Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 55
hverfi, svo eitthvað sé nefnt. Öll mannréttindi, þar á rneðal
þéttbýlisréttindi, eru nátengd hugtakinu mannleg virðing og
mannleg virðing tengist hugtakinu mannleg vera.
Þó að við íyrstu sýn virðist augljóst hvað er mannleg vera
°g hvað ekki, þá getur verið flókið að skilgreina það nákvæm-
lega. Til að átta sig betur á hvað hér er á ferðinni er ágætt að
skoða orðræðuna í tengslum við hugtakið og hvernig því hef-
ur verið beitt í gegnum tíðina. Ef við lítum til nasisma Hitlers-
tímans í Þýskalandi kernur í ljós að nasistunum var mikið í
mun að tala um gyðinga sem „óæðri“ verur, eiginlega „hálf-
tnannlega“. í því ljósi var mun auðveldara að útrýma þeim,
það var í raun ekki verið að drepa alvöru mannlegar verur.
Það sama gerist þegar átök eða styrjaldir brjótast út, þá er að-
t'um rnikið í mun að koma einhvers konar „undirmannleg-
um“ stimpli á andstæðinga sína til að réttlæta, og jafnvel auð-
velda dráp á þeim. Og hver kannast ekki við orðræðuna í
tengslum við konur á þennan hátt gegnum aldirnar?“
Mannleg virðing og frjálshyggjan
1 doktorsritgerðinni fjallar Svanborg um mannlega virðingu
1 tengslum við stjórnmálastefnur. Hún setur hugtakið í sam-
band við frjálshyggjuna, santfélagshyggjuna og hina forn-
grísku sýn dyggðasiðfræðinnar og skoðar hvernig mannlegri
vtrðingu reiðir af undir ólíkum áhrifum. Svanborg hallast að
því að mannlegri virðingu, eða mannhelgi, sé best borgið
undir áhrifum samfélagshyggjunnar. Með vísan til nútímans
hér á landi og þeirrar frjálshyggjusveiflu sem verið hefur við
lýði síðan um miðjan níunda áratuginn liggur beinast við að
sPyrja Svanborgu hvort hún telji að aukna fátækt á Islandi,
sem vissulega hefur áhrif á mannlega virðingu, rnegi rekja til
áhrifa frjálshyggjunnar?
»Já,“ segir Svanborg og bætir við að frjálshyggjan geri ráð
fyrir að fólk hafi óskorað val og frelsi til að móta og skapa líf
sttt. „En svo einfalt er þetta ekki í raunveruleikanum. Tökurn
landsbyggðina sem dænti. Fjöldi fólks vill búa á landsbyggð-
tnni en neyðist til að flytjast búferlum til höfuðborgarsvæð-
tsins í leit að lífsviðurværi því það er ekki lengur að finna í
heimabyggðinni. Annað mál sem hefur verið ofarlega á
baugi undanfarið er vændisumræðan. Því er haldið fram af
þeim sem ekki vilja gera kaup á vændi ólöglegt og helst lög-
leiða vændið, að hér séu á ferðinni viðskipti tveggja frjálsra
°g fullorðinna einstaklinga sem hafi valið að eiga í vændis-
vtðskiptum. I þessu tilfelli þarf að liggja ljóst fyrir hvaða
framfærslukostir voru í boði fyrir viðkomandi vændiskonu
°g ekki síst hvaða val hún taldi sig hafa í stöðunni. I ljósi
þessa má segja að frjálshyggjan geri óraunhæfar kröfur til
nianneskjunnar og það konri niður á lífsgæðum heildarinn-
ar og mannlegri virðingu einstaklinga."
Á lífsiðfræði hlutverk í stjórnmálum?
Eitt af námskeiðunum sem Svanborg kennir við Háskóla Is-
lands heitir: „Á lífsiðfræði hlutverk í stjórnmálum?" Þar tek-
Ur hún til umfjöllunar siðfræðilegar spurningar sem snerta
lífið sjálft og mannlega virðingu í mörgum ntyndum, bæði
fyrir og eftir getnað og fæðingu. Má þar nefna fóstureyðing-
ar> tæknifrjóvganir, viðskipti með egg kvenna, málefni fatl-
aðra einstaklinga og klónanir. Það sem einna mesta athygli
vakti á námskeiðinu var umfjöllun Svanborgar um tækni-
frjóvganir og þá helst umræðan um hinn svokallaða eggja-
markað. Á eggjamarkaði eiga sér stað viðskipti með egg
BARNAUPPELDI ER NOKKUÐ SEM HEFUR VERIÐ
HÆGT AÐ KAUPA SIG FRÁ í MARGAR ALDIR EN NÚ ER
EINNIG MÖGULEGT AÐ KAUPA SIG FRÁ MEÐGÖNGU
OG FÆÐINGU EN VERA SAMT ERFÐAFRÆÐILEGT
FORELDRI BARNSINS
kvenna og er málefnið afar viðkvæmt.
