Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 33
/FJÁRMÁL
Samspil vaxta og verðbólgu
»Hátt vaxtastig hér á landi hefur verið töluvert í umræðunni síðustu
vikur eða allt þar til umræðan um kosningar og skattamál skaut upp
kollinum. Islensk heimili eru nú mjög skuldsett í alþjóðlegum sam-
anburði og því skiptir þróun vaxta okkur miklu máli. Ekki síður mikil-
vægt er að verðbólga haldist lág og stöðug þar sem stærstur hluti
lána heimilanna eru verðtryggð.
Lægri vextir auka ráðstöfunartekjur
Seðlabankinn tók á síðasta ári að lækka stýrivexti sína sem vaxta-
stig í landinu miðast við. Ástæður þess að bankinn tók að lækka
vexti voru erfiðar efnahagsaðstæður en vaxtabreytingar eru
mjög mikilvægt stýritæki Seðlabanka. Vaxtabreytingar hafa bæði
bein og óbein áhrif á neyslu einstaklinga þar sem þær hafa áhrif
á ráðstöfunartekjur okkar. Þannig ættu lægri vextir að þýða
auknar ráðstöfunartekjur. I kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans
iækkuðu viðskiptabankarnir vexti hjá sér. Vextir hafa lækkað frá
Því í ársbyrjun 2002 og þá einkum á óverðtryggðum lánum en þá
ber að hafa í huga að verðbólga lækkaði mjög hratt á árinu 2002
1 *já þvi sem hún var árið 2001 eða um 8%.
Mikilvægt að vaxtastig lækki...
Eins og áður sagði eru íslensk heimili mjög skuldsett og því mik-
'lvægt að vaxtastig hér á landi haldi áfram að lækka, líkt og það
hefur gert síðustu árin. Eins og sést á meðfylgjandi töflu eru vext-
lr á húsnæðislánum nú 5,10% og eru það fastir vextir, þ.e. þeir
breytast ekki á lánstímabilinu. Verðtryggðir vextir bankanna eru
Um 9% en misjafnt er hvaða vaxtakjör lántaki fær sem miðast út
frá þvi veði sem lagt er til og greiðslugetu lántaka. Vextir á rað-
9reiðslusamningum miðast við óverðtryggða meðalvexti banka
°9 eru tæp 15% og vextir á yfirdrætti eru um 15%. Bankarnir
bjóða flestir upp á sérkjör á yfirdráttarreikningum, s.s. gulldebet-
teikningum og geta þeir verið töluvert lægri eða allt niður í 10%.
••••ekki síður mikilvægt að verðbólga sé lág
Vextir á húsnæðislánum eru fastir, eða 5,10%, og er vaxtabyrðin
af 1.000.000 kr. láni því 51.000 á ári. Húsnæðislánin eru einnig
verðtryggð, þ.e. auk vaxta eru einnig greiddar verðbætur eftir
því hvernig verðbólgan þróast. Geta því verið töluverðar sveiflur
á greiðslubyrði á tímabilum þegar verðbólga er há, líkt og hún
var árið 2001 en þá var verðbólga á árinu 9,4%. Árið 2002 hafði
< hún lækkað niður í 1,4% eða um 8%. Mismunur á greiðslubyrði
Þessi tvö ár er því 80.000 kr. eins og sést í töflunni. Það er því Ijóst
að verðbólgan hefur á vissum tímabilum meiri áhrif á greiðslu-
þyrði en vextir, sem minni sveilfur eru á að öllu jöfnu. Stærstur
hluti lána heimilanna er verðtryggður og því er þeim afar mikil-
V8e9t að hér ríki stöðugleiki i verðlagi. Það er enda eitt af aðal-
markmiðun Seðlabanka (slands að svo sé en verðbólgumarkmið
Seðlabankans er að hér fari verðbólga ekki yfir 2,5%.
Horfur á lægra vaxtastigi hér á landi
Seðlabankanum var um tíma álasað fyrir að hafa gripið seint til
vaxtalækkunar á árinu 2001 þegar skóinn tók að kreppa í efna-
hagslífinu. Hans sjónarmið var að horfa fyrst og fremst til verð-
bólgunnar, þ.e. að hún færi ekki úr böndum. Vissulega er vaxta-
stig hérá landi hátt og mikilvægt að það lækki, sem ég heftrú á
að gerist, einkum með harðnandi samkeppni viðskiptabanka
sem virðist vera í uppsiglingu nú eftir einkavæðingu ríkisbank-
anna tveggja. Hitt er ekki síður mikilvægt að allt kapp verði lagt á
að halda verðbólgu í lágmarki, einkum meðan verðtrygging er
svona stórt hlutfall af skuldum einstaklinga.
Vaxtakostnaður af 1.000.000
Vextir 1,4% verðbólga 9,4% verðbólga
Húsnæðislán 5,10% 65.000,00 145.000,00
Meðalvxt. verðtryggðir 9,35% 107.500,00 187.500,00
Raðgr./Meðalvxt. óverðtr 12,00% 120.000,00 120.000,00
Yfirdráttur 15,30% 153.000,00 153.000,00
Dráttarvextir 17,50% 175.000,00 175.000,00
Mjúkt, magnað,
Verjandi
Heilsárskrem
LUMENE BLUE
AQUA COLD
PROTECT
u-itb tbvrmb-balancv ™ andxyiitrtl
Protecting Day Cream
IilnknumhoiV. Ulrllrm Trading cii Anluug il.Kjanan*»on
vera / haus / 2. tbl. / 2003 / 33
Þórhildur Einarsdóttir