Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 30

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 30
/FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS Femínistafélag íslands J www.feministinn.is >>Þann 14. mars síðastliðinn var Femínistafélag íslands stofnað. Greinilegt er að mikil þörf er á félagi sem berst fyrir jöfnum rétti kynjanna því nú þegar eru félagar orðnir á fimmta hundrað. Félagið hefur vakið mikla athygli og hefur nú þegar breytt stjórnmálaumræðunni og endurvakið kröftuga og góða umræðu í samfélaginu um jafn- réttismálin. Femínístafélag íslands á uppruna sinn að rekja til póstlista femínista sem Þorgerður Einarsdóttir lektor í kynjafræðum við Háskóla íslands setti á laggirnar. Fljót- lega kom þó í Ijós að þörfin fyrir sameiginlegan vettvang femínista var mikil því skrán- ingar á póstlistann urðu fljótt nokkur hundruð og krafan um stofnun félags sem gerði femínistum kleift að sýna hug sinn í verki var hávær. Félagið var stofnað með pompi og prakt þann 14. mars í yfirfullum sal Miðbæjarskólans. Framhaldsstofnfundur var hald- inn í Hlaðvarpanum þann 1. apríl þar sem lög félagsins voru samþykkt og kosið í ráð. * Stefnuskrá Femínistafélags íslands FEMINISTAFÉLAG ÍSLANDS er umræðuvettvangur og baráttutæki íslenskra femínista. Félagið er frjáls og óháð- ur vettvangur sem hefur það að markmiði að efla gagn- rýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins. Helstu markmið félagsins eru: • Að vinna að jafnrétti kynjanna. • Að vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeidi, mansal og vændi. • Að uppræta staðalmyndir um hlutverk og eðli kvenna og karla. • Að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, útrýma kynbundnum launamun og auka hlut kvenna í stjórnun auðlinda og fjármagns. • Að styrkja þátttöku kvenna í opinberu lífi, fjöl- miðlum og stjórnmálum. • Að stuðla að samfélagi sem tekur mið af mis- munandi hagsmunum og sjónarmiðum karla og kvenna, svo sem í atvinnu- og menntamálum, stjórnmálum, menningu og á vettvangi einka- lífsins. Markmiðum þessum skal náð með lýðræðislegri, gagn- rýnni og sýnilegri umræðu á fundum, Netinu og í öðrum fjölmiðlum. Ráð Femínistafélags íslands Ráð Femínistafélags íslands samanstendur af ellefu ráðs- konum sem hver er fulltrúi eins málefnahóps. Talskona félagsins er Katrín Anna Guðmundsdóttir, ritari er Kristín Ástgeirsdóttir og gjaldkeri er Rósa Erlingsdóttir. Ofbeldisvarnarhópur Andrea Róberts» andrear@islandia.is Staðalímyndahópur Katrín Anna Guðmundsdóttir» katrinc@hi.is Stjórnmálahópur Rósa Erlingsdóttir» rosaerli@hi.is Fræðsluhópur Kristín Ása Einarsdóttir » kristei@hi.is Útgáfuhópur Salvör Gissurardóttir» salvor@khi.is Erla Sigurðardóttir Atvinnu- og efnahagsmálahópur Kristín Ástgeirsdóttir» krast@simnet.is Margbreytileikahópur Svandís Svavarsdóttir» svasva@shh.is Menningarmálahópur Dagný Kristjánsdóttir» dagny@hi.is Femínisma-og karlahópur Gísli Hrafn Atlason » gha@adr.dk Ungliðahópur Birna Þórarinsdóttir» birnat@hi.is Heitbrigðishópur Guðrún Agnarsdóttir» gudrunag@krabb.is 30 / femínistafélag íslands / 2. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.