Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 22
Miskunnarleysi mátunarklefans
»Fyrir framan spegil í skæru Ijósi að troða sér í gallabuxur, jakka,
nærföt... ekki uppáhaldið. Kannski best að hætta við og hrökklast aft-
ur út í sínum gömlu og allt í einu góðu fötum. Lesendur gætu kannast
við tilfinninguna, liðið eins og flóðhesti í mátunarklefa verslana og
þótt þrautin þyngri að leita sér að fatnaði í stað þess að hafa gaman
af. Ætli eitthvað sé að þarna? Skyldi það vera sú sem mátar eða búð
sem hefur helst lítil og Barbíleg föt, eða áhrif þess áróðurs að þveng-
mjó sé konan ánægð?
Þórunn Þórsdóttir
VERA fór í nokkrar verslanir með konum á
ýmsum aldri og allavega í laginu, til að
skoða og spjalla og heyrði meðal annars
þetta: Markaðurinn segir hvernig þú átt
að vera, þarfir hans ganga fyrir þínum og
þú ert vissulega dæmd. Þetta er ein skoð-
un, þær reynast mismiklar og misjafnar
en málið oft svolítið viðkvæmt. En spurn-
ing er kannski um áherslur í því sem boð-
ið er, miðað við alls konarfólksem allt
þarf að klæða sig - lítið og stórt - en í
seinni hópnum fer fjölgandi.
5 fyrsta leiðangri er sú yngsta
fimmtán ára, frekar hávaxin og
komin með svolitlar mjaðmir og læri.
Henni finnst leiðinlegt að fara í búðir
af því oft passa einungis stærstu núm-
erin á hana og fötin sem henni finnst
flott fást þar ekki alltaf. Þó er hún eðli-
leg íslensk stúlka, alls ekki feit og ekki
ofurmjó. Henni kom ánægjulega á
óvart að hægt var víðast með smá vilja
að finna nokkurn veginn mátuleg föt
sem hana langaði í. Að vísu gat hún
ekki valið hvað sem hún vildi, oftast
voru einar eða tvennar buxur til á
hana. En buxnakaupin höfðu beðið af
því hún kveið þeim aðeins.
Með eru líka tvítug og 25 ára kona,
einnig fremur hávaxnar báðar en
ósköp venjulegar að eigin sögn. Þeim
finnst ekki tiltökumál að finna sér föt,
helst að buxnaskálmar og
ermar séu stuttar og snið
þannig að þröngt um lærin
þýði of þröngt um mittið og
öfugt. Eins og miðað sé við
22 / holdafarsdómstóllinn / 2. tbl. / 2003 / vera