Akranes - 01.04.1958, Page 28
og gott sé rifið niður ásamt því gamla og
úrelta. Þegar frá líður og bardagahitinn
rénar fara menn aftur að kunna að meta
það sem gamalt er og gott, hvaða stefnu
sem það telst til. Annars hafði rómantik-
in aldrei farið hér út í svipaðar öfgar og
í nágrannalöndunum, enda verður ekki
séð annað en að eldri skáldin nytu fullr-
ar viðurkenningar hjá sumum Verðandi-
mönnunum að minnsta kosti*), þótt þeir
teldu nauðsyn á að ný stefna væri hafin
og hætt að feta eingöngu hinar gömlu
brautir.
Verðandi byrjaði með kafla úr Brandi,
hinu fræga leikriti Ibsens. Þá komu tvær
frumsamdar sögur, sin eftir hvorn þeirra
Einar og Gest, fyrstu sögurnar sem sáust
eftir þá. Saga Einars hét „Upp og niður“,
segir hún frá læknaskólastúdent sem varð
fyrir vonbrigðum i ástamálum, lagðist út
af því í óreglu, hætti við læknisfræðina og
fór á prestaskólann, vígðist svo til prests
trúlaus og með lamaðan siðferðisþrótt. Eg
*) Sérstaklega var H. Hafstein þegar á þeim
árum skyggn á kosti eldri skáldanna, sem sjá má
meðal annars á kvæði hans til Matthiasar 1883, og
Jónasar Hallgrímssonar og Bólu-Hjálmars. Gesti
Pálssyni hætti aftur á móti við að gjöra æði litið
úr eldri skáldunum. Áttu þeir Benedikt Gröndal
ritdeilu um „Realismus og idealismus" í Isafold
1883, en kurteisleg var hún yfirleitt einkum frá
Gests hálfu. Gestur reit og fremur harðan ritdóm
um kvæði Matthiasar, er komu út 1884 og orti
Hatthias út af þvi kvæði til Gests Pálssonar, sem
að vísu er laust við skáldskap, en sýnir allvel
hvemig margir litu hér þó á hina nýju stefnu.
Þar gerir hann t. d. Gesti þannig upp oiðin:
Húmhúg er himinn,
homo api,
sálin fosfór,
sæla draumur;
frelsi flónska,
fiðrildi er ást,
guð tóm grýla;
Gestur er einn.
9Ú
hef heyrt, að Einari þyki nú litið koma lil
þessarar frumsmíðar sinnar, en ég efasl
um að hann hafi nokkum tima síðar kom-
izt jafn langt og á köflum í þeirri sögu.
Þar er skörp ádeila á hræsni og yfirdreps-
skap í opinberu lifi og prívatlífinu, sem
hitti miklu betur þá en ádeilurnar í seinni
sögum hans nú. Til dæmis má taka atvik-
ið þegar söguhetjan er að halda ræðuna
fyrir minni embættismannsins frjáls-
lynda. Þar er sálarlífi sögupersónanna
lýst vel og skiljanlega, og þær standa
manni miklu Ijósar fyrir augum en flestar
siðari sögupersónur Einars, sem margar
eru æði þokukenndar. Þar er góð lýsing
á Reykjavíkurlífinu um 1880, og gamli
erfidrykkjuósiðurinn í sveitinni er sýnd-
ur skýrt i sinni lökustu mynd, þó lesarinn
sé ekki leiddur í stofuna fyrr en daginn
eftir að drykkjan fór þar fram. Ekki er
heldur neinn viðvaningsbragur á sögu
Gests, „Kærleiksheimilið“. Hún er vægð-
arlaus ádeila út af harðýðgi mannfélags-
Gestur orti aftur þessa stælingu á háfleygi
Matthíasar;
Ég standa vil á háum Heklutind,
og horfu þaðan on’ á skýjalind,
og fyrirlita flónska pólitik
og fróa mér við himinljósin rik,
sem una sér um uppheims hlómaveg
og enginn þekkir nema guð og ég.
Mun Gestur hér liafa þótzt sýna góða mynd af
þeim skáldskap, sem hann vildi feigan, skóldskapn-
um, sem hélt sig langt fyrir utan og ofan lifið.
Einar Hjörleifsson hélt 1885 að mig minnir fyrir-
lestur í Winnipeg um islenzkan skáldskap eftir
1850 og gjörði }>ar fremur lítið úr eldri skáldun-
um, og yfir höfuð var hann um þessar mundir
einna ósanngjarnastur þeirra félaga við allt, sem
ekki var eftir nótum nýju stefnunnar. Þannig tel-
ur hann í formála fyrir kvæðum B. Thorarensens,
sem hann gaf út 1883, að visan „Hver vann hér
svo að með orku“, stórspilli hinu fagra kvæði
Jónasar um Fjallið Skjaldbreið, bara af því að
skáldið lætur þar í ljósi þó trú sina, að Guð hafi
stýrt þeim náttúruumbrotum er lýst er i kvæðinu.
A K R A N E S