Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 18

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 18
/HOLDAFARSDÓMSTÓLLINN bjóða upp á stór númer selja sín föt yf- irleitt dýrar en samsvarandi föt í al- mennu stærðunum. Fitubollunum er ýtt út á jaðar samfélagins og þær skulu sjálfar fá að borga fyrir græðgina og hömluleysið. Það hvort þú er stærð '4', '14' eða '24' verður þannig hluti af sjálfsmynd- inni. Oftar en ekki þýða staðlaðar stærðir það að rassinn er of stór, maginn of mikill, mittið ekki nógu grannt, mjaðmirnar of breiðar, brjóst- in of lítil eða lappirnar of stuttar til þess að við pössum í draumaflíkina. Þessum ágöllum hefur hinsvegar öll- um verið snúið upp á okkur sjálf. Föt- in eru fín, það eru líkamar okkar sem ekki eru í lagi og það er okkar að gera eitthvað í málunum. Megrun eða að- hald, líkamsrækt og silíkonaðgerð eru allt viðurkenndar leiðir til að móta lík- amann, og um leið sjálfsmyndina, að lega líkamsjafnvægi. Eftir að líkaminn hefur upplifað hungur eða skort hægir hann á brennslu til þess að komast aft- ur í fyrra ástand og safnar upp vara- forða til að bregðast við sambærilegum krísum. Vandinn er hinsvegar sá að hin náttúrulega kjörþyngd (set point) fer ekki endilega saman við hina menn- ingarlegu kjörþyngd, þ.e. kröfu í- myndaiðnaðarins um það hvernig eðli- legir og flottir líkamar eiga að líta út. Hinn grannvaxni, stælti líkami sem tískuheimurinn krefst og konur, ung- lingsstúlkur og nú í auknurn mæli karlar og strákar reyna að apa eftir, hefur lítið með góða heilsu að gera enda fer slíkur líkami illa saman við eðlilegt og heilbrigt líferni eða lifnað- arhætti dagsins í dag. Slíkur líkami er ekki eitthvað sem við eignumst fyrir- hafnarlaust heldur fjárfesting sem við verðum að vinna í. Mótun og „við- ÞÚ ÁTT EKKI AÐ GANGA AÐ SPEGLINUM OG SEGJA VIÐ SJÁLFA ÞIG: „HELVÍTI ER ÉG SÆT OG FLOTT," HELDUR KOMA AUGA Á ALLAR MISFELLURNAR SEM BÆTA ÞARF ÚR þeirri ímynd sem við sjálf og samfélag- ið þráum og dáum og hvarvetna blasa við. En fyrir konur er reglan einföld. Því minna pláss sem þú tekur í samfé- laginu, því minni númer sem þú notar, hvort sem um er að ræða föt eða skó, þess eftirsóttari og fullkomnari ert þú sem kona. í>að þykir því jafnan ali- nokkur ávinningur ef konur geta fært sig niður í fatastærð, og keypt sér númeri minna en þær áður þurftu. Að sama skapi gengisfellur þú sem kona og kynvera um leið og þú þarft að við- urkenna að gamla númerið er orðið of lítið og þú hefur þokast upp númera- stigann. Mótun og „viðhaid" hins granna, stælta líkama Fræðimenn hafa bent á að frá náttúr- unnar hendi hefur líkaminn ákveðið innra jafnvægi sem á ensku kallast „set point“. Raskist þetta innra jafnvægi á einhvern hátt, við annaðhvort þyngj- umst eða léttumst skyndilega, bregst fljótlega við með því að leita aftur í sama farið og herðir eða hægir á brennslu eftir því sem við á. ítrekaðir megrunarkúrar raska þessu náttúru- hald“ líkamans krefst bæði tíma og fjárútláta. Það að stunda líkamsrækt og vera í formi er boðorð dagsins í dag, þrátt fýrir að hreyfingarleysi og kyrr- staða sé það sem flestir