Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 60

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 60
«3=- Katrín Björg Ríkarðsdóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu WoMen and Democracy Th# Thlrd Baltlc Sea Womon's Conference 13-14 Febmary 2003,Talllnn Konur, karlar og lýðræði Þriðja kvennaráðstefna Eystrasaltsins um konur, karla og lýðræði, haldin 13.-14. febrúar 2003, í Tallinn í Eistlandi »Dagana 13. og 14. febrúar síðastliðinn sameinuðust íTallinn höfuðborg Eistlands ráðstefnuraðirnar WoMen andDemocracyoq BalticSea Women's Conference unóu heitinu The Third Baltic Sea Women's Conference on WoMen and Democracy. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar í Tallinn var félagsmálaráðuneyti Eistlands fyrir hönd Siiri Oviir félagsmálaráðherra. Til aðstoðar var undirbúningsnefnd skipuð fulltrúum frá hverju þátttökulandanna þ.e. Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, Hvíta-Rússlandi, Rússlandi, Þýskalandi, Póllandi og Bandaríkjunum, auk þess sem Evrópuráðið kom að ráðstefnunni og undirbúningi hennar. Fulltrúi íslands í undirbúningsnefndinni var Val- gerður H. Bjarnadóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Verndari ráðstefnunnar var forsetafrú Eistlands Ingrid Ruutel. 'i' Tilgangur ráðstefnunnar var að hvetja til umræðna milli stjórnmálafólks, rannsakenda, opinberra starfsmanna, frjálsra félagasamtaka og annarra sérfræðinga á sviði kynjajafnréttis. Henni var auk þess ætlað að leiða til nánari samvinnu milli þátttakenda og greiða fyrir nýjum og mikilvægum aðgerðum sem eru til þess fallnar að styrkja konur og færa þær í meira mæli inn að miðju mótunar- og þróunarvinnu. Heildarfjöldi þátttakenda var um 600. í sendinefnd fslands voru 22 fulltrúar, 19 konur og 3 karlar. Okkur hafði verið séð íyrir fylgdarkonu, Anne-Mari Rannamae sem er vélaverk- fræðingur að mennt. Hún tók á móti okkur á flugvellinum, fylgdi okkur á hótelið og að Sakala miðstöðinni þar sem ráð- stefnan fór fram, auk þess sem hún var hópnum til aðstoðar allt fram að brottför frá Tallinn. fslenski hópurinn var skemmtilega samsettur, í honum voru ungir femínistar úr Bríeti, kynja- og mannfræðinemar, starfsfólk Jafnréttisstofu, formaður Jafnréttisráðs, forstöðumaður svæðisvinnumiðlun- ar Vestfjarða, stjórnarkona úr Kvenréttindafélagi íslands, for- stöðumaður tengslasviðs Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, fulltrúar úr jafnréttisnefhd Reykjavíkur, ráðgjafi frá skóla- skrifstofu Reykjanesbæjar, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, jafnréttisfulltrúi og deildarstjóri úr sjávarútvegs- ráðuneytinu, lögfræðingur úr dómsmálaráðuneytinu og lög- fræðingur frá Kvennaráðgjöfinni. Veður og þolca hömluðu flugi til og frá Tallinn á upphafs- degi ráðstefnunnar og urðu þess valdandi að opnunarræður dreifðust á báða dagana - án þess þó að það kæmi að mikilh sök. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, aðalskipuleggjandi 60 / konur, karlar og lýðræði / 2. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.