Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 24

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 24
/ HOLDAFARSDÓMSTÓLLINN að því að dæmið snúist við - ekki til í minni stærð, því miður. Fötin reynast dönsk og aftur sannast reglan um stærðir og norðurálfu, þýsk föt fást til dæmis líka í búðinni og hollensk. Þar er talsvert úrval og stór lager, enda mikið númerabil og þrjár kynslóðir viðskiptavina. Við höfum ekki komið þarna inn áður, kannski vegna þess hugsanlega að mann langaði ekki í búð fyrir „feit- ar“. Þetta slær eigandann, Rósmarý Bergmann, ekki alvarlega út af laginu - hún er eins konar fatapólitíkus og kveðst hafa upplifað margt í sínu starfi. Fordóma, sársauka, mikla feimni en eða þar á milli. Konur sem nota sama númer passa svo ekki endilega í sömu flíkur, við erum misjafnlega lagaðar og það á ekki að vera slíkt vandamál. Út- litið skiptir auðvitað máli og það sem við berum utan á okkur hjálpar innri tilfmningu. Hún varðar alltaf mestu, ákveðin sátt og sú útgeislun sem fylgir.“ Við eigum ekki allar að vera eins Við hittumst einu sinni aftur - margt var ósagt og verður eflaust áfram af því persónulegt mál, eins og upplifun á sjálfri sér, er erfitt að setja í endanlega formúlu. Auk Rósmarý kemur Petrína og svo Anna. Hún er svartklædd og við þybbin börn, augngotum, athuga- semdum; myndum í blöðum af fyrir- sætum, frægu og fallegu fólki sem oft- ast er afar grannvaxið. Jákvæðum skilaboðum til þeirra mjóu og nei- kvæðum til hinna. Óheilbrigðum og öfugsnúnum kröfum. „Núorðið þykir mér málið að láta mér líða vel eins og ég er,“segir hún, „hafa mig til, því það finnst mér mikil- vægt, og ganga í fötum sem fara mér. Þetta þykir mér sjálfsagt, burtséð frá stærð eða kílóum, þótt ofuráhersla sé lögð á þau. Það getur ekki verið aðal- kostur manneskju að vera mjó, eða megingalli að hafa eitthvað utan á sér. ÞETTA ER SAGT IN, AÐ VIRÐAST HEILBRIGÐ KORNUNG KONA, EKKI HERÓÍNLEG OG KINNFISKASOGIN EINS OG TIL SKAMMS TÍMA VAR ATRIÐI MEÐ INNFALLINN BARM OG ENGIN LÆRI, HELDUR ÍÞRÓTTATÝPA EN ÞÓ MEÐ RASS EINS OG SMÁ- STRÁKUR OG SVO BRJÓST EINS OG KYNBOMBA. mest þakklæti. Fyrst hafi hún opnað verslun til að mæta brýnni þörf, búin að fá sig fullsadda af skorti á þjónustu, á hroka og ókurteisi, af því einu að vera öðru vísi í sköpulagi en iðnaður- inn segði gilda. „Hingað hafa komið grátandi kon- ur, konur sem skjótast með allt of stór föt inn að máta án þess að vilja horfa á útkomuna. Niðurbrotnar manneskjur af því það er svo erfitt að fá flíkur sem falla þeim í geð og henta þeim. Við- mótið í búðum getur verið fálæti eða vandræðagangur, eins og að vísa strax á „stóra rekkann“úti í horni - ef eitt- hvað skyldi vera þar, eða hrein og bein frávísun af því þarna fáist ekki föt á konuna. Sem hefði eins getað verið komin til að kaupa á einhverja aðra, eða bara skoða. Þær verða vegna þessa svo ánægðar ef vel tekst til og margar hafa komið til mín aftur og aftur. Mér finnst réttlætismál að allar konur geti klætt sig eftir smekk, alveg sama hvort þær þurfa mjög lítil föt eða mjög stór, segist hafa verið það að mestu árum saman, af því þannig hafi henni fund- ist hún minnst um sig og minnst áber- andi. Það hefur vafist fyrir henni í hvaða föt hún komist og hver ekki. Þó er þessi kona hvorki horuð né feit, hún sveiflast á einhverra kílóa bili, en hefur eins og fleiri látið það trufla sig og tek- ið út pínu í fatakaupum. Nýlega kveðst hún þó hafa fengið sér föt í skærum lit- um, eitthvað hafi gerst í kollinum og ánægja loksins að því að hugsa: Hér er ég, alveg hreint ágæt! „Hvort sem mér tekst þetta alltaf,“ segir hún, komin með reynslu af eilífum dómum yfir sjálfri sér og tilheyrandi flækjum við að láta mat ofan í sig þegar hún „þarf endilega“að grennast. Rósmarý segir að henni hafi verið svo misboðið að afstaða til þessara mála hafi orðið hugsjón. Kílóin breyti ekki persónuleika, eða eigi ekki að fá að gera það, og ráði vissulega ekki vit- inu. Nema það truflist eitthvað af kröf- um sem síist eftir ótal leiðum; stríðni Mér væri hollara að vera léttari en miklu óhollara að slá mig út sem ómögulega af því einhverjir hafa lagt aðrar línur. Það er þessi þröngsýni sem ég vil á undanhald, líðan mjög margra byggist á því. Við eigum ekki allar að vera eins.“ Petrína tekur undir þetta, hún vill að fólk fái að njóta sín og hljóta gott viðmót og þjónustu, hvað sem líður at- riðum eins og mittismáli hverju sinni eða aldri, húðlit, kynferði. Það er spurning um sjálfsagða virðingu og réttlæti í hennar augum og þannig get- ur hún seint fellt sig við tískuímynd, líkasta lögmáli um holdafar í hlutfalh við fegurð og hvað viðkomandi verð- skuldar. „Fegurð er íjölbreytt,“ segir hún „form líkama eiga öll að vera leyfi- leg, andstætt því sem markaðurinn heimtar, að fólk breyti sér og mann- gerð sinni. Mér finnst gaman að kaupa föt þótt ég geri það sjaldan og oft fyrir tilviljun. Þá er það einna líkast því að verða ástfangin.“ 24 / holdafarsdómstóllinn / 2. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.