lifa við. Sífellt fleiri eyða deginum sitjandi fyrir fram- an tölvuna. Þegar farið er í innkaup eða önnur erindi kappkostar fólk að finna bílastæði nógu nálægt inngang- inum þannig að fjarlægðirnar sem þarf að ganga séu í lágmarki. Að vinnudegi loknum labbar það síðan út í bíl og keyrir heim. Hreyfing og líkamleg á- reynsla er því ekki partur af eðlilegri rútínu heldur eitthvað sem fólk gerir í frítíma sínum og þarf þá gjarnan að greiða fyrir. Daglega flykkist svo íjöldi fólks í líkamsræktarstöðvar þar sem ó- mældri orku og klukkutímum er eytt í að hjóla á hjólum sem ekki færast úr stað eða hlaupa í sömu sporunum eftir bretti sem snýst í sífellu. Eini tilgang- urinn með öllu saman er hreyfingin sjálf og það að brenna kalóríum. Ekki að komast frá einum stað til annars eða njóta hreins lofts og fagurs útsýnis. Fæstir hafa líklega mikla ánægju af þessu tilganslausa labbi eða hjóli. 91% kvenna ósáttar við líkama sinn Nútíma manneskjan stendur frammi fyrir tveimur illsættanlegum kröfunr. Annars vegar er gert út á okkur sem neytendur og í boði eru endalausar allsnægtir í mat og drykk. Mitt í þessu háborði neysluheimsins eigurn við síð- an að sýna þann aga og viljastyrk sem er nauðsynlegur til að viðhalda grönn- um og stæltum líkama. Þessi tvöfalda krafa hefur ef til vill komið harðast niður á konurn. Mæður og eiginkonur hafa lengst af borið ábyrgð á heilsu og holdarfari annarra fjölskyldumeðlima og því þurft að kaupa inn og elda „rétt.“ En unr leið á hin fullkomna kona að vera grönn, ung og falleg. Kvenleikinn krefst þess beinlínis að konan sé ósátt við líkama sinn (og til- búin að fjárfesta í því að betrumbæta hann). Þú átt ekki að ganga að speglin- um og segja við sjálfa þig: „Helvíti er ég sæt og flott,“ heldur koma auga á allar misfellurnar sem bæta þarf úr. 1 tengslum við sýninguna Óður til líkamans sem opnuð var í Reykjavík- urAkademíunni á menningarnótt 2002 var kynnt óformleg könnun sem nemendur Listaháskólans gerðu. 519 einstaklingar, karlar og konur frá 18 ára aldri, voru spurð um afstöðu sína til eigin líkama og í ljós kom að karlar voru yfirleitt sáttir við sitt. Drauma- jóninn og meðaljóninn höfðu sams- konar líkamsbyggingu. Báðir voru 180 cm á hæð og 80 kg. Það er hinsvegar sláandi að 91% kvennanna sem svör- uðu voru ósáttar við líkama sinn. Yfir- leitt vildu þær vera hærri, grennri og brjóstastærri. Draumagunnan var þannig ljóshærð, bláeygð og brjósta- stór, 170 cm á hæð og 62 kg. Meðal- gunnan var einnig ijóshærð og bláeygð en 3 cm lægri, með minni brjóst og 7 kg þyngri. Jafnvel landslið okkar í kvenlegri fegurð, keppendur í ungfrúarkeppn- um, uppfylla ekki að óbreyttu kröfuna um kvenlega fegurð. Áður en keppn- irnar geta farið fram þurfa þær að leggja á sig mikla vinnu og þjálfun til þess að „laga, breyta og bæta“ líkama sína. Að aflokinni slíkri þjálfun, þar sem þær hafa tamið líkamann og um leið ræktað með sér kvenleikannn, eru þær fyrst gjaldgengir fulitrúar kven- legrar fegurðar og verðugar fyrir- rnyndir fyrir okkur hinar. X 18 / holdafarsdómstóllinn / 2. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.