Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 61
/KONUR, KARLAR OG LÝÐRÆÐI
Valgerður H. Bjarnadóttir,
Ingibjörg Hilmarsdóttir,
Ragnhildur Guðmundsdóttir,
Kristján Jósteinsson og Mar-
grét Steinarsdóttir ásamt
tesölumönnum miðaldaveit-
ingastaðarins Olde Hansa.
Reykjavíkurráðstefnunnar og fulltrúi Islands í undirbún-
■ngsnefnd Vilníusráðstefnunnar, var ein þeirra sem flytja átti
°pnunarræðu en komst ekki í tæka tíð. Hún flutti því erindi
SItt síðari daginn og sagði frá hugmyndinni að baki fyrstu
ráðstefnunni um konur og lýðræði sem haldin var í Reykja-
vík 1999. Eitt af markmiðum hennar var að stofna til verk-
efna til þess að styrkja konur á ýmsum sviðum og urðu í
framhaldinu til fjölmörg verkefni sem í dag eru vel þekkt hér
á landi - þ.á m. Auður í krafti kvenna og Konur til forystu og
■ jafnara námsval kynjanna.
I Tallinn voru íjögur lykilþemu til umfjöllunar: Konur, völd
°g ákvarðanataka, Konur og efnahagslíf, Ofbeldi gegn kon-
tnn og Konur og fjölmiðlar. Alls var boðið upp á tólf vinnu-
stofur, þ.e. þrjár undir hverju lykilþema og voru þær starf-
andi báða dagana. Reynt var að korna því við að íslenska
sendinefndin dreifðist á alla vinnuhópa en þeir voru:
T Konur, völd og ákvarðanataka
Ákvarðanataka í fjölskyldum
Ákvarðanataka í félagasamtökum
Ákvarðanataka innanlands og á alþjóðavísu
fr- Konur og efnahagslíf
Kynjuð hagstjórn
Launamál kynjanna
Alþjóðavæðing vinnumarkaðar
fri. Ofbeldi gegn konum
Ofbeldi gegn konum í persónulegum samböndum
Vændi
Mansal
IV. Konur og fjölmiðlar
1 Klámvæðing almenningsrýmisins
Kynlíf sem tæki til markaðssetningar
Nýir miðlar - tæki fyrir konur til að ná völdum?
Löndin skiptu með sér stjórnun vinnuhópanna og kornið
hafði í hlut íslands að stjórna vinnuhópnum um vændi. Val-
gerður H. Bjarnadóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu flutti
hynningarerindi fyrir vinnuhópinn og Dís Sigurgeirsdóttir
lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu var vinnu-
hópsstjóri. Meðal þeirra sem fluttu erindi í vinnuhópnum
voru Rúna Jónsdóttir fræðslu- og kynningarfulltrúi Stíga-
móta og Gísli Hrafn Atlason MA - nemi í mannfræði.
Margrét María Sigurðardóttir lögfræðingur á Jafnréttis-
stofu var aðstoðar vinnuhópsstjóri þess hóps sem fjallaði urn
kynjaða hagstjórn en hún hefur verið fulltrúi íslenskra jafn-
réttisyfirvalda í norrænum vinnuhópi um málefnið.
Ólík staða landanna er varðar jafnrétti kynjanna kom
bersýnilega í ljós á ráðstefnunni eins og vænta mátti og þau
lönd sem betur standa sig urðu ósjálfrátt mikilvægar fyrir-
myndir hinna. Persónuleg tengsl sem mynduðust korna
væntanlega til með að gera öll samskipti og aðgang að upp-
lýsingum auðveldari en ella. Á ráðstefnu sem þessari fæðast
svo auðvitað nýjar hugmyndir og óhætt er að segja að öll
höfum við tekið með til okkar heima nýja þekkingu á
ýmsum hlutum sem varða konur, karla og lýðræði. Þar má
t.d. nefna innlegg í umræðuna um klámvæðingu
almenningsrýmisins sem rnikið hefur verið fjallað urn hér á
landi undanfarið.
Næsta ráðstefna urn konur, karia og lýðræði verður hald-
in í St. Pétursborg í Rússlandi árið 2005.
Vefclóð ráðstefiiunnar er http://www.sm.ee/women/e_index.htm
og þar eru aðgengileg flest erindin sem haldin voru.
í mótttöku í þjóðaróperu
Eistlands, f.v. Ingibjörg Hilm-
arsdóttir, Katrín B.
Ríkarðsdóttir, Valgerður H.
Bjarnadóttir, Elín R. Líndal,
Anna Hallgrímsdóttir, Gísli H.
Atlason, Sigríður D. Krist-
mundsdóttir, Kristján Jó-
steinsson, Anna-Mari
Rannamae, Margrét M. Sig-
urðardóttir og Guðrún S.
Gissurardóttir.
vera / konur, karlar og lýðræði / 2. tbl. / 2003 / 61