Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 62

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 62
/KONUR, KARLAR OG LÝÐRÆÐI Valgerður H. Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu Vændi frá helgri gyðju til hæddrar ambáttar »Þessi grein er lausleg þýðing á erindi sem höfundur flutti á ráðstefnunni Konur, karl- arog lýðræðil Tallinn. Ræðan var framlag íslandstil almennu umræðunnará ráðstefn- unni en Island bar ábyrgð á umfjöllun um vændi. * Sú almenna skoðun að vændi sé elsta atvinnugrein kvenna er byggð á misskilningi en þó er saga vændis löng og flókin. Elstu heimildir um vændiskonur segja frá súmersku gyðj- unni Inönnu og babýlónsku systur hennar Ishtar sem í goð- sögnunum eru kallaðar helgar hórur. Vald þeirra og virðing var mikil meðal þeirra þjóða sem um árþúsundir dýrkuðu þær. Loki sagði sérhvern ás, álf og dverg hafa verið hórr Freyju. Njörður faðir hennar segir konu sjálfa ráða með hverjum hún sængi. Freyja fékk hið magnaða Brísingamen í skiptum fyrir fjórar nætur með dvergunum sem smíðuðu menið. Henni var frjálst að veita blíðu sína í skiptum fyrir menið, hún var stolt og máttug og kyn hennar og kynferði heilagt. Hofgyðjur hinnar rómversku Vestu og hinar grísku Hórur tóku þátt í kynlífstengdum heigiathöfnum sem full- trúar gyðjunnar. Þær voru virtar, háttsettar í samfélaginu. I Grikklandi og Miðausturlöndum voru helgar hórur eftir- sóttar af konungum og keisurum sem drottningaefni. María Magdalena er líklega þekktust hinna helgu, fornu kynlífs- gyðja en þótt Kristur sjálfur hafi valið hana sem maka sinn þá höfðu vændiskonur á þeim tíma þegar tapað valdastöðu sinni og helgri virðingu. Konur höfðu misst stöðu sína sem jafningjar karla. Karlar stýrðu í karlveldi og skilgreindu stöðu kvenna. Þeir gera það enn á flestum sviðum, eins og við höfum þegar heyrt hér í dag. Það er bein tenging milli hinnar almennu stjórnmálalegu og efnahagslegu stöðu og áhrifa kvenna og kynferðisheil- brigðis samfélagsins. Samfélög okkar eru kynferðislega ó- heilbrigð og staða vændiskonu nútímans er eins ólík þeirri mynd sem fornu goðsagnirnar draga upp og hægt er að ÞAÐ ER BEIN TENGING MILLI HINNAR ALMENNU STJÓRNMÁLALEGU OG EFNAHAGSLEGU STÖÐU OG ÁHRIFA KVENNA OG KYNFERÐISHEILBRIGÐIS SAMFÉLAGSINS hugsa sér. Þótt leifar af gömlu virðingunni lifi enn í nútíma- goðsögninni um hina hamingjusömu hóru er raunveruleiki vændiskvenna dagsins í dag ekkert annað en sjúklegur. Þær eru ánauðugar ambáttir, beint eða óbeint. Rannsóknir sýna að 50-90% fórnarlamba vændis hafa verið fórnarlömb kyn- ferðisoflreldis í æsku. Það er bein tenging milli kynlífsmark- aðarins og fíkniefnamarkaðarins. Fórnarlömb vændis nú- tímans eru seld og keypt, misnotuð, beitt ofbeldi og vanvirð- ingu, líf þeirra er helvíti sem við, hin heppnu, getum ekki einu sinni gert okkur í hugarlund. Þetta er ekkert nýtt. I gullæði 19. aldarinnar í Bandaríkj- unum var heilu skipsförmunum af kínverskum stúlkubörn- um smyglað yfir Kyrrahaftð. Singsong stúlkurnar voru seld- ar í ánauð, hlekkjaðar við flet sín, þeim var nauðgað og mis- þyrmt af samlöndum sínum jafnt sem öðrum, þar til þær gáfust upp og létu lífið. Þrælahaldararnir sátu eftir með gróðann sem oft var sambærilegur við gróðann af gullgreftn en kostaði alltaf minni áhættu '. Á Viktoríutímanum í Englandi voru virtir heiðursmenn tilbúnir til að greiða háar upphæðir fyrir að afmeyja ungar meyjar, börn sem voru þrælar hórmangaranna. Þessum litlu stúlkum var síðan kennt að gráta og veina og skera sig til blóðs í kynfærunum, eftir að þeim hafði þannig verið nauðgað oft, til að blekkja heiðursmennina til að greiða af- meyjunarupphæðirnar. I því góða landi var það líka á tínia- bili í tísku meðal aðalsmanna að ráðast í hópum inn í vænd- ishúsin og ýmist myrða eða misþyrma hinum „seku“ vænd- iskonum, oft með því að skera á hásinina á þeim, táknræn aðgerð til að hefta þær fyrir lífstíð 2. I’ar til nýlega kaus hinn svokallaði menningarheimur að líta svo á að slíkar sögur tilheyrðu löngu liðnum myrkum öldum. I hinu litla og vinalega ríki Islandi var vændi vel falið leyndarmál þar til nýlega. Nýjar rannsóknir sýna að vændi þrífst á íslandi eins og annars staðar, með öllunt þess myrku hliðum, kúgun, misnotkun, ofbeldi, misþyrmingum og jafn- vel mansali og þrælahaldi. Nú vitum við öll, sent hér sitjum, að ungar konur og börn af báðum kynjum um allan heim eru seld fýrir meiri gróða og án minni áhættu en fæst í nokkrum öðrum ólöglegunt rekstri. Hótel og lúxusstaðir i 62 / konur, karlar og lýðræði / 2. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.