Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 61

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 61
/KONUR, KARLAR OG LÝÐRÆÐI Valgerður H. Bjarnadóttir, Ingibjörg Hilmarsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Kristján Jósteinsson og Mar- grét Steinarsdóttir ásamt tesölumönnum miðaldaveit- ingastaðarins Olde Hansa. Reykjavíkurráðstefnunnar og fulltrúi Islands í undirbún- ■ngsnefnd Vilníusráðstefnunnar, var ein þeirra sem flytja átti °pnunarræðu en komst ekki í tæka tíð. Hún flutti því erindi SItt síðari daginn og sagði frá hugmyndinni að baki fyrstu ráðstefnunni um konur og lýðræði sem haldin var í Reykja- vík 1999. Eitt af markmiðum hennar var að stofna til verk- efna til þess að styrkja konur á ýmsum sviðum og urðu í framhaldinu til fjölmörg verkefni sem í dag eru vel þekkt hér á landi - þ.á m. Auður í krafti kvenna og Konur til forystu og ■ jafnara námsval kynjanna. I Tallinn voru íjögur lykilþemu til umfjöllunar: Konur, völd °g ákvarðanataka, Konur og efnahagslíf, Ofbeldi gegn kon- tnn og Konur og fjölmiðlar. Alls var boðið upp á tólf vinnu- stofur, þ.e. þrjár undir hverju lykilþema og voru þær starf- andi báða dagana. Reynt var að korna því við að íslenska sendinefndin dreifðist á alla vinnuhópa en þeir voru: T Konur, völd og ákvarðanataka Ákvarðanataka í fjölskyldum Ákvarðanataka í félagasamtökum Ákvarðanataka innanlands og á alþjóðavísu fr- Konur og efnahagslíf Kynjuð hagstjórn Launamál kynjanna Alþjóðavæðing vinnumarkaðar fri. Ofbeldi gegn konum Ofbeldi gegn konum í persónulegum samböndum Vændi Mansal IV. Konur og fjölmiðlar 1 Klámvæðing almenningsrýmisins Kynlíf sem tæki til markaðssetningar Nýir miðlar - tæki fyrir konur til að ná völdum? Löndin skiptu með sér stjórnun vinnuhópanna og kornið hafði í hlut íslands að stjórna vinnuhópnum um vændi. Val- gerður H. Bjarnadóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu flutti hynningarerindi fyrir vinnuhópinn og Dís Sigurgeirsdóttir lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu var vinnu- hópsstjóri. Meðal þeirra sem fluttu erindi í vinnuhópnum voru Rúna Jónsdóttir fræðslu- og kynningarfulltrúi Stíga- móta og Gísli Hrafn Atlason MA - nemi í mannfræði. Margrét María Sigurðardóttir lögfræðingur á Jafnréttis- stofu var aðstoðar vinnuhópsstjóri þess hóps sem fjallaði urn kynjaða hagstjórn en hún hefur verið fulltrúi íslenskra jafn- réttisyfirvalda í norrænum vinnuhópi um málefnið. Ólík staða landanna er varðar jafnrétti kynjanna kom bersýnilega í ljós á ráðstefnunni eins og vænta mátti og þau lönd sem betur standa sig urðu ósjálfrátt mikilvægar fyrir- myndir hinna. Persónuleg tengsl sem mynduðust korna væntanlega til með að gera öll samskipti og aðgang að upp- lýsingum auðveldari en ella. Á ráðstefnu sem þessari fæðast svo auðvitað nýjar hugmyndir og óhætt er að segja að öll höfum við tekið með til okkar heima nýja þekkingu á ýmsum hlutum sem varða konur, karla og lýðræði. Þar má t.d. nefna innlegg í umræðuna um klámvæðingu almenningsrýmisins sem rnikið hefur verið fjallað urn hér á landi undanfarið. Næsta ráðstefna urn konur, karia og lýðræði verður hald- in í St. Pétursborg í Rússlandi árið 2005. Vefclóð ráðstefiiunnar er http://www.sm.ee/women/e_index.htm og þar eru aðgengileg flest erindin sem haldin voru. í mótttöku í þjóðaróperu Eistlands, f.v. Ingibjörg Hilm- arsdóttir, Katrín B. Ríkarðsdóttir, Valgerður H. Bjarnadóttir, Elín R. Líndal, Anna Hallgrímsdóttir, Gísli H. Atlason, Sigríður D. Krist- mundsdóttir, Kristján Jó- steinsson, Anna-Mari Rannamae, Margrét M. Sig- urðardóttir og Guðrún S. Gissurardóttir. vera / konur, karlar og lýðræði / 2. tbl. / 2003 / 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.