Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 3
/ LEIÐARI
Misfellurnar sem þarf að laga
Femínistafélag íslands
sem stofnað var 14. mars og hefur innan sinnan vébanda ell-
efu starfshópa sem tengjast málefnum. Femínistafélagið hef-
ur lýst yfir stuðningi við VERU með því að líta á blaðið sem
málgagn sitt. Því er hér með fagnað.
Vinstri grænir
fyrir að leggja það til á Alþingi að kaup á vændi verði gert
refsivert. Því miður sáu aðeins þrír þingmenn ástæðu til að
styðja þingflokk VG í þessu máli, þau Jóhanna Sigurðardóttir,
Sigríður Jóhannesdóttir og Guðjón A. Kristjánsson. Vonandi
bætast fleiri í hópinn næst.
Harpa Njáls
fyrir óþreytandi elju sína við rannsóknir á íslensku velferðar-
kerfi og aðstæðum þeirra sem þurfa að treysta á það. Nýút-
komin bók hennar, Fátækt á Islandi, er mikilvæg heimild fyrir
Þau sem vilja vinna að því að bæta kjör þess fólks sem verst er
sett.
Flugleiðir - lcelandair
fyhr neikvæða afstöðu gagnvart þeirri gagnrýni sem sett hef-
ur verið fram á kynlífstengda auglýsingastefnu félagsins er-
lendis, m.a. með undirskriftalistum. Nú stefnir í að félagið verði
kært - hefði ekki verið betra að viðurkenna bara mistökin?
Iceland Express
fyrir að taka að sér að bjóða karlmönnum tilboðsferðir til Is-
lar>ds til að vera í VIP klúbbi á Ungfrú Island.is. Er ekki hægt að
reka flugfélag hér á landi án þess að miða markaðssetning-
una við að veita aðgang að íslensku kvenfólki?
Við ákváðum að kalla umfjöllun okkar hér í blaðinu „holdafars
dómstól" eftir miklar umræður um kjarna þess sem við vildum
segja. Af hverju erum við stöðugt að mæla út holdafar hvert ann-
ars með dómaraaugum? Hvers vegna leggjum við svona mikið á
okkur til að minnka ummálið um nokkra sentimetra? Af hverju
erum við ekki bara ánægð með okkur eins og við erum og njót-
um lífsins? Slíka vellíðan getum við einmitt öðlast með því að
njóta hæfilegrar og hollrar fæðu og hæfilegrar og hollrar hreyf-
ingar. Hugsið ykkur hvílíka óhamingju við leggjum á fólk sem er
feitara en staðalímyndin leyfir, t.d. þegar börn og unglingar
verða fyrir einelti vegna hoidafarsins. Þessi þrýstingur getur síð-
an leitt af sér hörmungar í hina áttina þegar fólk, (einkum ungar
konur), sveltir sig til að fylla upp í útlitsstaðlana og getur upp úr
því fengið alvarlega átröskunarsjúkdóma.
„Þú mátt ekki ganga að speglinum og segja við sjálfa þig:
Helvíti er ég sæt og flott, heldur koma auga á allar misfellurnar
sem bæta þarf úr," segir Þorgerður Þorvaldsdóttir í upphafs-
greininni um holdafars dómstólinn. Þar segir hún einnig frá
óformlegri könnun um afstöðu fólks til líkama síns sem nemend-
ur Listaháskóla (slands gerðu í tengslum við sýninguna Óður til
líkamans á Menningarnótt í fyrra. (Ijós kom að karlarnir voru al-
mennt sáttir við hvernig þeir litu út en 91% kvennanna voru ekki
sáttar við útlit sitt. Þær vildu ýmist vera hærri, grennri eða
brjóstastærri en þær voru í rauninni.
í umræðum okkar um holdafars dómstólinn barst talið
einnig að fatastærðum i verslunum en það er algengt að íslensk-
um konum finnist óþægilegt að máta föt í tískubúðum því þær
komast aðeins í stærstu númerin og varla það. Þegar XL er orðið
of lítið, hvernig upplifir kona sig þá í samanburði við aðrar kon-
ur? Þessi staðreynd hlýtur að vera órækur vitnisburður um að
hún sé allt of feit og þurfi að gera eitthvað róttækt i málunum.
Og ef henni gengur ekkert að léttast á hún þá ekki skilið að
ganga í fallegum fötum. Eða hvað? Gæti verið að það væri eitt-
hvað að fatastærðunum?
Af hverju hafa útlitsstaðlar miklu meiri áhrif á konur en
karla? Hverjir búa þá til og af hverju er útlitskröfunum miklu
fremur beint að kvenkyninu en karlkyninu? Þetta eru sígildar
spurningar kvenfrelsissinna - því hvað er það annað en áþján að
láta kröfur af þessu tagi stjórna lífi sínu? Þessi barátta hefur tekið
á sig margar myndir í gegnum tíðina og m.a. getið af sér þjóð-
söguna um „Ijótu, feitu kvenremburnar" sem ekki þola að aðrar
konur séu fallegar.
Það er því mikið fagnaðarefni að staðalímyndahópur
Femínistafélags fslands skuli hafa tekið á nýjan og ferskan hátt
upp baráttuna gegn fegurðarsamkeppnunum sem eru svo vin-
sælar hér á landi. Frá þeirri baráttu mun VERA greina á næstunni.
Það er nefnilega ekki víst að aðrir fjölmiðlar telji sér skylt að segja
ítarlega frá „slíku brölti".
vera / leiðari / 2. tbl. / 2003 / 3