Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 14

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 14
/JAFNRÉTTISRÁÐGJAFINN HÉR HEFSTNÝR ÞÁTTUR íBLAÐ- INU ÞAR SEM RÆTT VERÐUR VIÐ JAFNRÉTTISRÁÐGJAFA SEM STARFA Á ÝMSUM STÖÐUM. Nafn: Kristín Ólafsdóttir Aldur: 32 ára Starf: Jafnréttisráðgjafi Kópavogsbæjar Menntun: B.A. próf í almennri bókmenntafræði frá H(, Nordplus-nemi við Helsinki háskóla eina önn Áhugamál: Jafnréttismál, uppeldismál, bókmenntir, leik- hús, framandi menning Vinn fyrir Kópavogsbæ Hvenær varð starf jafnréttisráðgjafa í Kópavogi til? Fyrst var ráðið í starfið 1999 og er ég önnur til að gegna því. Hvenær tókst þú við starfinu og hvaða áherslur hefur þú lagt? Ég var ráðin haustið 2000 og hóf störf ijanúar 2001. Þar sem um frekar nýtt starf var að ræða tók nokkurn tíma að setja sig inn í það, skoða hvað hafði verið gert annars staðar og læra á stjórn- kerfið. Jafnréttisráðgjafi er starfsmaður jafnréttisnefndar og leggjum við línurnar saman. Við leggjum áherslu á jafnréttismál sem snúa að Kópavogsbæ sem atvinnurekanda annars vegar og sem þjónustuveitanda hins vegar. Unnið er að því að vinnustað- ir setji sér jafnréttisáætlanir sem snúa að starfsfólkinu og einnig að þeim sem sækja þjónustu viðkomandi vinnustaðar. Þar sem starfsemi bæjarfélagsins er fjölbreytt geta þetta verið ólíkar áherslur á hverjum vinnustað fyrir sig, allt frá börnum í leikskól- um sem dvelja þar lungann úr deginum til þeirra sem sækja söfn- in okkar og sundstaði endrum og sinnum. Hvernig vinnur þú að jafnréttismálum innan bæjarins? Fræðsla er mikilvægur hluti starfsins. Námskeiðahald fyrir starfs- menn Kópavogs eru hluti af mínu starfi. Ég hef haldið námskeið fyrir ýmsa starfsmannahópa og reynt að sníða fræðsluna að hópnum hverju sinni. Þá kem ég bæði inn á þætti sem varða starfsmenn sem starfsmenn og einnig sem fólk sem veitir þjón- ustu og verður að vera meðvitað um að hún mismuni fólki ekki eftir kynjum, frekar en öðrum þáttum. Leikskólar Kópavogs voru með tilraunaverkefni í fjórum leik- skólum veturinn 2000-2001. Ég kom inn í það verkefni þegar ég hóf störf hér. Síðar unnu leikskólafulltrúi, nokkrir leikskólastjórar og ég jafnréttisstefnu fyrir leikskólana og nýttum meðal annars niðurstöður verkefnisins við það. Jafnréttisstefnan nær til námskrár leikskóla Kópavogs, starfsmannastefnu og samvinnu við foreldra. Sem dæmi má nefna að leikskólastarfsmenn eru hvattir til að hringja ekki síður í feður en mæður þegar börnin veikjast og að ræða við báða foreldra barns, hvort sem þau eru í sambúð eða ekki. Einnig að lesnar séu bækur þar sem stúlkur eru gerendur, ekki síður en drengir. Leikskólar eru í raun kjörinn vettvangur fyrir jafnréttisstarf því það þarf svo lítið til að breyta hlutum hjá börnum sem eru ekki föst í viðjum vanans eins og við sem eldri erum. Því þarf í raun meira að vinna með viðhorf starfsmanna en barnanna sjálfra. Hér má nefna að flestir leikskólastarfsmenn kannast við að hjálpa strákunum að klæða sig og drífa þá út á undan stelpunum, til að forðast læti í þeim. Þá fá strákarnir þjónustu og forgang en læra síður að klæða sig. Þeir eru fyrstir út og geta valið sér svæði og leiktæki, svo sem hjól, en þegar stelpurnar koma út eru öll hjól upptekin og þær komast bara í það sem er „laust". Þær læra að bíða, klæða sig sjálfar og mæta afgangi. Þannig er börnum oft skipt eftir kynjum í alls kyns athöfnum og aðstæðum í leikskólum. Allir starfsmenn, bæjarbúar og pólitískir fulltrúar Kópavogs- bæjar hafa aðgang að mér og minni ráðgjöf, þó er ekki leitað eins mikið til mín og ég bjóst við fyrirfram. Hefur Kópavogsbær komið banni við einkadansi inn í lög- reglusamþykkt? Bæjaryfirvöld samþykktu að banna einkadans með lögreglusam- þykkt eftir dóm Hæstaréttar í febrúar síðastliðnum. Endurskoðun lögreglusamþykktar er ekki lokið þegar þetta viðtal er tekið svo það er ekki komið til framkvæmdar. Kópavogsbær var fyrsta sveitarfélagið til að setja bann við rekstri næturklúbba I aðalskipulag bæjarins 2000-2012 að frum- kvæði jafnréttisnefndar. (Opnun og rekstur næturklúbba skv. skilgreiningu um veitinga- og gististaði, nr. nr. 67/1985 er ekki heimil í sveitarfélaginu. Þessu ákvæði verður fylgt eftir í deiliskipulagi á grundvelli greinar 3.1.4 í skipulags-reglugerð nr. 400/1998 sem heimilar þrengri skilgreiningu á landnotkun en gert er í aðalskipulagi. (bls. 49)) Hvað finnst þér mikilvægast að gert verði almennt hér á landi til að stuðia að bættum og betri hag kvenna og karla? Hvað varðar börnin finnst mér að þar þurfi að vinna að sjálfstyrk- ingu og sjálfsvirðingu þeirra. Strákar fá meira að vita hvað þeir mega ekki, heldur en hvað þeir mega, það þurfa þeir að finna 14/ jafnréttisráðgjafinn / 2. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.