Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 64

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 64
/ALÞINGISVAKTIN »Jóhönnu Sigurðardóttur þarf vart að kynna fyrir lesendum VERU né nokkrum öðrum. Hún hefur setið lengst allra kvenna á Alþingi eða í 25 ár. Jóhanna er afkastamikili þingmaður og eins og sjá má á lista yfir fjölda þingmála hér á opnunni á hún met þingkvenna í flutningi þingmála á nýafstöðnu þingi. Ljóst er að það er ekki í fyrsta skipti sem Jóhanna á það met í þinginu. En - skyldi hún ekki vera orðin þreytt á öllu argaþrasinu í stjórnmálunum? Hef brennandi áhuga á að breyta þjóðfélaginu segir Jóhanna Sigurðardóttir sem hefur setið á Alþingi í 25 ár „Hreint og beint svar - nei. Áhuginn er svo brennandi að taka á fjölbreyttum viðfangsefnum stjórnmálanna og leggja rnitt af.mörkum til að koma á meira jafnrétti og réttlæti að mér líður yfírleitt vel í argaþrasi stjórnmálanna. En vissu- lega svíður mér oft hve seint gengur að koma brýnum baráttumálum í höfn, ekki síst þegar ég er í stjórnarandstöðu og völdin vantar. Ég er búin að sitja á þingi frá 1978 og held, satt best að segja, að ég sé eini þingmaðurinn sem enn sit- ur á þingi af þeirn mikla fjölda nýrra þingmanna sem þá kom inn á þing. Ný- liðunin í þinginu var mjög rnikil 1978 og Alþýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið unnu stóra sigra. Þau 25 ár sem ég hef verið í stjórnmálum hafa verið spennandi og viðburðarík. Auðvitað er mér minnisstæðastur sjö ára tími minn í embætti félagsmálaráðherra. Það var virkilega áhugavert og ögrandi tímabil.“ „Ýmis mál sem ég hrinti í framkvæmd úr stóli félagsmálaráðherra, eins og breyting á húsnæðislöggjöfinni, bæði með mikilli uppbyggingu félagslegra í- búða og líka með upptöku húsbréfa- kerfisins. Enginn stjórnmálaflokkur hefur talið ástæðu til að hrófla við því kerfi, þótt ýmsir flokkar hafi barist hart gegn því á sínum tíma. Ég nefni líka byltingu sem varð í málefnum fatl- aðra með breyttri löggjöf og mikilli uppbyggingu í kjölfarið um land allt. Ný félagsmálalöggjöf varð líka að veru- leika, ásamt því að ég kom í gegnum þingið stofnun umboðsmanns barna og starfsmenntasjóði, svo eitthvað sé nefnt. Ástæða er til að nefna að í tíð minni sem félagsmálaráðherra var markvisst tekið á jafnréttismálum; ný jafnréttislöggjöf varð að veruleika þar sem hlutverki Jafnréttisráðs var breytt verulega og komið á fót sérstakri kærunefnd jafnréttismála, auk heim- ildar fyrir ráðningu jafnréttisráðgjafa og stofnunar jafnréttisnefnda sveitar- félaga. Jafnframt var kveðið á um að leggja ætti framkvæmdaáætlun í jafn- réttismálum fyrir Alþingi á íjögurra ára fresti og öllunr ráðuneytum og stofnunum ríkisins var falið að gera jafnréttisáætlanir." Mestu vonbrigðin í pólitíkinni? „Að það skyldi taka svona langan tíma að koma á einum stórum jafnaðar- mannaflokki sem aðhylltist jafnrétti, félagshyggju og kvenfrelsi og heíði styrk og burði til að leiða tveggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Sá draumur gæti nú verið í augsýn og það verður kannski stærsti sigurinn að hafa átt þátt í að gera þann draum að veruleika." Við báðum Jóhönnu að rýna með okkur í listann yfir fjölda þingmála sem konur hafa flutt í þinginu í vetur og báðum um útskýringar á þeim mikla mun sem er á málafjölda þing- manna, eða allt frá því að flytja 45 mál niður í ekki neitt? „Hver þingmaður hefur sitt vinnu- Leiðrétting f síðasta tölublaði VERU áttu þau leiðu mistök sér stað í úttekt Alþingisvaktarinnar á stöðu kvenna á framboðslistum stjórnmála- flokkanna fyrir alþingiskosningarnar að ranghermt var um fjölda frambjóðenda í fyrstu þremur sætunum á framboðslistum Framsóknarflokksins. Hið rétta er að um 40% frambjóðenda í þremur efstu sætunum eru konur og er framsóknarfólk beðið vel- virðingar á þessu. Annað sem betur hefði mátt fara var að sagt var að þingflokkur Samfylkingarinnar yrði að meirihluta skipaður konum eftir næstu kosningar ef færi sem horfði og það yrði þá í fyrsta sinn sem það gerðist. Það er að sjálfsögðu ekki rétt því þingflokkur Samfylkingarinnar er þegar skipaður konum að meirihluta - þær eru einni fleiri en karlarnir. Einnig má geta þess að I þingflokki Þjóðvaka voru fleiri konur en karlar. Óþarfi er að draga úr hlut kvenna í stjórnmálum - nóg er nú samt. 64 / alþinqisvaktin / 2. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.