Akranes - 01.04.1958, Page 21

Akranes - 01.04.1958, Page 21
Ungir mann læra að hlýða settuni leik- reglum og læra, að máttur samtakanna er mikill. Hvort tveggja kemur sér oft vel fyrr og síðar í lífinu. Knattspyrnan er líka sérstaklega skemmtileg iþrótt og hef- ur því eiginleika til að laða að sér fjölda iðkenda, sem njóta svo góðs af, sér til and- legrar og líkamlegrar endurnæringar. En það er með knattspyrnu, eins og allt í lífinu, að henni fylgir nokkur slysa- hætta, og var ætlunin að skrifa lítillega um slys, sem algengust eru hjá knatt- spymumönnum. 1 knattspymu er hægt að verða fyrir alls konar slysum og áverkum. Algeng- ustu beinbrotin eru brot á fótlegg og ökla- brot. En algengust em slysin á hnjám. Það er oft reiknað með, að um 70% af öllum knattspyrnuslysum séu þar stað- sett. Við einstaka beina og óheina áverka, geta skaddazt hinir ýmsu hlutar hnéliðs- ins. Oftast er það liðbandið innan á hnénu, sem tognar eða slitnar eftir því hve áverkinn er mikill. Sömuleiðis geta ki-osslögðu liðböndin inni í liðnum slitnað og verður það til þess að hnéliðurinn verð- ur óstöðugur og fóturhin kraftminni. Sam- hliða þessu bólgnar hnéð, annaðhvort vegna þess, að bjúgbólga kemur í liðinn eða af þvi, að blætt hefur inn í liðinn. Þarf þá að hvíla hnéð og oft setja gips- hólk um fótinn í nokkrar vikur, Annars er hætt við að hnéliðurinn jafni sig ekki. Er mjög mikilvægt, að þetta sé athugað sem fyrst eftir að slysið hefur orðið. Til dæmis er mjög óráðlegt fyrir knattspyrnu- menn að halda áfram og ljúka leik, ef þcir verða fyrir slæmum áverka á hné í leik. Annars má búast við að miklu lengri tíma taki að bæta skaðann. —★— Knattspyrnumenn eru tiltölulega fjöl- mennir í hópi þeirra, sem skadda liðþófa í hné. Lærleggur og sköflungur mynda beinendana, sem mætast í hnénu. Er þetta aðallega hjaraliður, sem er haldið saman af liðböndum og sinum. Til þess að dýpka liðflötinn á sköflungnum, eru liðþófar, sem eru úr brjózki. Þeim er kom- ið fyrir eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þeir gera liðimi jafnframt mýkri og fjöl- breyttari, svo að hann getur sveigzt eftir þörfum manns í hvert sinn. — En liðþóf- inn verður oft fyrir hnjaski. Er það þá oftar sá, sem liggur innan fótar, sem skemmist. Geta þeir annaðhvort losnað eða rifnað nema ba'ði sé. Skýringin á þvi, að þetta skeður oft í knattspyrnu, mun vera þessi: Til þess að geta spyrnt knett- inum innanfóta, þá beygir maður hnéð, en um leið er lærlegg snúið út á við, en sköflung þó enn meir i hlutfalli við lær- legg. Við þetta dregst miðlægi liðþófinn út fyrir liðbil þessara beina og eru þar hin sterku liðbönd að verki. Sé rétt úr hnénu eins og oftast skeður við snögga spyrnu, þá nær liðþófinn ekki að komast á réttan stað í tæka tíð og getur þvi klemmzt eða rifnað. — Hafi liðþófi áður orðið fyrir áverka, þarf oft furðu lítið að koma fyrir, svo að hann rifni að nýju. Sömuleiðis er heldur ekki sjaldgæft, að bilanir komi án verulegs áverka og án þess að um iþróttaiðkendur sé að r<eða. La'kningin er fyrst fólgin i hvild og notkun umbúða. Nægir það allmörgum, en mjög oft þarf að nema hinn skemmda liðþófa i brott með skurðaðgerð, því að nú flækist hann fyrir inni í liðnum. Lang- flestir ná sér þá vel og nokkuð fljótt. Má geta þess, að nokkrir af okkar beztu knatt- spymumönnum og reyndar hlaupurum hafa orðið fyrir þvi, og fljótlega getað keppt aftur og surnir sett lslandsmet. AKRANES «9

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.