Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 44

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 44
Lautarferð í Öskjuhlíð Sumarið er að koma og grillfiðringurinn farinn að láta á sér kræla. Guðbjörg Gissurardóttir, höfundur bókarinnar, Hristist fyrir notkun, endur- tekur hér fyrir lesendur VERU lautarferð sem hún fór í með saumaklúbbinn síðasta sumar. »Ég var alsæl með þá hugmynd mína að fara með stelpurnar upp í Öskjuhlíð en þegar kom að því að ákveða hvað ég ætti að bjóða þeim uppá lágu hugmyndirnar ekki á lausu. Klukkan hálf sjö stóð ég ráðþrota fyrir framan eldhússkápana mína sem voru því miður álíka tómir og hausinn á mér. En mér til happs fann ég í ein- um skápnum hálfan poka af sykurpúðum og skyndilega rigndi hugmyndunum yfir mig og ég fylltist ótrúleg- um spenningi og framkvæmdaorku. Ég dró fram einnota grill sem ég hafði átt í nokkur ár og úr því litla sem til var í eldhúsinu tókst mér að útbúa fyllta sveppi, tortillakökur með osti, marinerað eggaldin, grillaðan hvít- lauk og að sjálfsögðu voru sykurpúðarnir með. Þetta var skemmtilegasti undirbúningur fyrir saumaklúbb sem ég hef upplifað og mun stemningin við grillið í Öskjuhlíðinni seint líða okkur stelpunum úr minni. Grillaðar tortillakökur með osti Ég raða ostsneiðum á tortillakökur og legg aðra ofaná svo úr verður nokkurskonar samloka (Quesadilla). Síðan sker ég kökurnar f þríhyrninga og grilla á báðum hliðum þar til osturinn bráðnar. Salsa sósa sett ofaná. Þetta er eitt af uppáhöldum 4 ára dóttur minnar. 44 / matur / 2. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.