Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 20

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 20
Mamrna, ég og megrunarkúrarnir baráttan við ættarspikið »Langamma var svívirðilega feit. Amma var feit þar til hún fékk sykursýkina og þurfti að fara að vigta ofan í sig, mamma hefur alltaf verið í feitari kantinum og ég líka. Spikið virðist vera nokkurs konar ættarfylgja sem engri okkar hefur almennilega tekist að kveða niður... Þórunn Hrefna Sígurjónsdóttir Frá því ég man eftir mér hefur mamma verið í megrun. Rúmlega tvítug fór hún í Línuna, en fyrir þau sem ekki muna þá var Línan megrunarklúbbur sem teygði anga sína vítt og breitt um land- ið. Konur (auðvitað sóttu einkum kon- ur í Línuna) fengu nákvæma matseðla sem litu einhvern veginn svona út: Morgunverður: Hálft greip Þurr ristuð brauðsneið Kaffi Hádegisverður: Soðið egg Heilt greip Kaffi Kvöldverður: 100 g magurt kálfakjöt Heilt greip Ekkert kaffi Konurnar mættu á fundi vikulega (svona eins og á AA fundi) þar sem les- ið var yfir þeim og þær vigtaðar. Ef þær léttust var klappað fyrir þeim. Ef þær stóðu í stað var ekkert gert, en ef þær þyngdust (sem þýddi að þær hefðu svindlað á megruninni) voru þær pú- aðar niður. „Kata feita þyngdist um hálft kíló - púúúúú á Kötu feitu!“ 1 Línunni léttist mamma rosalega mik- ið og varð þvengmjórri en hún hefur verið fýrr eða síðar. Ég man að fóstur- faðir minn tók myndir af henni í eld- húsinu þar sem hún pósaði í nýju föt- unum sínum. Allir fýgldust hrifnir með og hrósuðu mömmu þar til hún fitnaði aftur. Og við tóku aðrir megr- unarkúrar. Barnsminnið geymir fleira. Ayds- karamellur í brúnum kassa uppí skáp. Þær áttu fitubollur að tyggja til þess að slá á hungurtilfmningu. Þetta var fyrir daga Aids með einföldu og því voru karamellurnar sérlega girnilegar barnssálinni. Margoft brenndi ég mig á því að stelast í þær uppi í skáp og alltaf bölvaði ég sjálfri mér fyrir að gleyma því jafnóðum hvað þær voru vondar. En þetta tuggði mamma blessunin í ei- lífri von sinni um að losna við aukakílóin. I Bananakúrnum mátti mamma ekkert borða annað en banana og ekk- ert drekka annað en mjólk í margar vikur. Hún léttist - hvort hún gerði - en þyngdist strax aftur og hafði ekkert uppúr krafsinu annað en lífstíðar óbeit á þessum annars hollu fæðutegundum. Súpukúrinn leyfði aðeins eina tegund af þykkri grænmetissúpu, sem sat í stórum potti með ygglibrún og minnti allt heimilisfólk á sig með væminni angan. Mamma borðaði hana og grenntist en fitnaði auðvitað aftur. Mér finnst ég geta talið endalaust: slim-fast, nupo-létt, zero-3, herbalife og áfram og áfram og áfram. Mamma hefur mikið slakað á í megrunarkúrunum hin síðari ár en um daginn heyrði ég hana tala hlýlega um fólk sem hefur ánetjast Ásmund- arkúrnum og léttist á svakalegum hraða. Ég flýtti mér að segja henni hryllingssögur af kolstífluðum kransæðum því ekkert hræðist mamma mín jafn mikið og ótímabær- an dauða. En ég hefði kannski átt að segja mömmu að ég hef alltaf kunnað vel við hana eins og hún er. Með eða án aukakílóa. Horgemlingi vaxa brjóst Ég var hræðilega grannvaxið barn. Fölt andlitið á mér sem nennti svo lítið að snúa sér uppí sólina bætti heldur ekki úr skák og þegar fólk sá mig hneigðist það til að halda að ég væri sjúklingur. Þegar ég komst á unglingsárin breyttist ég snögglega og jók unifang mitt á alla kanta. Stóru ættarbrjóstin uxu frarnan á mig á undraverðum hraða og ég fitn- aði. Ekki mikið en nóg til þess að sum- ir ráku upp stór augu og hrópuðu: „Mikið rosalega hefurðu fitnað!!“ Og mér fór að líða illa með sjálfa mig. Ég 20 / holdafarsdómstóllinn / 2. tbl. / 2003 / vera *▼
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.