Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 47

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 47
/KVIKMYNDIR Amazónan er ekki hér: konur í stríði »Það eru ekki nýjar fréttir að konur séu lítt áberandi þegar fjallað er um stríð. Stríð er karlaleikur, þar eru karlar að tala um karla við karla. Samkvæmt sumum femínistum er það hreinlega fjarri eðli konunnar að standa í stríði, líkt og það er konunni eðlislægt að vera náttúruverndarsinni. Þó ég geti ekki tekið undir slík viðhorf þá er Ijóst að kvikmyndagerðarmenn líta svo á að kon- ur og hermennska fari ekki saman. 4» Gott dæmi um þetta er að finna í mynd Steven Spielbergs, Saving Private Ryan (1998) sem gerist í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin segir frá því að á sama degi fréttist af dauða þriggja bræðra og í ■Jós kemur að sá fjórði er staddur á hættulegu svæði. Yfirmenn taka sig saman um að koma unga manninum úr hers höndum svo að móðirin missi ekki alla syni sína i einu vetfangi. Frú Ryan sjáum við í stuttu myndskeiði í upphafi en síðan kemur hún ekki meir við sögu og stríðið tekuryfir. Þessi fjarvera lykil- persónu myndarinn- ar er dæmigerð fyrir stríðsmyndir, en eins og Höskuldur Kári Schram segir í fótnótu í grein sinni um síðari heimsstyrjöldina á hvíta tjaldinu (i Heimi kvikmyndanna 1999) þá eru konur „yfirleitt fjarverandi mæður, systur, eiginkonur eða ástmeyjar." Höskuldur bætir því við að „þrátt fyrir að kona sé stödd á miðju bardaga- svæðinu er hún innan veggja eldhússins í heimi þar sem einu á- tökin eru af kynferðislegum toga." (s. 537). Það er því nokkuð táknrænt að konur skuli vera neðanmáls í þessari grein. Konan sem kynferðislegt viðfang, viðfang augnaráðs og tákn heimilisins er næstum alltaf til staðar í myndum sem segja frá striði eða stríðsrekstri og má þar til dæmis nefna kafbátamyndir eins og K-19 (gerð af konu, Kathryn Bigelow, 2002, en þar er ftynd af unnustu eins sjóliðans til reglulegrar skoðunar), U-571 Oonathan Mostow 2000) og Crimson Tide (Tony Scott, 1995), en aRar hefjast þær á senum þar sem sjóliðar yfirgefa eiginkonur eða unnustur, sem síðan sjást ekki meir. Oft eru slíkar kveðjusenur tH rnerkis um að viðkomandi sjóliði muni ekki snúa aftur - ástkon- útnar breytast því í engla dauðans. Konur í stríði eða herbúðum hteð tilliti til þessa er áhugavert að skoða fjórar myndir sem fjalla um konur i stríði og/eða herbúðum. Private Benjamin (Howard Zieff 1980) er grínmynd með Goldie Hawn i aðalhlutverki. Goldie leikur spillta bandaríska Ijósku sem í örvæntingu yfir dauða eiginmannsins skráir sig í herinn í Þeirri góðu trú að þar séu einskonar lúxus sjálfshjálparþúðir í ætt við Þalm Springs. Fljótlega kemur í Ijós að hér er um nokkurn mis- skilning að ræða og ríku foreldrarnir kippa í strengi til að bjarga barninu. Nema þá hefur daman séð að hún verður að hætta að 9efast upp og ákveður að halda áfram, með góðum árangri. Þrátt fyrir að hér sé á ferðinni dæmigerð bandarísk mynd um að herinn geti gert hvaða aumingja sem er að „manni", þá má f'rina áhugaverða þræði um vinskap ólíkra kvenna og konu sem °ðlast sjálfstæði og brýst út úr hefðbundnu kvenhlutverki. í Courage Under Fire (Edward Zwick 1996) er verið að rann- saka dauða þyrluflugkonu (Meg Ryan). Samkvæmt einni útgáfu brotnaði hún saman og olli því dauða síns flokks en önnur saga Segir að hún hafi hagað sér eins og sönn hetja. (Auðvitað reyndist hún hafa verið hetja.) Hér er greinilega verið að reyna að taka til umfjöllunar stöðu kvenna i hernum enda kemur í Ijós að kvenkafteinninn hafði ekki notið mikillar virðingar liðsmanna sinna. Samskonar gagnrýni á viðhorf til kvenna í hernum er að finna í myndinni The General's Daugther (Simon West 1999), en þar er aðalsöguhetjan einnig dáin. Sagan segir frá rannsókn á dauða dóttur hershöfðingja og fljótlega kemurýmislegt gruggugt í Ijós. Dótturinni, sem hafði staðið sig afbragðsvel í herþjálfun, hafði verið nauðgað af afbrýðisömum og kvenfjandsamlegum flokks- félögum sínum og faðirinn kaus að líta framhjá árásinni (allt til að viðhalda heiðri herdeildarinnar og hersins yfirleitt) með þeim ár- angri að stúlkan missti tök á tilverunni. Þetta er að mörgu leyti virðingarverð tilraun til að taka til umfjöllunar viðkvæmt mál en nauðganir og stríð hafa löngum farið saman. Ásínum tíma varð heilmikiðfjaðrafoki kringum hlutverkDemi Moore ÍG.I. Jane (Ridley Scott 1997), en þar leikur hún konu sem - til að leiðrétta kynjamisrétti i hernum - fær það hlutverk að spreyta sig á erfiðustu herþjálfun sem í boði er, úrvalssveit sjóliða. (fyrstu er henni boðið upp á allskonar hjálp en hún hafnar að sjálf- sögðu slíku, rakar af sér hárið og tekst að lokum að skara fram úr sínum afbrýðisömu og kvenfjandsamlegu félögum. Þrátt fyrir augljósa hæfileika hennar halda margir áfram að líta hana horn- auga og meðal annars er gefið til kynna að hún veiki herdeiidina vegna kyns síns, en sá veikleiki tengist greinilega óttanum við nauðgun: að félagar hennar taki óþarfa áhættur til að vernda hana vegna slíks ótta. ( þessari mynd orkar femínisminn hvað mest tvímælis þvi annarsvegar horfum við uþþ á konuna verða að karlmanni (hún æpir „sjúgðu tittlinginn á mér" á einum stað), en hinsvegar er mikið gert úr því að láta myndavélina gæla við fagur- lega formaðan kvenlíkama hennar. Og líkt og með Courage Und- er Fire þá verður líka Ijóst að konur geta ekki orðið hluti af hópn- um, þær þurfa alltaf að skara framúr og skera sig þannig úr. Og nú gæti kona spurt sig: er það endilega æskilegt að konur geti orðið að hermönnum eins og aðrir menn - sbr. konur eru líka menn? Er það þetta sem við höfum barist fyrir í okkar eigin jafn- réttisstríði? X vera / kvikmyndir / 2. tbl. / 2003 / 47 Úlfhildur Dagsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.