Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 19

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 19
/HOLDAFARS DÓMSTÓLLINN Ekkert venjulegar konur! Þær sem fjölmiðlar nota sem dæmi um ..þrýstnar" konur eða „stórar", eins og J-Lo og Drew Barrymore, nota í rauninni stærðir 10 og 12 (bresk númer). Bridget Jones, sem hafði óskapar áhyggjur af að vera of feit, var leikin af Renée Zellweger sem þá hefði komist í fatastærð 12. Hún er nú orðin helmingi minni en þegar hún lék Bridget Jones og fjölmiðlar hafa hrós- að henni óspart og sagt að hún „Ijómi"! Sömuleiðis hefur Geri Halliwell verið hrósað fyrir að horast niður í stærð 14 ára unglings. Victoria Beckham er 169 cm og 44,5 kíló - „venjulega grönn" kona af sömu hæð væri 57 kg. Victoriu var hinsvegar boðið að taka þátt í tískusýningu eftir að hún varð svona mögur. Renée Zellweger, sem er 168 cm, er nú eftir megrun 48 kg - „venjulega grönn" kona af sömu hæð væri 58 kíló. Geri Halliwell (sem eitt sinn gekk undir nafninu 'Ginger spice') er 44,5kg og 162 cm - „venjulega grönn'' kona af sömu hæð væri um 50 kíló. Victoria „venjuleg" Renée „venjuleg" Geri Matur og svefn Fullunnin matvara, sem er með lágt trefjainnihald og einfaldar kolvetnasam- setningar, breytist í þrúgusykur þegar í Rkamann er komið. Með því að hrúga inn sykri sem briskirtillinn þarf að fást við er innkirtlakerfinu gert erfitt fyrir. Sykursýki er þvi að verða vaxandi vandamál. Sykur- sýki getur svo aftur á móti valdið offitu. Sykri er líka bætt í mat. Það er ávanabind- andi og hvetur fólk til að borða meira. Næringin er ekki mikil en kaloríurnar þeim mun fleiri. Kolvetnisríkur matur með mikið sykurinnihald en iítið af trefjum fer illa með meltingarfærin. Líkaminn missir hæfni sína til að brjóta niður sykur og á eftir það auðveldara með að fitna. Margar okkar hreykja sér af því að sofa lítið. Fara seint að sofa og vakna snemma. Hafa bara ekki sofið út í mörg ár. Svefn- leysið hefursamt slæm áhrifá efnaskiptin og þær sem sofa verulega lítið mega eiga von á því að kílóin læðist aftan að þeim. Vaxtarhormón sem stillir af jafnvægið milli fitu og vöðva verður virkt á fyrstu stigum svefnsins. Minni svefn þýðir minna af þessu hormóni. Fita getur orðið félagslegt vandamál Samtök offeitra í Bandaríkjunum hafa bent á að markvisst sé haldið að þeim feitum og óhollum mat og í ofanálag sé reynt að selja þeim skyndilausnir eins og megrunarkúra. Feitum konum sé synjað um vinnu, sem veldur enn meiri fátækt þeirra. Þeim er nánast gert lífið ó- bærilegt. Vilja konurvera svona? Bandarískar staðreyndir um konur og holdarfar • 50- 75% stelpna eru óánægðar með líkama sinn. ' Fegrunarskurðaðgerðum fjölgaði um 95% milli 1992 og 1998 ‘ 991% þeirra sem fara í fegrunarskurðaðgerðir eru konur. Könnun ein sýndi að ungar stúlkur voru hræddari við að verða feitar heldur en kjarnorkustríð eða að missa foreldra sína. ‘ Rannsókn leiddi í Ijós að kvennatímarit innihalda 10,5 sinnum fleiri greinar um líkamsþyngd en tímarit ætluð körlum. ' Önnur rannsókn leiddi í Ijós að 70% unglingsstúlkna álitu að í tísku- úmaritum væri að finna mikilvægar upplýsingar um fegurð og heilsu. ' 25% prósent stúlkna i sömu rannsókn langaði til að vera eins og Riódelin í tímaritunum. ' Meðalmanneskjan er með líkamsþyngdarstuðul (BMI - body mass index) á bilinu 20-25 en meðalmódelið er aftur á móti með BMI uppá 17.2. (BMI er miðað út frá vigt, hæð og aldri) ' BMI undir 18,5 telst vera vannæring, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni (WHO). ' Á árunum 1979 til 1988 voru 69% Playboy módela og 60% þátttak- enda i Miss America fegurðarsamkeppninni að minnsta kosti 15% léttari en jafnháar konur á sama aldri. ' Að vera 15% undir kjörþyngd til lengri tima er eitt einkenni þess að flokkast sem átröskunarsjúklingur. Þýðing: Bára Magnúsdóttir Laugavegi 46 ■ simi 561 4465 vera / holdafarsdómstóllinn / 2. tbl. / 2003 / 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.