Vera


Vera - 01.04.2003, Síða 63

Vera - 01.04.2003, Síða 63
nýjar rannsóknir sýna að vændi ÞRÍFST Á ÍSLANDI EINS OG ANNARS STAÐAR, MEÐ ÖLLUM ÞESS MYRKU HLIÐUM, KÚGUN, MISNOTKUN, OF- BELDI, MISÞYRMINGUM OG JAFNVEL MANSALI OG ÞRÆLAHALDI suðrænu umhverfi, þar sem við njótum lífsins í hvíld frá daglegum störfum, eru oft byggð fyrir gróðann af vændi og mansali. Öflugt stórfljót í alþjóðaefnhagsstreyminu, sem við tökum öll þátt í, á upptök sín í gróðanum af hroðalegri á- nauð systra okkur og barna úr víðri veröld. Stjórnvöld allra þeirra landa sem taka þátt í þessari ráð- stefnu eru sek um að hafa horft fram hjá þessum veruleika, þar til alveg nýlega. Um þessar mundir á sér stað almenn vit- undarvakning meðal stjórnvalda jafnt sem almennings, en langt er enn í land. Ég veit að leiðin út er flókin og full af gjótum og blindgötum. Opinber stefna þeirra 12 landa sem þátt taka í þessari ráðstefnu spannar allt frá fordæmingu kúnnanna og lagalegu banni á kaupum vændis, þekkt sem »sænska leiðin“, og til almennrar viðurkenningar og lögleið- ■ngar kynlífsiðnaðarins. Sum ríkin vilja færa gróðann beint 111 n í opinberan efnahag. Við megum þá ekki gleyma háum fórnarkostnaðinum, bæði beinum og óbeinum, t.d. í heil- brigðiskerfinu og lífi þeirra sem hafa verið misnotuð. Engin þjóð getur grætt á vændi í umræðunni hefur frelsisþátturinn verið í brennidepli. Við erum sjálfsagt öll ringluð, það er erfitt að fóta sig í hug- myndum um kynlíf og frelsi, í heimi þar sem æðsta goð okk- ar tíma, guð alþjóðaefnahagsins, er nær allsráðandi. Um ald- ir höfum við lært að kynlíf sé syndsamlegt og konur syndug- ar. Nú lifum við í heirni þar sem allt, frá hinu helgasta til hins viðbjóðslegasta, er til sölu á markaðstorginu og ef ekki lög- lega þá á svarta markaðnum og á Netinu. Helgi kynlífs og helgi ntannlegs lífs er fótum troðin á þessu markaðstorgi. I þessu santhengi verður allt tal um frelsi þeirra sem boðin eru til sölu í kynlífsiðnaðinum marklaust hjal. Frelsi til að velja er ekki til í heimi þeirra kvenna sem þar lifa, hvað þá meðal barnanna. Góðir áheyrendur, konur og karlar. Stjórnvöld, fræðafólk og frjáls félagasamtök í hverju landi og milli landa verða að taka höndum saman, berjast gegn og sigrast á þessum Ijóta bletti á samfélögum okkar. I þeirri baráttu verður að taka á öllum þeim vandamálum sem rædd verða í öðrum málstof- um vegna þess að þau eru hluti af heildarmyndinni. Við vilj- um fá að lifa og þróast í lýðræðissamfélögum þar sem jafn- vægi ríkir milli kvenna og karla en hvernig getum við svo niikið sem rætt um lýðræði á meðan þrælahald vex eins og illgresi í okkar eigin görðum? 1. Sjá m.a. Daughter ofFortune eftir Isabel Allende 2. Barbara G. Walker: The Woman's Encyclopedia of Myths and Secrets, sjá: „Prostitution" i Fatabúðin á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 póstsendunl Glæsileg ítölsk rúmföt vera / konur, karlar og lýðræði/ 2. tbl. / 2003 / 63

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.