Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 13
/ MÉR FINNST
^Haukur Már Helgason nemí í Berlín
Að óttast sína sögu
»Aðspurður um álit sitt á Tony Blair sem stjórnmálamanni segir
William Hague, fyrrverandi formaður Ihaldsflokksins breska og stuðn-
ingsmaður stríðs við írak og önnur lönd sem eru óhlýðin Bandaríkjun-
um, að hann telji ólíklegt að Blair verði minnst sem stórmennis á
spjöldum sögunnar. Tony Blair sjálfur hefur ítrekað vísað til þess í ræðu
að sagan muni réttlæta stríðið: „History will prove us right". George
Bush gerir ekkert slíkt - enda trúir hann á guð. Sagan, hin ritaða saga,
er æðsti dómari í siðferðilegum álitaefnum meðal trúlausra - tökum
því hugtakinu „trúleysi" með fyrirvara. Tony Blair, eins og æði margir
frjálslyndir Vesturlandabúar, trúir á söguna.
4-
þetta er ekki hin hegelíska saga stéttaátaka og línulegrar fram-
vindu sem var úrskurðuð af í amerískum bókum á síðasta áratug,
heldur hin ritaða saga sem er og verður kennd í barna- og ung-
lingaskólum meðan mannkyn þrífst.
Hún er, eins og allt sem við segjum, einföldun á veruleikanum
enda kemst ekki veruleikinn á DVD diska, hvað þá í bækur. Þegar
veruleikinn er einfaldaður er lögð áhersla á eitt og öðru ýtt til
hliðar. Ofureinföldun nefnum við það þegar einhverju sem okkur
Sagan sem mun standa eftir stríðið verður eins og alltaf, óhjá-
kvæmilega, einföldun. Og sigurvegararnir munu þar hafa haft
réttan málstað að verja - einu stríðin sem er raunverulega efast um
að Bandaríkin hefðu átt að taka þátt í eru stríðin sem þau töpuðu.
Sagan er til og hún verður til. En hún er ekki eilíflega ein og
söm, heldur kvik, plastísk. Allur sigur er tímabundinn, öll ríki
renna sitt skeið, hugmyndafræði rís og hnigur. Þar kemur meira
að segja dagur að sigurvegari þessa stríðs fellur úr keppni og nýir
SAGAN SEM MUN STANDA EFTIR STRÍÐIÐ VERÐUR EINS OG ALLTAF, ÓHJÁKVÆMILEGA, EINFÖLDUN. OG
SIGURVEGARARNIR MUNU ÞAR HAFA HAFT RÉTTAN MÁLSTAÐ AÐ VERJA - EINU STRÍÐIN SEM ER RAUN-
VERULEGA EFAST UM AÐ BANDARÍKIN HEFÐU ÁTT AÐ TAKA ÞÁTT í ERU STRÍÐIN SEM ÞAU TÖPUÐU.
finnst mikilvægt er ýtt til hliðar til að stytta mál og einfalda.
„Hvað segirðu gott?" „Allt *gætt..." - viðtekin og kurteisleg
ofureinföldun sem heldur viðmælanda í tilhlýðilegri fjarlægð frá
srnáatriðum sem koma ekki öllum við.
Á þessum nótum hafa svör bandarískra herforingja verið við
spurningum blaðamanna framan af stríðinu: „Hvað segirðu
9°tt?" „Allt *gætt..."
Það er Ifka ágætt að svara spurningum svona þegar stríði er
olokið, þegar stríð er varla hafið, og geyma þá söguritun til síðari
t'ma, skilja eftir auðar síður í bókinni til að tryggja sigurvegaran-
um næði til að vanda sig við að fylla þær seinna meir. Með ein-
földunum.
menn fá næði innan nýrra veggja til að skrifa sögu. Þess vegna
ættum við, hinir frjálslyndu vestrænu trúleysingjar, ekki að spyrja
hverja sagan gerir réttláta, hver hlýtur góðan orðstír og hver
slæman. Við söguhneigðu kvikindin skulum spyrja: í hvaða sögu -
og hvers sögu - vil ég vera réttlátur og í hvaða sögu læt ég þá kjurt
liggja að ég sé dæmdur asni? Nú getur virst ansi langt i land,
lengra en nokkru sinni kannski, en okkar saga verður skrifuð - og
afskrifuð og rituð og afrituð og... því sé eitthvað í lagi í heiminum
verða enn manneskjur á þessari jörð um langan aldur. X
Ég skora á Hjörleif Finnsson heimspeking að skrifa í næsta blað.
vera / mér finnst / 2. tbl. / 2003 / 13