Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 28

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 28
/ HOLDAFARSDÓMSTÓLLINN mælikvarða). Þrátt fyrir ungan aldur á hún heiðurinn af einni vinsælustu lýtaaðgerð í Bandaríkjunum um þessar mundir. Vegna aukinna vinsælda Brit- ney Spears og þeirrar ímyndar sem hún stendur fyrir eru unglingsstelpur í óða önn að láta laga á sér naflann. Þessi líkamspartur, sem áður fyrr fór ekki mikið fyrir, hefur nú orðið miðpunkt- ur líkama stelpna. Ástæðan er jú mjög einföld. Með hinni geysivinsælu maga- bola tísku, sem Britney Spears hrinti af stað, hefur naflinn fengið verðskuld- aða athygli. En tískan gerir sínar kröfur og nú er jafn saklaus líkamspartur og naflinn orðinn fórnarlamb lýtaað- gerða. Naflinn þarf nefnilega að bera vissan þokka, hann má hvorki vera of stór né of útstæður. Til þess að falla undir þessa ímynd eru stúlkur frá unga aldri því að láta lagfæra naflann til að geta gengið áhyggjulausar í magabol! Það er ógeðslegt að vera feit! En hvers vegna hræðumst við þetta? Hvað er í raun að því að ungar stelpur gangi í magabolum og g-streng ef þær vilja? Ég persónulega sé ekkert athuga- vert við það að hver og ein manneskja ákveði fýrir sig hvernig hún vill klæða sig. Við búum í lýðræðislegu samfélagi skoðunar að þessir valmöguleikar séu mjög takmarkaðir vegna félagslegs þrýstings sem allir unglingar mæta frá jafnöldrum sínum. Það eru mjög á- kveðnar skoðanir á því hvað fær hljómgrunn meðal unglinga og hvað ekki. I samfélagi sem er orðið sífellt lit- aðra af útlitsdýrkun og staðalímynd- um verða unglingar fyrir stöðugu á- reiti um það hvernig þau eigi að líta út. Viðmiðið um það hvenær manneskja telst nægilega „flott“ útlitslega verður sífellt óljósara. Viðmiðin í fjölmiðlun- um gefa hugmyndir um hvað telst eft- irsóknarvert. Á forsíðum tímarita, í tónlistarmyndböndum og á sjónvarps- skjánum sjáum við stöðugt flotta og fallega fólkið. Ekkert þeirra er með hrukku, þau eru tággrönn, með nátt- úrulegt útlit og kynþokkafullan lík- ama. Og ef þau eru ekki nægilega falleg þá skiptir það engu máli því nútíma- tæknin er ekki Iengi að kippa því í lag. Ekki alls fyrir löngu birtist viðtal við hina gullfallegu bresku leikkonu Kate Winslet þar sem hún var að gagnrýna tímaritið GQ. Winslet var forsíðu- stúlka blaðsins í febrúar sl. en þar sem hún þótti ekki alveg nægilega grönn var vaxtarlag hennar lagfært í tölvu- vinnslu. VEGNA AUKINNA VINSÆLDA BRITNEY SPEARS OG ÞEIRRAR ÍMYNDAR SEM HÚN STENDUR FYRIR ERU UNGLINGSSTELPUR í ÓÐA ÖNN AÐ LÁTA LAGA Á SÉR NAFLANN. til yngri og yngri hópa stelpna sem grípa til örþrifaráða til að standa undir ímyndinni. Mér þykir mjög sorglegt að heyra hve margar stúlkur þjást af átröskun og fyrirlíta það að verða „feit- ar“. Á sama tíma er skilgreiningin á því að vera „feit“ komin út fyrir öll mörk, samanber það að leikkona eins og Kate Winslet er álitin feit vegna þess að hún neitar að líta út eins og spýta. Þær líkamlegu breytingar sem eiga sér stað hjá unglingsstelpum á kyn- þroskaskeiðinu verður mörgum hin versta martröð. Á sama tíma og þær blóta því að fá kvenlegt vaxtarlag, grát- biðja þær um að fá almennileg brjóst. Margar grípa til þess ráðs að fara á getnaðarvarnarpilluna í von um að brjóstin stækki um eina skálastærð eða svo. Fjórtán ára gömul stelpa spurði mig mjög áhyggjufull að því um dag- inn hvort strákar myndu nokkurn tíma verða hrifnir af feitum stelpum. Ég var í mestum vandræðum með að svara þessari spurningu á sannfærandi hátt. Það var mér hulin ráðgáta hvern- ig mér ætti að takast að telja henni trú um að hún stæði ekki og félli með lík- amlegu útliti sínu. Á sama tíma og við fullorðna fólkið berjumst gegn hinni óraunhæfu lík- amsdýrkun í menningu okkar verða unglingarnir fyrir mestu áhrifunum. Höfundur vinnur með unglingum á veg- um íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur. X sem veitir okkur frelsi til að velja. Það sem hins vegar vekur áhyggjur mínar eru takmarkanir á þeim valmöguleik- um sem börn og unglingar standa frammi fyrir. Margir myndu eflaust hafna þessari staðhæfíngu minni og benda á að einmitt í dag höfum við ó- teljandi valmöguleika. Ég er þeirrar Á unglingsárunum, þegar sjálfs- myndin er hvað mest í mótun, verða unglingar fyrir stöðugu áreiti. Þær mikilvægu breytingar sem eiga sér stað á kynþroskaárunum eru ekki alltaf ánægjulegustu tímamót í lífi margra stelpna (og einnig stráka). Stöðug á- hersla á útlitsdýrkun kvenna nær orðið pu HITAVEITA SUÐURNESJA 28 / haus / 2. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.