Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 51
/KONUR í FERÐAÞJÓNUSTU
hringurinn fagur og náttúruperlurnar allt í kring. Líklega á þessi
þörf fyrir að fara út fyrir bæinn, njóta náttúrunnar og friðsældar-
innar rætur að rekja til æskuáranna."
Konur góðir jeppabílstjórar
»Akstur og bílar eru jafnt fyrir karla og konur. Jafnvægi á þessu
sviði er best. Konur og karlar vinna ágætlega saman. Þetta er ekki
meiri karlaheimur en kvennaheimur þótt karlar hafi verið meira
áberandi í akstri á hálendinu gegnum tíðina. Til þess að geta
unnið við að keyra ferðamenn um hálendi og taka gjald fyrir þarf
að hafa meirapróf og góða ferðareynslu. Þekking á því að keyra
yfir ár og jökla er einnig nauðsynleg. Fólk fæðist ekki með hæfi-
leikann til að aka á hálendinu og umgangast náttúruna heldur er
þetta þjálfun.
Mér hefur gengið vel sem bílstjóra og er ánægð með þá
möguleika sem Land Roverinn getur veitt mér en það er að flytja
mig á milli ólíkra staða og njóta hálendisins. Einnig að geta miðl-
að af þekkingu minni og sýnt öðrum þetta fallega og frábæra
land. Vegir í dag eru mjög góðir og hafa batnað undanfarin ár.
Áður voru þetta ótroðnir slóðar og bílarnir í utanvegaakstri en nú
keyrum við eftir vegum og vegaslóðum inni á hálendinu. Allt er
löglegt og bílarnir mjög vel útbúnir, á stórum dekkjum, með
staðsetningartæki, síma og vhf-stöðvar sem eru góð öryggistæki
á hálendinu.
Það sem gerir íslenska hálendið spennandi í akstri á upp-
haekkuðum jeppa eru þessar óteljandi vegleysur, vegaslóðar og
óbrúaðar ár. Yfir vetrartímann þegar snjór liggur yfir landinu er
hægt að keyra nánast hvar sem er þar sem snjórinn hlífir öllum
gróðri. Þetta skapar ákveðna sérstöðu hér á landi í jeppaakstri."
Reynslan mikilvæg
Laufey segir nauðsynlegt að hafa í huga að akstur á hálendinu er
hættulegur. „Reynsla mín afakstri íóbyggðum hefuróneitanlega
gert mig að þeim bílstjóra sem ég er í dag. En ég fer alltaf varlega
og þó ég hafi langa reynslu þá leita ég ráða áður en ég fer yfir
næstu á. Jökulárnar breyta oft farvegi sínum og oft eru miklir
vatnavextir í leysingum. Þá getur verið nauðsynlegt að bíða og
sjá hvort lækkar ekki í ánni með kvöldinu og koma sér þá yfir.
Færustu bílstjórar hafa oft komist ( vandræði þegar mikið er í
ánum og þá er gott að vera í samfloti með öðrum bílum. Akstur á
hálendinu er þó hættuminni en akstur á götum bæjarins, alla-
vega er hraðinn minni. En aðalatriðið er að vera allsgáð og vaða
aldrei út í neitt nema að vel athuguðu máli," segir Laufey.
Ingibjörg leiðsögumaður
Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir er leiðsögumaður og bíl-
stjóri og starfar hjá íslandsflökkurum og íslenskum fjalla-
leiðsögumönnum. Hún útskrifaðist úr Leiðsögumanna-
skóla íslands árið 1992 og hefur alla tíð verið mikil útivistar-
manneskja.
..Ferðamennskan er hreinlega ástríða mln," segir hún. „Ég á upp-
hækkaðan Land Rover jeppa en álft mig ekki jeppakonu þó ég
eigi hann. Mér finnst ekkert gaman að sþóla upp um öll fjöll, vera
í snjó, sitja föst og moka mig út. Ég hef ekki þetta jeppagen í mér
en get sparkað í dekk eins og strákarnir og finnst það flott! Mér
finnst hinsvegar rosalega gaman að ferðast. Jeppann nota ég
sem farartæki til þess að koma mér á milli staða. Kannski er
jeppakeyrslan eðlilegt framhald af öllu því skrítna sem ég hef
tekið mér fyrir hendur i gegnum tíðina."
