Vera


Vera - 01.04.2003, Side 30

Vera - 01.04.2003, Side 30
/FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS Femínistafélag íslands J www.feministinn.is >>Þann 14. mars síðastliðinn var Femínistafélag íslands stofnað. Greinilegt er að mikil þörf er á félagi sem berst fyrir jöfnum rétti kynjanna því nú þegar eru félagar orðnir á fimmta hundrað. Félagið hefur vakið mikla athygli og hefur nú þegar breytt stjórnmálaumræðunni og endurvakið kröftuga og góða umræðu í samfélaginu um jafn- réttismálin. Femínístafélag íslands á uppruna sinn að rekja til póstlista femínista sem Þorgerður Einarsdóttir lektor í kynjafræðum við Háskóla íslands setti á laggirnar. Fljót- lega kom þó í Ijós að þörfin fyrir sameiginlegan vettvang femínista var mikil því skrán- ingar á póstlistann urðu fljótt nokkur hundruð og krafan um stofnun félags sem gerði femínistum kleift að sýna hug sinn í verki var hávær. Félagið var stofnað með pompi og prakt þann 14. mars í yfirfullum sal Miðbæjarskólans. Framhaldsstofnfundur var hald- inn í Hlaðvarpanum þann 1. apríl þar sem lög félagsins voru samþykkt og kosið í ráð. * Stefnuskrá Femínistafélags íslands FEMINISTAFÉLAG ÍSLANDS er umræðuvettvangur og baráttutæki íslenskra femínista. Félagið er frjáls og óháð- ur vettvangur sem hefur það að markmiði að efla gagn- rýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins. Helstu markmið félagsins eru: • Að vinna að jafnrétti kynjanna. • Að vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeidi, mansal og vændi. • Að uppræta staðalmyndir um hlutverk og eðli kvenna og karla. • Að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, útrýma kynbundnum launamun og auka hlut kvenna í stjórnun auðlinda og fjármagns. • Að styrkja þátttöku kvenna í opinberu lífi, fjöl- miðlum og stjórnmálum. • Að stuðla að samfélagi sem tekur mið af mis- munandi hagsmunum og sjónarmiðum karla og kvenna, svo sem í atvinnu- og menntamálum, stjórnmálum, menningu og á vettvangi einka- lífsins. Markmiðum þessum skal náð með lýðræðislegri, gagn- rýnni og sýnilegri umræðu á fundum, Netinu og í öðrum fjölmiðlum. Ráð Femínistafélags íslands Ráð Femínistafélags íslands samanstendur af ellefu ráðs- konum sem hver er fulltrúi eins málefnahóps. Talskona félagsins er Katrín Anna Guðmundsdóttir, ritari er Kristín Ástgeirsdóttir og gjaldkeri er Rósa Erlingsdóttir. Ofbeldisvarnarhópur Andrea Róberts» andrear@islandia.is Staðalímyndahópur Katrín Anna Guðmundsdóttir» katrinc@hi.is Stjórnmálahópur Rósa Erlingsdóttir» rosaerli@hi.is Fræðsluhópur Kristín Ása Einarsdóttir » kristei@hi.is Útgáfuhópur Salvör Gissurardóttir» salvor@khi.is Erla Sigurðardóttir Atvinnu- og efnahagsmálahópur Kristín Ástgeirsdóttir» krast@simnet.is Margbreytileikahópur Svandís Svavarsdóttir» svasva@shh.is Menningarmálahópur Dagný Kristjánsdóttir» dagny@hi.is Femínisma-og karlahópur Gísli Hrafn Atlason » gha@adr.dk Ungliðahópur Birna Þórarinsdóttir» birnat@hi.is Heitbrigðishópur Guðrún Agnarsdóttir» gudrunag@krabb.is 30 / femínistafélag íslands / 2. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.