa ekki sýnt því sérstakan áhuga, hvorki í orði né á borði, að beita þeim tækjum sem ríkisvaldið ræður yfir til að breyta þessari stöðu. 7-10% fslendinga lifa undir fátæktarmörk- um og í þeim hópi eru konur tvöfalt fleiri en karlar. Þetta eru m.a einstæðar mæður og eldri konur sem hafa takmarkaðan lífeyris- rétt. Enginn veit hver launamunur kynjanna er hjá ríkinu því þar hafa menn aldrei haft svo lítið við að kanna hann. Sparnaður og óstjórn í heilbrigðiskerfinu kemur niður á konum sem eru í meiri- hluta þeirra sem starfa á stofnunum þess. Og svo þessi sláandi staðreynd að einungis 18,7% forstöðu- manna ríkisstofnana og ráðuneyta eru konur. Mér er spurn, hvernig hafa þeir farið að því að viðhalda þessari stöðu? Hvernig hafa þeir farið að því að sniðganga konur með þessum hætti? Við vitum að konur hafa á undanförnum árum verið fjölmennari en karlar ( háskólanámi, þær hafa unnvörpum útskrifast úr lang- skólanámi með láði og hafa margvíslega reynslu sem nýtist í ^ vera / alþingiskosningar / 2. tbl. / 2003 / 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.