Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 70

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 70
Heiða Eiríksdóttir /TÓNLIST MISSY ELLIOTT -UNDER CONSTRUCTION Konan með attitjúdið! Það eru tvö ár síðan síðasta platan hennar, So addictive, vakti at- hygli svo um munaði. Það var önnur plata Missy Elliott og í kjöl- far hennar var varla hægt að komast hjá því að vita eitthvað um hana, slík var athyglin. Platan sú var nokkuð góð blanda af hiphop-danstónlist og fallegri melódískri popptónlist, og rödd Missy fékk að njóta sín til fulls. Á nýju plötunni, sem er aðeins tormeltari, er hún greinilega að gera akkúrat það sem hana langar til. Hún þarf ekkert að sanna sig, löngu búin að selja milljónir af fyrri plötum sínum. Það vita líka allir að hún getur sungið og samið lög, svo hún þarf ekk- ert að kenna okkur þar. Hér hefur hún pláss til að vera með kald- hæðni, vera með soldið „Ijótar" raddir í bland við þær sykursætu, vera með kalda og svala útúrpælda trommutakta og halda nokkrar áróðurssræður á milli laga um helstu baráttumál sín: Um jafnrétti kynjanna til að tjá sig um kynlíf í tónlist, um það að gleyma ekki að vera í góðu skapi og njóta hiphop tónlistar á sömu forsendum og í gamla daga, og fleira skemmtilegt. Textar hennar eru beittir og taka m.a. á öllu slúðrinu og kjaftasögunum sem fylgja gljálífinu. Hún flytur allt áreynslulaust en á sama tíma með fullkomnun listakonunnar sem hefur allt á hreinu. Hún blandar röddinni sinni saman við trommutaktana, þannig að stundum veit maður ekkert hvort þetta er tölvutrommutaktur eða Missy að syngja. Hún skilur mig eftir al- veg gáttaða að biðja um meira. Samt er ekki auðvelt að verða „háð" þessari plötu, eins og var með hina réttnefndu So addicti- ve-plötu. Under Construction þarf að láta hafa fyrir sér en kemur miklu sterkar út fyrir vikið. Þessi plata er frábær við öll tækifæri, alltaf, ef þið komist yfir þessar 5-6 hlustanir í heyrnartólum sem þarf til en þá hafið þið líka eignast nýja vinkonu!!! Besta lagið: Ain't That Funny. THE CARDIGANS - LONG GONE BEFORE DAYLIGHT Nina hættir að vera smástelpa! Hljómsveitin The Cardigans frá Svíþjóð hefur hingað til verið þekkt fyrir að veiða hinar fullkomnustu popplaglínur í net sín og skreyta þær síðan með súkkulaðisósu og þeyttum rjóma þar til úr varð væmið og sætt rjómatertupopp. Slík tónlist er afar bragð- góð en fljótlega fær maður þó nóg af slíkri fæðu, helst þó að krakkar séu fyrir slík sætindi. Þar hittir maður einmitt naglann á höfuðið því Cardigans, og söngkonan Nina Persson, hafa greini- lega slitið barnsskónum; eru búin að fá leið á sætabrauðinu og taka sér fyrir hendur aðra og flóknari matargerð á nýju plötunni. Gítarleikarinn og lagahöfundurinn Peter Svensson er á angur- værum nótum liktog undiráhrifum frá NickCave eða Neil Young og Crazy Horse, en kann þó að rokka upp gítarana þar sem við á. Nina semur alla texta og þar eru á ferðinni langbestu popptextar sem ég hef séð úr hennar smiðju hingað til. Hún er hætt að láta ástarævintýr sín enda í hamingju og brosum og fjallar frekar um allt það sem getur farið úrskeiðis í mannlegum sam- skiptum. Textarnir eru skemmtilega margræðir og hún leikur sér hér listavel að orðunum. Ég held að sólóplatan hennar A Cantp. sem kom út fyrir tveimur árum hafi haft heilmikil áhrif hvað varð- ar stefnumótun Cardigans. Fyrir vikið er platan ekki einföld poppplata sem fljótt fellur í gleymsku heldur er hún marg- slungnari og sérstaklega er gaman að heyra hvað poppið hefur þyngst án þess að hætta að vera grípandi og melódískt. Þessi plata virkar vel sem tónlist í bakgrunni, þá myndar hún melódíska heild en til að komast á önnur svið tekur maður texta- blaðið sér í hönd, og þar er lykillinn að hinum nýju Cardigans, vaxandi hljómsveit sem eru hætt að vera krakkar! Bestu lög: A Good Horse og Couldn t Care Less. / tónlist / 2. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.