Vera - 01.04.2003, Síða 65
/ALÞINGISVAKTIN
ÞAÐ JÁKVÆÐA SEM GERST HEFUR Á UNDANFÖRN-
UM ÁRUM ER BYLTINGIN í MENNTUN KVENNA OG
HVERNIG ÞÆR SÆKJA FRAM í STJÓRNUNARSTÖÐ-
UR, ÞÓ VERULEGA VANTI Á EÐLILEGAN HLUT
ÞEIRRA Á ÞEIM VETTVANGI.
lag. Ætli fjöldi mála hjá mér endur-
spegli ekki minn mikla og Itrennandi
áhuga á að breyta þjóðfélaginu. Ég legg
því mikið upp úr því að undirbúa og
flytja þingmál, sem oft tekur auðvitað
mikinn tíma. En það er líka liður í að
koma því sent ég stend fyrir á framfæri
yið kjósendur og að þrýsta á unt fram-
gang mála. Þetta er afar gefandi því
niaður fær mikla þjálfun og þekkingu
við að vinna að undirbúningi þing-
ntála. Það þarf svo víða að taka til
hendinni og ég hef náð þó nokkrum
arangri með flutningi þessara mála í
gegnum tíðina, jafnvel í stjórnarand-
stöðu. Fyrirspurnir og önnur þingmál
sem ég hef flutt eru sennilega orðin á
annað þúsund og ótrúlega mörg hafa
verið samþykkt og önnur haft áhrif til
kreytinga á löggjöfmni í landinu. En
það er auðvitað misjafnt hvaða áhersl-
Ul' þingmenn leggja. Suntir telja
nasgjanlegt að beita sér í nefndum og
flytja sjaldan mál. Á þessu er allur
gangur.“
Femínistafélag Islands - ertu með?
„Nei, ég er ekki félagsmaður í
Femínistafélaginu en ég tel þennan fé-
lagsskap mjög þarfan við að fylgja eftir
jafnréttis- og kvenfrelsismálum. Jafn-
réttisbaráttan verður að eiga öfluga
málsvara innan og utan þings. Valdhaf-
ar, sem að stærstum hluta eru karlar,
eru alltof værukærir og sofna á verðin-
um ef þeir fá ekki öflugt aðhald. Það
jákvæða sem gerst hefur á undanförn-
um árum er byltingin í menntun
kvenna og hvernig þær sækja fram í
stjórnunarstöður, þó verulega vanti á
eðlilegan hlut þeirra á þeint vettvangi.
Ég er t.d. mjög ánægð með þann ár-
angur sem Reykjavíkurlistinn hefur
náð í að rétta hlut kvenna en konur
voru einungis 10% stjórnenda þegar
Reykjavíkurlistinn tók við en eru nú
helntingur. Það sárasta er hve launa-
misrétti kynjanna er enn mikið og í því
máli verðum við að herða róðurinn til
að ná meiri árangri þar.“
Eiga þingkonur að gæta systra sinna?
„Mér finnst það skylda allra að gæta
systra sinna - ekki bara kvenna heldur
einnig karla - og að tala fyrir réttinda-
málunt kvenna. Það eru mannrétt-
indamál sem skipta alla máli.“
Þingmál flutt af alþingiskonum á yfirstandandi þingi
Með þingmálum er átt við frumvörp til laga, þingsályktun- Eins og sjá má á yfirlitinu er fjöldi þingmála sem
artillögur og fyrirspurnir til ráðherra. þingkonur hafa flutt allt frá núlli upp í 45 þing-
mál - það skal tekið fram að nefndarálit teljast
Jóhanna Sigurðardóttir 45 mái ekki til þingmála eða frumskjala. Þannig er ein-
Valgerður Sverrisdóttir 32 mál ungis um að ræða þingmál sem viðkomandi
Kolbrún Halldórsdóttir 31 mál þingmaður hefur verið í forsvari fyrir eða fyrsti
Rannveig Guðmundsdóttir 26 mál flutningsmaður að. Hvað ráðherrana í hópnum
Þuríður Backman 25 mál varðar þá eru stjómarfrumvörp að sjálfsögðu
Margrét Frímannsdóttir 21 mál talin með þar sem viðkomandi ráðherra fer fyr-
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 19 mál ir þeim frumvörpum ríkisstjórnarinnar sem til-
Svanfríður Jónasdóttir 14 mál heyra þeirra ráðuneyti. Það sama má segja um
Sólveig Pétursdóttir 14 mál aðrar þingkonur, þær leiða oft hóp þingmanna
Þorgerður K. Gunnarsdóttir 14 mál sem standa að baki hverju máli. En - samt sem
Drífa Hjartardóttir 11 mál áður er geysimikill munur á fjölda fluttra mála.
Þórunn Sveinbjarnardóttir 11 mál Það kemur ekki mjög á óvart að Jóhanna
Siv Friðleifsdóttir 9 mál Sigurðardóttir, sú reynda þingkona sem hefur
Bryndís Hlöðversdóttir 9 mál setið lengst allra kvenna á þingi, skuli vera með
Sigríður Ingvarsdóttir 8 mál flest máin. Við ákváðum af þessu tilefni að
Katrín Fjeldsted 6 mál spjalla við Jóhönnu um pólitíkina, þingstörfin
Ásta Möller 5 mál og hvort fjöldi fluttra þingmála segi einhverja
Lára Margrét Ragnarsdóttir 5 mál sögu um vinnubrögð þingmanna, eða eiga aðr-
Guðrún Ögmundsdóttir 4 mál arskýringarbeturvið.
Sigríður Jóhannesdóttir 4 mál
Arnbjörg Sveinsdóttir 3 mál
Sigriður Anna Þórðardóttir 1 mál
Jónfna Bjartmarz 0 mál
——
vera / alþingisvaktin / 2. tbl. / 2003 / 65
Martha Arnadóttir