Konur pissa standandi og keyra súperjeppa
Eftir að Ingibjörg útskrifaðist úr Leiðsögumannaskólanum sinnti
hún aðallega rútu- og gönguleiðsögn en fór síðan út í jeppa-
mennskuna. „Ég varfarin aðfá minna að gera yfir vetrartímann af
því ég átti ekki jeppa. Eðlilegt framhald var þvi að koma sér upp
jeppa og svo tókum við okkur saman, hópur af fóiki, og stofnuð-
um fyrirtækið. Við leggjum áherslu á meiri útiveru en önnur fyrir-
tæki. Þegar við keyrum hóp upp á Langjökul þá er það ekki tak-
mark okkar að keyra upp á jökul heldur keyrum við að jöklinum
og leyfum fólkinu að ganga upp á hann ef veður leyfir. Við erum
með snjóþrúgur og ísbrodda þannig að við getum farið í jökla-
göngur. Þegar við byrjuðum, 1996, voru fáar konur að keyra á
fjöllum. Þrátt fyrir það get ég ekki sagt að ferðabransinn sé karla-
heimur en jeppa- og snjósleðamennskan á veturna hefur verið
karlaheimur. Veturinn 1998 fórum við nokkrar konur í kvenna-
ferð inn i Landmannalaugar á jeppunum okkar. Ferðin var kvik-
mynduð að hluta og sýnd í Kastljósi. Þessi ferð vakti mikla athygli
fjölmiðla, ekki bara vegna þess að þarna voru konur á jeppum
heldur vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem vitað var að
kvennahópur keyrði inn á hálendið. I ferðinni gerðist sá stór-
merki atburður að kona sást pissa standandi, auðvitað með sér-
stökum búnaði. Eftir ferðina birtust í blöðum landsins ýmis vísu-
brot eftir hagyrðinga þar sem því var lýst að síðasta vígi karl-
manna væri fallið, þar sem konur væru farnar að pissa standandi
og keyra súperjeppa.
Vaða ekki út í óvissu
„Að vera góður bílstjóri á hálendinu er spurning um að læra af
þeim sem kunna eitthvað. Ég hef verið mjög heppin því innan
hópsins okkar er mjög fært fólk sem hefur kennt mér mikið og
gert mig að þeirri jeppakonu sem ég er. Ég er oft uggandi þegar
ég þarf að fara yfir jökulár, sérstaklega þegar ég er með kerru í
eftirdragi. Síðan er það hálkan sem getur verið varasöm í vetrar-
akstrinum. En allt hefur gengið vel, sem betur fer. Aðalatriðið er
að vaða ekki út í neina óvissu. Ýmsar tækniframfarir eru komnar,
eins og loftdæla svo hægt sé að pumpa í dekkin og tappasett til
viðgerða. Eitt af því sem erlendum karlmönnum finnst athyglis-
vert er þegar ég lendi í aðstæðum þar sem þeir álíta að ég geti
ekki bjargað mér, eins og þegar springur á svona stórum bíl. Þá
sæki ég tappasettið, treð töppum í gatið og lími. Pumpa í dekkið
og keyri svo af stað. Þetta finnst þeim frábært og eitt af því sem
hefur breyst í jeppamennskunni.
Ég er að klára nám í þjóðfræði við H.(. og námið nýtist vel í
leiðsögumannastarfinu. Ferðamenn spyrja um allskonar hluti í
sambandi við íslenska menningu og þá er gott að vera vel að sér.
Fólk borgar mikið fyrir þessar ferðir og þá þarf líka að veita því
fyrsta flokks þjónustu. Ég sé um að þróa leikjadagskrána sem við
bjóðum upp á og hef farið á námskeið í Bandaríkjunum til að
læra það. Tilgangurinn með leikjunum er að fá fólk út úr bílunum
og leyfa því að njóta náttúrunnar. Ég nýt þess að sinna þessu
stafi og hef enn heilmikð að gefa. Þann dag sem ég finn að ég hef
ekkert að gefa og ég nýt mín ekki, hætti ég og sný mér að þjóð-
fræðinni," segir Ingibjörg og er strax farin að hlakka til næstu
ferðar. X
vera /konur í ferðaþiónustu / 2. tbl. / 2003 / 51