Svanborg segir að hingað til hafi viðskipti með egg
kvenna þjónað þeini tilgangi að geta börn. Eftirspurnin hafi
aðallega kornið frá hjónunt sent vegna ófrjósemi sækjast eft-
ir eggjum sem síðan eru frjóvguð með sæði eiginmannsins
og þeim komið fyrir í eiginkonunni. Einnig er til í dæminu
að eggjunum, eftir að þau hafa verið með frjóvguð með sæði
eiginmannsins, sé komið fyrir í eggjagjafanum, eða jafnvel
þriðju konunni sem verður þá leigumóðir fyrir hjónin sem
upphaflega keyptu eggin.
„Þegar hjón kaupa „allt“ eggið er það þeim mikið hags-
munamál að finna heilbrigðan eggjagjafa, t.d. er algengt að
hjón reyni að finna eggjagjafa af sarna kynþætti. Það er mik-
ið auglýst eftir eggjagjöfum í háskólum, þykir nterki um gott
andlegt atgervi. Hávaxnar konur eru líka teknar fram yfir
lágvaxnar og konur sem stunda íþróttir eru vinsælar. Allt
þetta er afar mikilvægt í augurn verðandi foreldra til að
tryggja líkamlegt og andlegt atgervi hins ógetna barns. Yftr-
leitt eru þetta millistéttarkonur og gjarnan háskólastúdínur
því þar er jú mesta eftirspurnin. Fátækari konum er ekki
hleypt inn á eggjamarkaðinn þar sem þær eru yfirleitt
heilsuveilli, minna menntaðar og þykja ekki hafa þau ákjós-
anlegu erfðaefni sem foreldrar sækjast eftir handa börnum
sínum. Enn minna traust er borið til þeirra ef gera á samn-
ing um leigumeðgöngu. Kaupendur geta einnig verið ein-
hleypar konur og einnig hafa samkynhneigð pör, sérstaklega
hommar, sóst eftir að fá egg og leigumæður til barneigna.“
Klónun til frjóvgunar eða lækninga
„Með þróun vísinda hefur þörfin á eggjum sem „hylkjum"
aukist. Sérstaklega ef litið er til þróunar tengdri klónunar-
tækni, hvort sem um er að ræða klónun til frjóvgunar eða
lækninga, þ.e. þegar einrækta á einstök líffæri. Til að klónun
geti átt sér stað þarf að fjarlægja frumukjarna eggsins og
setja í staðinn frumukjarna úr þeirn einstaklingi sem á að
klóna. Þessi tækni gerir það að verkum að erfðaefni eggja-
gjafans er ekki lengur mikilvægur þáttur, hvorki í klónun né
þegar egg eru keypt til frjóvgunar þar sem erfðaefnin eru öll
íjarlægð og erfðaefni tilvonandi foreldra er komið fyrir í
frumukjarnanum í staðinn. Við þessar aðstæður breikkar
mögulegur seljendahópur þar sem ekki þarf lengur að horfa
á ákveðna líffræðilega eða félagslega þætti, eins og hæð, fá-
tækt eða litaraft. Á sama tíma stækkar mögulegur kaupenda-
hópur því þróun í klónunartækni eykur þörfina á eggjum til
rannsókna. Þannig má segja að egg séu keypt í þrennum til-
gangi. I fyrsta lagi er það hópurinn sem kaupir egg til frjóvg-
unar, hvort sem notuð eru erfðaefni eggjagjafans eða ekki. í
öðru lagi er það hópurinn sem þarf eggjahylki vegna klón-
unar til lækninga og í þriðja lagi eru það vísindamenn sem
leita eftir eggjum til stofnffumurannsókna."
vera / viðtal / 2. tbl. / 2003 / 55