Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 6
/ ASKRIFANDINN
NAFN: HANNA JÓNSDÓTTIR
ALDUR: 59 ÁRA
STARF: LJÓSMÓÐIR
ÁHUGAMÁL: ÚTIVIST, FERÐALÖG, LESTUR GÓÐRA
BÓKA OG JAFNRÉTTISMÁL
HVE LENGI ÁSKRIFANDI: FRÁ UPPHAFI
HVERNIG FINNST ÞÉR VERA? MJÖG GOTT BLAÐ
Hanna útskrifaðist sem Ijósmóðir árið 1968 og vann fyrst á Land-
spítalanum en bjó síðan í Noregi í tvö ár og segist hafa tekið á
móti yfir 100 norskum börnum. Eftir að þau fluttu heim hefur
hún unnið á heilsugæslustöðvum bæði við mæðraskoðun og
ungbarnaeftirlit.
„Við höfum búið víða, ég hef t.d. verið heilsugæsluljósmóðir á
Selfossi, Akranesi og nú í Mosfellsbæ," segir Hanna. „Ég hef upp-
lifað miklar viðhorfsbreytingar varðandi fæðingar á þessum tíma
og finnst að þar hafi aukin menntun kvenna sitt að segja. Konur
líta meir á fæðingar sem eðlilegan hlut og vilja hafa meira um
þær að segja. Sem heilsugæsluljósmóðir starfa ég mjög sjálf-
stætt. Ég sé hverja konu 8-15 sinnum á meðgöngu, fylgist með
líðan hennar og veiti ráðgjöf. Eftir fæðingu fylgi ég konunni
gjarnan eftir í ungbarnaeftirliti. Þannig myndast oft góð og
langvarandi tengsl.
Hanna á tvö uppkomin börn og tvö barnabörn. Hún og mað-
ur hennar eru í 18 til 20 manna gönguhópi með vinum og vanda-
mönnum sem fer í viku gönguferð um hálendið á hverju ári. Hún
segir þau ekki í vandræðum með að finna nýja og spennandi
staði á öræfum Islands og verða aldrei leið á því að ferðast um
landið. Hún er líka ( Soroptimistaklúbbi en það eru alþjóðleg
samtök sem vinna að mannréttindum og stöðu kvenna um allan
heim. Hugmyndafræði klúbbsins fellur vel að skoðunum minum,
en „ég hika ekki við að segja að ég sé femínisti," segir Hanna. „Ég
er mjög áhugasöm um kvenréttindi, hugsa oft um þau frá
morgni til kvölds og tel mig meðvitaða um hvað mín mannrétt-
indi snúast. Mér finnst að ungu konurnar mættu taka sér virkilegt
tak í jafnréttismálunum og ekki sist launamálunum sem ganga
allt, allt of hægt. Með sama hraða tekur það 114 ár aðjafna launa-
muninn.
VERA er kjarngott fæði
Mér finnst VERA mjög gott blað. Það gerir kröfur til mín sem les-
anda því ég þarf að setjast niður og lesa, það er ekki nóg að
renna yfir blaðið eins og mörg önnur blöð. Ég þarf að rífa það í
mig eins og harðfisk, sem er kjarngott fæði eins og allir vita. Mér
finnst VERA besta blaðið og kann vel að meta þegar það tekur á
málum sem koma síðar í umræðu í þjóðfélaginu. Það sýnir að
VERA er á réttri leið."
Hanna segist hafa farið með blaðið á kaffistofuna í vinnunni
að loknum lestri og það vekji oft umræður. Hún segist lika ota
blaðinu að ungum konum, t.d. dóttur sinni sem hefur lokið námi
í mannfræði og er vakandi fyrir gagnrýnni hugsun. „Ég var með-
vituð um það þegar ég giftist að við skyldum deila verkunum. Við
fengum góðan tíma áður en börnin fæddust og gátum mótað
sambandið. Mér finnst það sýna að vel hafi tekist til þegar systur
mannsins míns segja að hann hljóti að vera besti eiginmaður i
heimi. Þegar bræður mínir segjast vorkenna honum að búa með
svona konu, veit ég líka að mér hefur orðið vel ágengt. Konur
sem bjóða mönnum sínum sömu þjónustu í sambúðinni og þeir
fengu heima hjá mömmu geta sjálfum sér um kennt að hafa lent
í þjónustustörfunum. Þetta getur tekið tíma en skilar sér margfalt
til þaka,” X
6 / áskrifandinn / 2. tbl. / 2003 / vera