Vera


Vera - 01.04.2003, Side 44

Vera - 01.04.2003, Side 44
Lautarferð í Öskjuhlíð Sumarið er að koma og grillfiðringurinn farinn að láta á sér kræla. Guðbjörg Gissurardóttir, höfundur bókarinnar, Hristist fyrir notkun, endur- tekur hér fyrir lesendur VERU lautarferð sem hún fór í með saumaklúbbinn síðasta sumar. »Ég var alsæl með þá hugmynd mína að fara með stelpurnar upp í Öskjuhlíð en þegar kom að því að ákveða hvað ég ætti að bjóða þeim uppá lágu hugmyndirnar ekki á lausu. Klukkan hálf sjö stóð ég ráðþrota fyrir framan eldhússkápana mína sem voru því miður álíka tómir og hausinn á mér. En mér til happs fann ég í ein- um skápnum hálfan poka af sykurpúðum og skyndilega rigndi hugmyndunum yfir mig og ég fylltist ótrúleg- um spenningi og framkvæmdaorku. Ég dró fram einnota grill sem ég hafði átt í nokkur ár og úr því litla sem til var í eldhúsinu tókst mér að útbúa fyllta sveppi, tortillakökur með osti, marinerað eggaldin, grillaðan hvít- lauk og að sjálfsögðu voru sykurpúðarnir með. Þetta var skemmtilegasti undirbúningur fyrir saumaklúbb sem ég hef upplifað og mun stemningin við grillið í Öskjuhlíðinni seint líða okkur stelpunum úr minni. Grillaðar tortillakökur með osti Ég raða ostsneiðum á tortillakökur og legg aðra ofaná svo úr verður nokkurskonar samloka (Quesadilla). Síðan sker ég kökurnar f þríhyrninga og grilla á báðum hliðum þar til osturinn bráðnar. Salsa sósa sett ofaná. Þetta er eitt af uppáhöldum 4 ára dóttur minnar. 44 / matur / 2. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.