Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 41
ar konur koma inn í stétt þá verður
flokkun innan stéttarinnar: karlar rað-
ast hæst og konur lægst. I læknastétt-
inni sá eg að það er rnunur á lækni og
lækni. Mig langaði að skoða hvernig
kynjaskiptingin í læknastéttinni og
sérhæfmgin grípa hvor inn í aðra.“
Þorgerður fékk aðgang að gögnum
hjá læknafélagi Gautaborgar og kort-
lagði allar hlutlægar aðstæður en skoð-
aði einnig orðræðuna og menninguna
sem umlykur starfið. Hún tók viðtöl
°g sendi út spurningalista þar sem hún
bað lækna að lýsa aðstæðum sínum og
flokka í virðingaröð hvað nyti mestrar
virðingar og minnstrar. Svo tók hún
fyrir myndmál og líkingamál sem hún
fann m.a. í ritdeilum í sænska lækna-
blaðinu. Hún hafði því margar styrkar
stoðir að renna undir tilgátur sínar.
„Niðurstaða mín var að kynjuð
orðræða átti jafnmikinn eða meiri þátt
1 því að flokka konur og karla í mis-
■nunandi hólf heldur en aðstæður í
starfínu sjálfu," segir Þorgerður. „Það
er engin skýring sem dugir nema hálfa
leið í þessurn klassísku skýringum sem
höfðu verið notaðar. Það var talað unt
að konur veldu vaktaléttar sérgreinar
tfl þess að samræma vinnu og heimilis-
hald. Þetta stóðst ekki við nánari at-
hugun. Konur í þessum „þungu“ sér-
greinum, eins og skurðlækningum og
lyflækningum, áttu alveg jafn mörg
börn og konur í öðrum greinum. Ég
velti upp mörgum mögulegum skýr-
'ngum en þær dugðu einfaldlega ekki.
Það var alltaf eitthvað sem brá fæti fyr-
lr þær. En með því að skoða þetta hinu
tnegin frá, skoða orðræðuna og sér-
greinamenningu, þá loksins fékk ég
einhvern botn í þetta. Það hafa verið
reistar háar girðingar í þessum „fínu“
greinum með því hvernig er talað unt
þær innan læknastéttarinnar. „Þetta er
nú svo erfitt,“ eða „þetta er nú ekki fyr-
rr hvern sem er“. Það verður útilokun-
armáttur í orðræðunni sem hefur áhrif
a hvaða greinar konur velja.
Það hljómar fáránlega en þetta var
alveg ofsalega gaman,“ segir Þorgerð-
Ur- „Það sem mér fannst m.a. spenn-
andi var að athuga hvers vegna konur
verða augnlæknar en karlar eyrna-
læknar. Ég komst að því að það er
vegna þess að eyrnalæknar eru skurð-
læknar. Nánast allir sem fara í eyrna-
lækningar skera. Meðal augnlækna er
hins vegar sérhæfing þannig að sumir
skera en ekki aðrir. Konur sem fara í
KONUR FÁ AÐGANG AÐ KERFI SEM ÞÆR PASSA EKKI INN í. ÞAR
FINNST MÉR UMRÆÐAN HAFA STAÐNAÐ SVOLÍTIÐ SÍÐUSTU ÁR.
KONUR ERU KOMNAR INN EN KOMAST EKKI ÁFRAM, ÞÆR KOMAST
EKKI í ÆÐSTU STÖÐUR OG ÞÁ ER SAGT AÐ ÞAÐ SÉ BARA ÞEIM
SJÁLFUM AÐ KENNA!
augnlækningar skera yfirleitt ekki en
karlar sent fara í augnlækningar skera
yfnleitt allir!“
Jafnréttið kemur ekki sjálfkrafa
Þorgerður segir að hún hafi fengið
rnjög góð viðbrögð við rannsókninni
og ekki síst hjá læknum. Hún hefur
fyrirlesið töluvert um efnið, bæði hér
heirna og erlendis. En vissi hún strax
hvað hún hugðist taka sér fyrir hendur
að loknu doktorsnáminu?
„Nei og ég er ekki sérlega metnað-
argjörn en ég er marksækin að því
marki að ég verð að klára það sem ég
byrja á. Fyrst tók ég að mér stök verk-
efni og vann m.a. jafnréttisáætlanir
fyrir Háskólann og Borgarspítalann.
Þegar ég fór að vinna í Háskólanum
seinna naut ég þess að hafa gert jafn-
réttisáætlunina því eftir þá vinnu
þekkti ég vel innviði Háskólans.“
Fólk vill oft setja samasem rnerki rnilli
þess að vera upplýst og þess að jafnrétti ná-
ist. Að þetta sé „allt á réttri leið“ og „korni
bara“ eða „gerist sjálfkrafa nteð tímanum11.
Sú er ekki raunin að þínu rnati?
„Það gerist ekki sjálfkrafa og það er
ekki bara tímaspursmál,“ segir Þor-
gerður. „Það er mjög mikilvægt að
finna hinar raunverulegu hindranir í
stað þess að bíða bara og vona. Að
skýra hvers vegna að um leið og fornt-
legt jafnrétti næst á einu þrepi þá birt-
ÍSt það á næsta þrepi í einhverju öðru Þorgerður ásamt börnum
formi. Það verður sifellt oaþreifanlegra Þorgerður og vaigerður.
og huglægara.“
Á rneðan var sagt blákalt: Konan á
að hugsa um heimilið og karlinn er
fyrirvinnan þá var hægt að gera eitt-
hvað. En þegar þetta er allt á bakvið,
launaleynd í fyrirtækjum, þá er bara
hægt að klína á konur móðursýki...
„Já, vegna þess að meðan konur eru
útilokaðar frá tilteknum sviðurn þá er
æðsta takmarkið að jafna höfðatöluna,
eins og t.d. í sveitarstjórnum og á Al-
þingi. En svo þegar það er komið, þá
kemur í ljós að það gerist ekkert meira.
Það er ekki nóg að konur gangi inní
kerfið ef þær gangast kerfinu bara á
hönd. Eins nteð launaleyndina. Fyrst
voru konur hreinlega ekki úti á vinnu-
markaðnum en núna þegar flestar
konur vinna úti þá blasa brotalamirnar
í kerfinu við.“
Þú hefur sagt að kerfið passi utan
urn karla en konur detti þar milli þils
ogveggjar...
„Þess vegna er þetta fornrlega jafn-
rétti svo takmarkað. Konur fá aðgang
að kerfi sem þær passa ekki inn í. Þar
frnnst mér umræðan hafa staðnað svo-
lítið síðustu ár. Konur eru komnar inn
en komast ekki áfrant, þær komast ekki
í æðstu stöður og þá er sagt að það sé
bara þcim sjálfum að kenna! Við þurf-
um að skoða það nánar.“
vera / aðalviðtal / 2. tbl. / 2003 / 41