Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 73
/FRÁ JAFNRÉTTISSTOFll
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra og yfirmaður jafnréttis-
mála á íslandi flutti ávarp við
opnun þingsins.
Steingrímur J. Sigfússon í
ræðustól.
Kristbjörg flytur erindi sitt
um sýn ungra femínista á
jafnrétti kynjanna.
( sal Ketilshússins, fremst sitja
aðalfyrirlesarar þingsins
Anne Havnor, Jorgen Lor-
entzen, Hólmfríður Anna
Baldursdóttir og Kristbjörg
Kristjánsdóttir.
Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða í
alla stefnumótun
Helga Jónsdóttir, sem starfar í ijármálaráðuneyti og er ann-
ar tveggja fulltrúa íslands í norrænum vinnuhópi um kynj-
aða fjárhagsáætlanagerð, fjallaði unt verkefni norræna
vinnuhópsins og íslenska fjárlagaumhverfið með tilliti til
kynjaðrar fjárhagsáætlanagerðar. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir alþingismaður og formaður nefndar um jafnrétti
kynja við opinbera stefnumótun sagði frá niðurstöðum
nefndarinnar, en hún skilaði skýrslu á haustdögum 2002.
Sigríður Elín Þórðardóttir félagsfræðingur á Byggðastofnun
flutti erindi sem liún kallaði „Eru hindranir á vegi kvenna í
atvinnurekstri?" en þar sagði hún frá niðurstöðum rann-
sóknar sinnar urn konur og atvinnurekstur. Hermann Sæ-
tnundsson ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytis ræddi um
samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í starfi ráðu-
neyta og Sigríður Vilhjálmsdóttir sérfræðingur á Hagstofu
íslands gerði grein fyrir mikilvægi tölfræði sem verkfæris við
samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða.
vinnumarkaðurinn - laun, áhrif, jafnréttisstefna
sveitarfélaga, byggðaþróun
Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri BHM gerði grein fyrir
launamálum kynjanna hjá ríkinu og áhrifum dreifstýrðs
launakerfis á kynbundinn launamun. Berglind Eva Ólafs-
dóttir starfsmatsráðgjafi hjá Sambandi íslenskra svcitarfé-
laga kynnti kynhlutlaust starfsmatskerfi sem tekið verður í
notkun hjá íslenskum sveitarfélögunr á næstunni. Erla
Hulda Halldórsdóttir gerði grein fyrir undirbúningi á
kvennagagnabanka sem væntanlega mun hafa þau áhrif að
konur með ýmiss konar sérfræðiþekkingu verði sýnilegri á
hinum ýrnsu sviðunt atvinnulífsins. Marsibil Sænrundsdótt-
lr formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar sagði frá
nýrri jafnréttisstefnu borgarinnar sem er mun víðtækari og
markvissari en fyrri áætlanir borgarinnar í jafnréttismálum
°8 Kjartan Ólafsson félagsfræðingur á Byggðarannsókna-
stofnun Islands kallaði erindi sitt „Kynleg byggðaþróun" en í
því velti hann vöngum yfir fólksflutningum frá landsbyggð
til höfuðborgarsvæðis, m.a. með tilliti til menntunar- og at-
vinnumöguleika.
Samskipti kynjanna - fjölskylduábyrgð, samvinna
kynjanna, kynbundið ofbeldi og klámvæðing
Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur á Jafnréttisstofu fjallaði
annars vegar um helstu verkefni og áherslur karlanefndar
Jafnréttisráðs og hins vegar um rannsókn sína á forsjárdóm-
um. Irma Erlingsdóttir forstöðumaður Rannsóknastofu í
kvennafræðum hafði framsögu um femínisma í nýrri hreyf-
ingu og gerði þar grein fyrir nýstofnuðu Femínistafélagi ís-
lands og umræðulistanum feministinn.is. Elísabet Þorgeirs-
dóttir ritstýra Veru fjallaði um kynbundið ofbeldi sem
leynist víða í samfélaginu í hinum margbreytilegustu mynd-
um og Guðmundur Oddur prófessor við Listaháskóla Is-
lands gerði klámvæðingu almenningsrýmisins, eins og hún
birtist í auglýsingum, að umfjöllunarefni út frá sjónarhorni
grafísks hönnuðar.
Að þingi loknu bauð félagsmálaráðherra til móttöku í Lista-
safni Akureyrar og þar á eftir bauð Akureyrarbær upp á
Uppistand unt jafnréttismál í Samkomuhúsinu.
Óhætt er að segja að Jafnréttisþingið hafi heppnast vel.
Þátttaka var góð, rúmlega 100 manns og þar á meðal noltk-
ur fjöldi stjórnenda samfélagsins; ráðherrar, alþingismenn
og stjórnendur sveitarfélaga - að ógleymdu görnlu og nýju
baráttufólki fyrir jafnrétti kynjanna. Þingið mun því von-
andi hafa tilætluð áhrif - að halda á lofti umræðu um stöðu
kynjanna með það fyrir augum að hún skili sér í aukinni
meðvitund og vilja til þess að bæta úr.
Þau sem vilja kynna sér erindin sem flutt voru á Jafn-
réttisþingi geta nálgast þau á vefsíðu Jafnréttisstofu
www.jafnretti.is X
KBR
vera / frá jafnréttisstofu / 2. tbl. / 2003 / 73